Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.06.1989, Side 9

Víkurfréttir - 22.06.1989, Side 9
viKun jutU% Tólf bílhræ eru við gömlu bæjarskemmurnar, ýmist á vegum Bíla- braggans eða annarra aðila. Ástandið er lítið betra við Bifreiðaskoðunina. Hjá Steinari Ragnarssyni er umgengni til fyrirmyndar af bílaverk- stæði að vera. Ljósm.: epj. 28 bílflök við Iða- velli Fulltrúi Heilbrigðiseftir- lits Suðurnesja þurfti í síð- ustu viku að líma aðvörunar- miða á 16 bílflök við Iðavelli í Keflavík, þ.e. á kaflanum frá Aðalgötu og suður fyrir Bifreiðaskoðun Islands. Auk þess voru 12 bílflök til við- bótar við gömlu bæjar- skemmurnar. Þó þetta sýni mjög slæmt ástand við umrædda götu eru þar einnig staðir til fyrir- myndar, s.s. Tré-X og bíla- verkstæði Steinars Ragnars- sonar. A næstu dögum verða umrædd bílflök fjarlægð á kostnað eigenda eða um- ráðamanna viðkomandi lóða. Þroskaheftir unglingar til Luxembourgar Fyrirhugað er að fara með þroskahefta unglinga af Suð- urnesjum í sumarhús stutt frá Luxembourg. Til þess að þessi ferð verði möguleg hefur Þroskahjálp sent fyrirtækjum á svæðinu bréf, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til farar- innar. Segir í bréfinu að þetta sé þeirra fyrsta ferð og sé það ósk þeirra að hún megi takast sem best og að unglingarnir fái að upplifa það sama og heilbrigð- ir unglingar, án þess að þurfa sjálf að kosta miklu til. Þar sem unglingarnir geta ekki sjálfir safnað fyrir ferð- inni, þá hafa starfsmenn á Ragnarsseli í Keflavík bakað kleinur og selt, ásamt fleiru, til að styrkja þau en betur má ef duga skal. Félagsbíó í Keflavík hefur ákveðið að gefa ágóða af þrjú- sýningu kvikmyndahússins næsta sunnudag. Sýnd verður myndin Alf og félagar. Þá munu starfsstúlkur á Ragnars- seli selja kleinur á stæðinu við Stapa í Njarðvík nk. föstudag. Þau fyrirtæki sem sjá sér fært að styrkja unglingana til farar- innar eru beðin að hafa sam- band við forstöðumann Ragn- arssels, Suðurvöllum 7, Sigríði Eyjólfsdóttur, í síma 14333 eða framk væmdastjóra Þroskahjálpar, Önnu Mar- gréti Guðmundsdóttur, Suð- urvöllum 9, síma 15331. Fimmtudagur 22. júní 1989 9 Þú ættir næst að biðja um BKI kaffi Fæst í næstu búð Heildverslun Gunnars Hjaltasonar Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aörir timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. BILALEIGA GOÐIR BILAR - GOTT VERÐ Hafnargötu 38 - Sími 13883 Framtakssemi þökkuð í Grindavík Forysta knattspyrnu- deildar UMFG hefur óskað eftir að koma á framfæri þökkum fyrir framtakssemi bæjarstjórnar Grindavíkur varðandi íþróttasvæðið í Grindavík. Að sögn Gunnars Vil- bergssonar, formanns deild- arinnar, er hér fyrst og fremst um að ræða fram- k væmdir við grasvöll og mal- arvöllinn og gerð skjólgarðs. Sagði hann viðkomandi að- ila mjög ánægða með verkið og því ástæða til að þakka það. 70/----------------- // VIÐ ERUM // í TAKT VIÐ § TÍMANN.... ° Prentum á tölvupappír. / Öll almenn prentþjónusta. Reynið viðskiptin. PLONTUSALA DRANGAVÖLLUM 3, KEFLAVÍK Fjölbreytt úrval af garðplöntum. Tré, runnar og limgerði. Blóm, rósir og kvistir. Lífrænn áburður. Vikur og blómaker. ATH: Opið virka daga Sama verð fra kl. 13-22, Iaugar- 0 Reykjavík daga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 13-17.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.