Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.1989, Side 1

Víkurfréttir - 06.07.1989, Side 1
Ljósm: Jóhann Bergmann Fyrstu sundtökiii i nýju sundmiðstöðinni .nngar lagðar á þjóðvegi: Lögreglan hélt niðri ökuhraða Undanfarna góðviðris- daga hefur verið unnið að lagningu klæðninga á hina ýmsu þjóðvegi hér á Suður- nesjum. M.a. hefur verið lagt á hluta nýju Reykjanes- brautarinnar, hluta Hafna- vegar og einnig á Grindavík- urveginn. Miklar kvartanir bárust til lögreglunnar í Grindavík vegna steinkasts frá bílurn sem fóru of greitt yfir klæðn- inguna. Brást lögreglan við með því að staðsetja bifreið við radarmælingar við ný- lagða klæðninguna. Ægir Ágústsson hjá lögreglunni í Grindavík sagði að það hai'i haft mikil áhrif á aksturinn, en lakkskemmdir hefðu orð- ið þó nokkrar á bifreiðutn. Á miðvikudag í síðustu viku tóku tveir af starfs- mönnum Húsaness fyrstu sundtökin í hinni nýju sund- miðstöð, sem er í byggingu í Keflavík. Þetta voru þeir Einar Hannesson og Ingvi Hjörleifsson. Verið var að prófa þéttleika laugarinnar og því var vatni hleypt í hana. Sýnir myndin Einarí laug- inni en Ingva á bakkanum en ráðgert er að opna laugina almenningi í haust. - Sjá nánar bls. 2 Mildi að ekki varð stórslys - þegar gaskútur sprakk við vélsmiðjuna Kópu Mikil mildi var að ekki hlaust af stórslys er gaskútur sprakk utan við vélsmiðjuna Kópu í Njarðvík á mánudag og þeyttist síðan 150 metra vegalengd yfir tveggja hæða hús og lenti utan vegar skammt frá fjórum krökkum sem þar voru að leik. Við sprenginguna varð stórtjón á húsi vélsmiðjunn- ar en enginn þeirra þriggja starfsmanna, sem voru að störfum utan við vélsmiðj- una og við þann stað sem kúturinn stóð á, urðu fyrir meiðslum vegna þessa, sem telst mikil mildi. Á síðu 7 í blaðinu í dag greinum við nánar frá óhappi þessu. Krakkarnir fjórir við kútinn, eins og hann lítur út eftir sprenginguna. Talið frá vinstri: Anna María Jónsdóttir, Olöf Ivarsdóttir, Jóhann Bergmann Friðriksson og Borgar Erlends- son. Ljósm.: epj. Vélbyssuskot í sorpgámi Vélbyssuskot fundust i sorpgámi við félagsheimilið Festi í Grindavík sl. fimmtu- dag. Var verið að henda sorpi í gáminn þegar 37 stór vélbyssuskot kornu í Ijós. Var þeim þegar komið til lögreglunnar. Lét lögreglan þegar losa gáminn en ekki reyndust vera fleiri skot í honum. Skotin sem fundust voru samskonar og þau er fund- ust við bæinn á síðasta vetri. Er hugsanlegt að einhver hafi verið að losa sig við skot sem þá hafi fundist. Vill lög- reglan í Grindavík beina því til fólks sem finnur þessi skothylki, eða hefur þau í fórum sínum, að koma þeim til lögregiunnar. Skemmdarverk í Alberti Úlafssyni Á fimmtudagskvöldið í síðustu viku var brotist inn í Albert Ólafsson KE 39, þar sem hann lá við bryggju i Keflavíkurhöfn, nýkominn úr miklu málningarviðhaldi. í>eir sem þar voru að verki tóku slökkvitæki traustataki og sprautuðu úr þeim yfir millidekk og vélarrúmið. Þá tóku þeir bílútvarpstæki úr matsal skipsins. Nokkrum erfiðleikum var bundið að ná slökkviduftinu af veggjum og vélum, þar sem ekki má bleyta það held- ur einungis ryksuga það upp. Er síðast fréttist var ekki vit- að hverjir þarna voru að verki.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.