Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.1989, Síða 2

Víkurfréttir - 06.07.1989, Síða 2
2 Fimmtudagur 6. júlí 1989 \fiKun jutUt Nyja sundmiðstöðin í Keflavík: Framkvæmdir standa Að sögn Hafsteins Guð- mundssonar, formanns íþróttaráðs Keflavíkur, standa framkvæmdir við nýju sundmiðstöðina í Kefla- vík áætlun, en þær hófust í þessum áfanga í maí. Eru raflagnir og pípulagnir langt komnar og múrlögn gengur vel. Er reiknað með að byrjað verði að flísaleggja útilaug- ina og pottana innan tíðar, en það verk tekur um tvo mánuði. Stefnt er að vígslu áætlun 15. nóvember, þ.e. á útilaug- inni, fjórum pottum ogþeirri aðstöðu sem því fylgir s.s. starfsmannaaðstöðu og veit- ingaaðstöðu inn af anddyri. Um síðustu áramót var kostnaðurinn kominn upp í tæpar 50 milljónir og á þessu ári bætast 45 milljónir við. Eftir eru þá framkvæmdir við innilaugina en þær fram- kvæmdir bíða svo og frá- gangur á búningsklefunum, en búið er að steypa þá upp. Svona er umhorfs á útisvæði við sundmiðstöðina í Keflavík í dag. Vatn var sett í laugina og alla potta í síðustu viku til að athuga þrýsting. Ljósm.: hbb LAUNÞEGAR Geymið launaseðla ykkar vandlega, því þeir eru eina kvittunin fyrir greiðslu ykkar í lífeyrissjóð, orlof, útsvar, skatta og félagsgjöld. ATH: Ef vinnuveitandi hefurekki greitt inn orlofið, þegar þið farið í sumarfrí, þá er nægjanlegt að framvísa launaseðli til Póstgíróstof- unnar, því þá mun hún greiða ykkur út orlofið. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis ÞEKKING OG ÞJÓNUSTA í FYRIRRÚMI - fyrir þig! fj dropinn Hafnargötu 90 Sími 14790 Keflvíkingur nemur byggingartæknifræði í Danmörku: Hlaut hæstu Fjölmargir Suðurnesja- menn dvelja árlega við nám víðsvegar um heim. Danmörk er vinsæl á meðal námsmanna og undanfarið hafa nokkrir lagt stund á byggingartækni- fræði og byggingarverkfræði. Einn þeirra, sem lokið hafa námi í byggingartæknifræði, er Keflvíkingurinn Eyjólfur Þórarinsson. Lokaverkefni sitt við skólann vann Eyjólfur á vegum bæjaryfirvalda í Lundi, sem er lítið þorp utan við Horsens á austurströnd Jótlands, þar sem liann býr. í bréfi frá skólayfirvöldum í Horsens til blaðsins, segir að lokaverkefnið, sem Eyjólfur vann að ásamt tveimuröðrum nemendum við skólann, hafi verið jarðfræðirannsóknir. Voru rannsóknirnar gerðar á 60 hcktara svæði og að niður- stöðum fengnum var unnið að tillögugerð um undirstöður þeirra húsa, sem þarna munu rísa í framtíðinni. Staðurinn sem Eyjólfur vann lokaverk- efni sitt á, er ætlaður undir íþrótta-, námskeiða-, fram- haldsskóla- og iðnaðarsvæði. Fyrir verkefni sitt hlaut Eyj- ólfur hæstu einkunn. Blaðið hafði samband við Eyjólf í Danmörku og hafði hann þetta að segja: „Þetta nám gefur mér mikla möguleika. Það er hugmyndin hjá mér að sleikja sólina hér ytra í sumar og að fá mér at- vinnu, en síðan mun ég koma heim í ágúst og skoða vinnu- möguleika þar,“ sagði Eyjólf- ur Þórarinsson frá Keflavík að lokum. Ný og betri útimálning STEINTEX frá Málningu hf. ntábmig "■ einkunn fyrir lokaverkefnið Eyjólfur Þórarinsson (lengst til hægri) ásanit tveiniur öðrum nem- endum við skólann, sem unnu að verkefninu með honum.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.