Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.1989, Qupperneq 5

Víkurfréttir - 06.07.1989, Qupperneq 5
\)iKun jutUt Fimmtudagur 6. júlí 1989 Máni fékk „plastpoka- peninga" til uppgræðslu Hestamannafélagið Máni fékk nú nýverið úthlut- að 250 þúsund króna styrk til uppgræðslu. Er styrkurinn veittur af Landvernd og er hluti afrakstrar af plast- pokagjaldi sem innheimt hefur verið frá því í mars sl. Að sögn eins forsvars- manna Mána verður pening- unum varið til áframhald- andi uppgræðslu félagssvæð- isins að Mánagrund. Krakkarnir látnir hella bjórnum niður Síðasta föstudagskvöld var hópur 12-13 ára krakkaá ferðinni við Hafnargötuna í Keflavík. Voru þau staðin að því að veifa bjór framan í vegfarendur. Kom lögreglan á vettvang og lét krakkana hella niður bjórnum, enda langt undir þeim aldri að mega vera með áfengi. Frá upptökum við Reykjanesvita í síðustu viku. Gamla húsið bak við fólkið er einungis útveggirnir og var reist fyrir tökurnar. Þegar Ijósmyndin var tekin var verið að taka upp atriði með björgunarsveitar- fólki úr Grindavík. Ljósm.: hbb Ný íslensk sjónvarpskvikmynd: Myndað á Reykjanesi Ríkissjónvarpið vinnur nú að upptökum á nýrri ís- lenskri sjónvarpsmynd. Er myndin að mestu leyti tekin upp hér á Suðurnesjum. Egill Eðvarðsson, sem stjórnar upptökum á mynd- inni, sagði í samtali við blaðamann að myndin væri aðallega tekin upp á Reykja- nesi og einnig í námunda við Grindavík. Ekki vildi Egill gefa upp nákvæman sögu- þráð myndarinnar en hún á að gerast við svonefndan Höfðavita einhvers staðar á norðurlandi. Ber myndin nafnið Steinbarn og gerist í nútímanum. Fóru tökur fram við Reykjanesvita í síð- ustu viku. Margir þekktir leikarar koma fram í sjónvarps- myndinni en einnig leikur fólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í myndinni. Verður hún um klukkustundar löng og að öllum líkindum sýnd í sjónvarpinu um næstu jól. Gönguleið- ir á Suður- nesjum í sjðnvarpi Sjónvarpið er nú með í framleiðslu þáttaröð um gönguleiðir hér á ' landi. Munu fyrstu þættirnir verða sýndir í júlímánuði og fjallar 1. og 2. þáttur um gönguleið- ir á Reykjanesskaga. Sá aðili sem ganga mun fyrir hópnum í fyrsta þætti og skýra það sem fyrir augu ber er Jón Böðvarsson, en göngustjóri í 2. þættinum er Olafur Rúnar Þorvarðarson. ðlvaðir varnarliðs- menn á ferð A þriðja tímanum aðfara- nótt laugardagsins kom lög- reglan í Keflavík að tveimur varnarliðsmönnum, ofurölvi á almannafæri. Voru þeirán útivistarleyfa, auk þess sem þeir voru það lágt settir að þeir máttu ekki vera á al- ntannafæri á þessum tíma. Vqru þcir lluttir á lög- reglustöðina í Keflavík og þangað sótti herlögreglan þá. Eigum hentuga sali fyrir hvers kyns veislur, fundi og mann- fagnaði. Fagleg ráðgjöf. ódýrir SUMARREITIR í ALLT SUMAR í HÁDEGINU OG Á KVÖLDIN Hádegisverður kr. 600-750 Kvöldverður kr. 850-1200 Forréttur eða súpa, kjöt- eða fiskréttur og kaffi. Einnig smáréttir og „léttir“ ódýrir réttir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.