Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.1989, Side 6

Víkurfréttir - 06.07.1989, Side 6
6 Fimmtudagur 6. júlí 1989 Sundlaugin í Grindavík verður opin í sumar sem hér segir Virka daga: Morguntímar ......... 07:00-10:00 Eftir hádegi ........ 14:00-21:00 Um helgar: Nýjung! Laugardaga og sunnudaga 10:00-16:00 Heiti potturinn alltaf jafn vinsæll! Iðkiö sund reglulega -það er heilsubætandi og hressandi! mun jtUUi molar Grín - Gagnrýni - Vangaveltur Umsjón: Emil Páll Hættumerki Léttismanna Fyrir um ári síðan kepptu á Iðavallarvellinum í Kefla; vík lið Léttis og Hafna. í þeim leik slasaðist einn leik- manna með þeim afleiðing- um að flytja varð hann með sjúkrabíl til læknis. Nú, ári síðar, gerist sami hluturinn í leik þessara sömu Iiða á þess- um sama velli. Því hlýtursú spurning að vakna, hvort þessi lið mætist ekki næst á einhverjum öðrum leikvelli. Ætlaði Konni að skjóta þá í kaf? Þó slys séu yfirleitt ekki til þess fallin að hafa í flimting- um getum við ekki orða bundist, þegar skondin tilvik koma upp á, t.d. það sem nú er altalað hjá gárungunum. Eins og menn vita hefur Há- kon Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Kópu, staðið í bréfaskriftum við Islenskan Markað vegna einkennilegs húsaleigumáls. Á mánudag henti það atvik, að gaskútur sprakk hjá Kópu h.f. og þeyttist hátt í loft upp og yfir umrætt deiluhúsnæði. Segja gárungarnir því að hér hafi Hákon gert heiðarlega til- raun til að sprengja viðkom- andi hús í loft upp, eða þann- >g- Nýir vælubílar... Það er ekki að spyrja að þeim Suðurnesjamönnum. Þessa mánuðina fer fram gagnger endurnýjun á bíla- flota lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga. Koma eigi færri en fimm nýir bílar. Grindavíkurlögreglan fékk þann fyrsta, sem kom upp úr miðjum síðasta mánuði, Rauða kross deild á Suður- Liggjandi flatur í sólinni Sólin skcin glatt á okkur í cndaða síðustu viku og þá grcip Ijós- myndari blaðsins þcnnan starfsmann glóðvolgan, þarsem hann lá flatur í sólinni. Til nánari skýringa, þá vinnur maðurinn við sjúkraflutninga og sliikkvistörf. Til þess að maðurinn gcti staðið á saklcysi sínu, þá upplýsist það hér með að myndin er tekin í há- deginu sl. fimmtudag. Ljósm.: hbb nesjum fékk til landsins nýj- an sjúkrabíl í síðustu viku sem er að koma á göturnar. Tveir lögreglubílar, annaraf BMW-gerð en hinn af Volvo-gerð, bíða í umboðum sínum eftir afhendingu til Keflavíkurlögreglu og síðan má fljótlega vænta fullkom- ins slökkvibíls til Bruna- varna Suðurnesja. Er því ljóst að með hausti verður kominn töluverður floti af nýjum (sírenu)vælubílum til Suðurnesja. ...viltu kaupa slökkvibíl? En það er ekki nóg að kaupa nýja bíla. Það þarf einnig að selja þá gömlu. Er vitað að til sölu eru ennþá sjúkrabíll og hjá BS eru tveir slökkvibílar til sölu, þar af annar sem er einskonar antík, því hann kom á götuna á 5. áratugnum. Þá er auk þess fornbíls til sölu einn slökkvibíll af stærri gerðinni. Geta menn því farið í eigin brunabílaleik ef þeir kaupa. Er hrepparígur til staðar? Garðmenn og Sandgerð- ingar hafa í gegnum tíðina ekki verið allra bestu vinir og oft talað um ríg milli þessara sveitarfélaga, þ.e. Miðnes- hrepps og Gerðahrepps. Með árunum hefur þó dregið úr þessum ríg og meira sam- starf orðið með sveitungum. Gamli þjóðvegurinn á milli þessara byggðarlaga virðist þó vera nokkurt vandamál. Þegar hann er heflaður af báðum byggðarlögunum, þá er alltaf skilinn eftir kafli á milli björgunarstöðvarinnar í Garði og Ásgarðs í Miðnes- hreppi. Er þessi kafli harður og holóttur, svo ekki er nokkur leið að aka með góðu móti. Það sérstæða við þetta er að einmitt þessi vegar- spotti er langmest ekinn af öllum gamla þjóðveginum. Það er þess vegna spurning hvers vegna sveitarfélögin láta ekki hefla síðustu metr- ana af veginum í sínum sveit- arfélögum. Er það kannski gamli hrepparígurinn? ----70/ B VIÐ ERUM $ í TAKT VIÐ § TÍMANN.... o/ Prentum á tölvupappír. / Öll almenn prentþjónusta. Reynið viðskiptin. Sértilboð Á ÚTIMÁLNINGU - Stóraukin málningarþjónusta. BETT, BECKERS OG HEMPELS málningarvörur. Litaval Baldursgötu 14 - Sími 14737 SKIPAAFGREIÐSLA SUÐURNESJA KRANALEIGA LYFTARALEIGA

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.