Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.1989, Side 7

Víkurfréttir - 06.07.1989, Side 7
Sprengingin í Kópu: Gaslekinn hafði varað í rúma klukkustund Skömmu eftir kl. 14 á mánudag varð mikil sprenging við vélsmiðjuna Kópu, sem staðsett er við Bolafót í Njarð- vík. Orsök sprengingarinnar var sú að gaskútur sprakk í loft upp og þeyttist um 150 metra frá staðnum, yfir tveggja hæða hátt hús og hafnaði í brekku hinum megin Bolafót- ar. Höfðu starfsmenn vélsmiðj- unnar orðið varir við að kútur- inn var farinn að leka og því ekið honum út fyrir vegg vél- smiðjunnar. Þar var hann bú- inn að standa í rúma klukku- stund er hann sprakk. Þá voru þrír starfsmenn að vinna í ná- munda við hann og einn þeirra nýkominn ofan af þaki vél- smiðjunnar. Á þeim tíma sem kúturinn hafði staðið utan- dyra voru starfsmenn marg- búnir að ganga að honum og skoða hann nánar. Var sprengingin svo öflug að rúður vélsmiðjunnar brotn- uðu, tvær stórar hurðir stór- skemmdust, skemmdir urðu á loftklæðningu og járnplötur af þaki losnuðu. Þá þaut kútur- inn eins og áður segir mikla vegalengd og lenti í um 15 metra fjarlægð frá fjórum krökkum sem þar voru að leik. Engann starfsmannanna né krakkanna sakaði, sem telja má mikla mildi. Að sögn fróðra manna er talið að starfsmaður hafi verið að vinna að suðu er hann missti vald á slöngunni. Hún snerist þá á höndum hans og suðuhausinn slóst utan í kút- inn með þeim afleiðingum að gat kom á hann. Við það er tal- ið að glóð hafi myndast inni í kútnum, sem síðan framkall- aði sprenginguna þetta löngu síðar. „Þegar slikt kemur fyrir á þegar í stað að kalla til slökkvi- lið til að kæla kútinn og leggja Séð frá þeim stað, þar sem kút- urinn lenti. Einnig sést húsið sem hann fór yfir. Kópa er á bak við það hús. yfir hann sprengjumottu,4' sagði Ingiþór Geirsson, slökkviliðsstjóri, í samtaii við blaðið. „Jafnframt á að reka í burtu allt fólk sem er í nálægð við kútinn og ekki hleypa því að fyrr en kúturinn er orðinn kaldur," bætti hann við. Þar sem þessar varúðarráð- stafanir voru ekki gerðar sést hve litlu hefur munað að ekki varð af stórslys. En hvað fannst krökkunum, sem sáu kútinn koma þjótandi í átt til sín, um málið? „Okkur brá mikið, það var svo mikill há- vaði að við héldum helst að flugvél væri að springa." Strax og tilkynning um sprenginguna barst þusti slökkvilið og sjúkraflutnings- menn ásamt lögreglu á stað- inn. En sem beturferþurfti lít- ið eða ekkert á þeim tveim fyrstnefndu að halda, en lög- reglan hóf þegar rannsókn málsins. Við nánari rannsókn slökkviliðs og lögreglu kom í ljós að botninn úr kútnum hafði við sprenginguna lent á húsinu nr. 10 við Hæðargötu og fallið síðan inn á lóðina nr. 8 við sömu götu, en hús þessi eru í tæplega 200 metra fjar- lægð frá slysstaðnum. Við þetta urðu all nokkrar skemmdir á þaki hússins nr. 10. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson sér um • • FJORIÐ fö,studags- og laugardagskvöld (20 ára aldurstakmark) Kaffihlaðborð á súnnudag. Öpið virka daga til 23:30, föstudaga og laugardaga til 03 og sunnudaga til 21. -Sími 37755- Fimmtudagur 6. júli 1989 (jlam '<s SKEMMTISTAÐUR Gígja Sig. og 7und Helgarfjörið er í Glaumbergi Föstudagskvöld: Nú mæta allir með hundraðkall í hægri vasanum (og sexhundruð í hinum) og bregða sér í dúndrandi diskóstuð. Dyrnar opnar rétt fyrir ellefu. Ekki hanga í húnin- um og ekki mæta í vinnugallanum. 18 ára og eldri velkomnir. Laugardagskvöld: Suðurnesjasöngkonan Gígja Sigurðar- dóttir hefur gengið til liðs við hljómsveitina 7und frá Eyjum, sem fyllti Glaumbergið síðast. Mætum því tímanlega og sjáum hina eldhressu Gígju í gargandi góðu stuði. 20 ára aldurstakmark. Ekki mæta í Ijótum strigaskóm. Hittumst hress. SjAVARöULLIÐ V RESTAURANT Ferskleikinn yfirþyrmandi á þessum létta og skemmtilega veitingastað. Opinn föstu- dags- og laugardagskvöld frá kl. 18.30. Borðapantanir í síma 14040. Vilt þú hitta skemmtilegt fólk og borða góðan mat? Stemningin er hjá okkur. Fullt hús og skemmtileg stemning undir Ijúfum tónum hjá Söru á píanóinu föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Rúnni Júl og Tryggvi Hubner verða hjá okkur í kvöld. Hvernig væri að kíkja? Þaö er vissara að panta borö um helgar. Helgarsteikurnar okkar eru gómsætar. Smáréttaseðillinn sí- vinsæli og góöar pizzur. bairinn TJARNARGOTU 31a

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.