Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.1989, Side 15

Víkurfréttir - 06.07.1989, Side 15
MiKun juiUt Kampakátir Bílbótarbræður fagna sigri utan við Eikagrill í Reykjavík. (F.v.) Halldór Sigurjónsson og Ólafur Sigurjónsson. Ljósmyndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson Bremsulausir Bílbótarbræður sigruðu aftur! - Eru komnir með örugga forystu í íslandsmeistarakeppninni í ralli Suðurnesjarallararnir Ólaf- ur og Halldór Sigurjónssynir sigruðu í annari rallkeppninni í röð um sl. helgi, er þerir fóru með sigur af hólmi í Eikagrills- rallinu. Halldór Sigurjónsson sagði í samtali við blaðið að þetta hefði verið skemmtileg keppni. Þeir bræður náðu for- ystunni strax á fyrstu leiðun- um. Voru með langbestu tím- ana á fjórum fyrstu leiðunum og héldu fyrsta sæti alla keppnina. Aðallega var ekið um Suðurlandsundirlendið. „Við ætlum okkur að keppa í allt sumar og leggjum allt í sölurnar. Við erum þegar komnir með gott forskot í keppninni um Islandsmeist- aratitilinn," sagði Halldór. Hvernig gekk keppnin um síðustu helgi? „Þetta gekk allt eins og í sögu. Að vísu ókum við bremsulausir fyrstu tvær leið- irnar og heddpakkningin fór hjá okkur um miðja keppnina, en bíllinn komst þó á enda og við lukum keppni án stór- óhappa,“ sagði annar rall- bróðirinn, Halldór Sigurjóns- son, að endingu. Keppnisbíll þeirra bræðra í rykmekki á sérleið við Gunnarsholt, þar sem þeir settu nýtt hraðamet. Fimmtudagur 6. júlí 1989 15 Hörpudeildin í knattspyrnu, 1. deild: ÍBK-Fylkir á Keflavíkurvelli, sunnudaginn 9. júlí kl.20. ÍBK vann sinn fyrsta sigur um síðustu helgi. Fjölmennum á leikinn og hvetjum Kefl- víkinga til sigurs! Knattspyrnuráð Keflavíkur Knattborðsstofa Suðumesja: Heimsklassa snóker- spilarar kenna í Keflavík Nú er nýafstaðið heims- meistaramót unglinga í snók- er, sem haldið var hér á landi, nánar tiltekið í íþróttahúsinu við Strandgötu I Hafnarfirði. Mótið, sem stóð í 10 daga, fór mjög vel fram og má með sanni segja að framkvæmd þess hafi verið þeim til sóma sem að stóðu. Eitt var það sem kom á óvart í þessu móti en það var í hversu háum gæða- flokki spilararnir, margir hverjir, voru. Það er viðtekin venja að sá sem sigrar á ungl- ingameistaramótinu fari að því loknu beint í atvinnu- mennsku í íþróttinni, en að loknu þessu móti mætti búast við að efstu 4-5 eigi erindi inn í hinn harða heim atvinnu- mennskunnar. Eitt heimsmet var sett á mótinu en það er kallað þegar spilari nær að skora 147 stig í einni lotu. Það var Gary Hill sem þeim glæsi- lega árangri náði, I leik sínum við Gunnar Adam Ingason. Dómari í þessari viðureign var enginn annar en Börkur Birg- isson, eigandi Knattborðs- stofu Suðurnesja, en sam- kvæmt lögum Alþjóða Snók- ersambandsins fæst heimsmet ekki staðfest á móti nema af al- þjóðlegum dómara, en þaðvar Börkur ekki fyrir þetta mót. Var því unnið í því að fá Börk viðurkenndan sem slíkan og það tókst og þá eingöngu sök- um mikillar reynslu Barkar sem dómara. Hann fékk því skírteini og heimsmetið fékkst skráð í bækur. Auk Gunnars Adams léku þrír aðrir kepp- endur frá Suðurnesjum á mót- inu, þeir Ragnar Omarsson, Guðbjörn Gunnarsson og Halldór Már Sverrisson. Tveir af þátttakendum þessa móts eru nú væntanlegir hingað til Keflavíkur, þar sem þeir munu leiðbeina áhuga- sömum spilurum í að ná sem bestum tökum á íþróttinni, því það er eins með snóker eins og svo margar íþróttir, að ef ein- staklingurinn nær góðum og réttum tökum á undirstöðuat- riðunum, þá má eiga von á mun betri árangri. Þessir tveir snókersnillingar eru þeir Troy Shaw, sem lenti í 3.-4. sæti, og Oliver King, en hann hafnaði í '5.-8. sæti, báðir frá Englandi. Eru þeir báðir spilarar i há- gæðaflokki. Kennslan á Knattborðs- stofu Suðurnesja hefst mánu- daginn 10. júlí og verðurkennt alla þá viku og endað á móti milli þátttakenda síðasta dag- inn, sunnudaginn 16. júlí. Kennt verður í tvo tíma á dag og verður hægt að fá hvort tveggja, dag- eða kvöldtíma. Það skal tekið fram að kennsla þessi er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Skráning þátttakenda er á Knattborðsstofu Suðurnesja og er áhugasömum bent á að láta skrá sig sem fyrst svo hægt sé að raða niður I námskeiðið. Námskeiðið kostar kr. 3500 fyrir 16 ára og yngri en kr. 5000 fyrir fullorðna (eldri en 16 ára). )y Shaw hefur skorað tvisvar sinnum 147 stig oftar en 500 sinnum 100 stig. Oliver King hefur einu sinni skorað 147 stig og oftar en 400 sinnum 100 stig.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.