Víkurfréttir - 27.07.1989, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 27. júlí 1989
Mynd-
listar-
sýning
í Vogum
Myndlistarsýning verður í
þjónustumiðstöðinni i Vog-
um um næstu helgi, 29.-30.
júlí. Þær Unnur Karlsdóttir
og Aldís Hugbjört Matthías-
dóttir sýna vatnslitamyndir
sem flestar eru unnar á þessu
ári, og verða öll verkin til
sölu. Þetta er fýrsta sýning
þeirra Unnar og Aldísar en
þær eru báðar úr Vogunum.
Unnur lauk nárni frá textíl-
deild MHÍ árið 1988 en Aldís
byrjaði sinn leiklistarferil
fyrir átta árum er hún bjó á
Spáni. Auk þeirra verður
Auður Matthíasdóttir,
skrautskrifari, með verk til
sýnis samhliða hinni sýning-
unni, sem stendur frá kl. 14
til 20 báða dagana.
Skrifstofa
fögeta lokuð
á morgun
Skrifstofa bæjarfógetaem-
bættisins í Keflavik verður
lokuð á morgun, föstudag,
vegna tengingar nýrrar raf-
magnslagnar, en eins og
kunnugt er standa nú yfir
framkvæmdir við viðbygg-
ingu á húsi embættisins. Að
sögn Barkar Eiríkssonar,
skrifstofustjóra, var ekki
hægt að hafa neina afgreiðslu
þar sem tölvubúnaður verð-
ur ekki í gangi vegna raf-
magnsleysisins. Það eina sem
hægt verður að afgreiða eru
vegabréf sem þegar hafa ver-
ið pöntuð, ný verða ekki af-
greidd.
Njarðvík:
Ahorfenda-
svæðið
tyrft
Á þriðjudag var torf lagt á
áhorfendasvæðið við gras-
völlinn í Njarðvík. Þarna
hefur verið moldarflag sem
verið hefur þyrnir í augum
sumra áhugamanna um
íþróttir.
Að sögn Jóns B. Olsen,
umsjónarmanns með verk-
inu, er þetta einn liðurinn i
því að fegra umhverfi
íþróttavallanna í bæjarfélag-
inu.
Krakkar úr Vinnuskóla Njarðvíkur sáu um að leggja torfið undir stjórn Jóns B. Olsens.
Hurðarspjaidið í afturhurð erstórskemmt, en litla rúðan var brotin.
Hér voru verðmæt tæki rifín úr og innréttingin skemmd.
Ljósmyndir: epj
Skemmdarverk á bíl:
Tjón nemur hundr-
uðum þúsunda
Annars staðar í blaðinu er
greint frá fjórum bílum sem
stolið var úr í Keflavík um síð-
ustu helgi. Einn þessara bíla,
hvítur Benz, stóð á bílastæðinu
gegnt Vátryggingafélagi Is-
lands (áður Brunabót), bak við
húsið Hafnargötu 56.
Á þeim eina bíl var unnið
tjón að upphæð á 3ja hundrað
þúsund krónur. Að sögn eig-
anda bílsins mun það hafa ver-
ið aðfaranótt sunnudagsins að
brotin var litla hliðarrúðan í
annarri afturhurðinni og
þannig komist inn í bílinn. Ur
bílnum var stolið kraftmögn-
urum, lazerspilara, hátölurum
og fleiru þvíumlíku, að verð-
mæti um 200 þúsund krónur.
Þá var og innréttingin í mæla-
borðinu, þar sem tækin voru
rifin úr, skemmd, auk þess sem
hurðarspjaldið í hurðinni sem
farið var inn um var einnig
skemmt.
Þar sem hér er um mikið
tjón að ræða fyrir eigandann
og tryggingar taka ekki yfir
þjófnað á jafn verðmætum
tækjum, eru allir þeir sem ein-
hverjar upplýsingar gætu gefið
um málið beðnir um að koma
þeim til lögreglunnar. En fyrir
utan Benzinn var farið inn í
jeppa og Daihatsu Charade bíl
sem einnig stóðu þarna á plan-
inu, en ekki er vitað til þess að
neinu hafi verið stolið úr þeim.
STÖRFELID LÆKKUN A'
VIDIKIPTAFEPÐUM
á gullfarrými
ARNARFLUG
Flugstöð
Leifs
Eiríkssonar
Sími 50300
Lágmúla 7
Sími: 84477
Austurstræti 22
Sími: 623060
fyrir aðeins kr. 30.950,-
V iðskiptaferöir eru oftast nokkuð
dýrar því þeir sem ferðast í slíkum
erindum geta yfirleitt ekki notfært
sér afsláttarfargjöld flugfélaganna.
Þeim fjölgar stöðugt sem gera sér
grein fyrir hversu hagkvæmt er að
fljúga meö Arnarflugi til Amster-
dam, hvort sem viðskipti þeirra eru
á meginlandinu eóa í fjarlægum
heimshornum.
Til að koma til móts vió þennan hóp
hefur Arnarflug nú lækkað annafar-
gjald sitt stórlega. Þú ferðast á gull-
farrými, meö þeirri frábæru þjón-
ustu sem í því felst. Og þú hefur
aógang aö setustofum í Keflavík
og Amsterdam.
Með þessu eru viðskiptaferóirnar
orðnar bæöi þægilegar og ódýrar.