Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.07.1989, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 27.07.1989, Blaðsíða 5
VIKUR Víkingur IIIÍS 280 kominn til nýrrar heimahafnar í Sandgerði. Breytingar á fiskiskipaflota Sandgerðinga: Kaup, sala og úrelding All nokkrar sviptingar urðu síðasta föstudag í út- gerðarmálum Sandgerðinga. Um morguninn kom þangað nýkeyptur 149 tonna stálbát- ur, sem kemur í stað annars 124 tonna stálbáts sem í haust verður úreltur. Um kvöldið var síðan gengið frá sölu á 176 tonna stálbáti frá Sandgerði. Sá sem keyptur hefur ver- ið heitir Víkingur III ÍS 280 og kemur frá ísafirði. Er það Jóhann Guðbrandsson sem kaupir bátinn en bátur hans, Sandgerðingur GK 268, mun verða úreltur þegar humar- úthaldinu lýkur. Mummi GK 120, sem varí eigu Rafns h.f., hefur verið seldur Jökli h.f., Raufar- höfn, sem gefið hefur bátn- um nýtt nafn, AtlanúpurÞH 263. Mummi GK 120 sem nú hefur verið seldur og um leið fengið nafn- ið Atlanúpur ÞH 263. Ljósmyndir: epj. Övissa með Mariane Danielsen Nú, tæpum tveimur mán- uðum eftir að danska strand- skipið Mariane Danielsen var dregið út til viðgerðar í Póllandi, hefur viðgerð enn ekki hafist. Mun það bæði stafa af verkföllum í Pól- landi og öðrum orsökum. Lyngholt s.f. í Vogum, sem er eigandi skipsins, hef- ur nú auglýst skipið til sölu þar sem samningar við Finn- boga Kjeld tókust ekki, en meðan unnið var að undir- búningi viðgerðarinnar við bryggju í Njarðvík var Finn- bogi talinn koma sterklega til greina sem kaupandi skipsins. Fimmtudagur 27. júlí 1989 5 SÆTAFERÐIR verða frá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur í • HÚNAVER • VESTMANN AEY JAR • GALTALÆK Boðið verður upp á ,,ferðapakka“ alla leið með far- gjöldum og aðgöngumiða á hátíðarsvæði. Sala hefst nk. mánudag. Nánari upplýsingar í afgreiðslu SBK í síma 15551 og 15444. S érleyfisbifreiðir Keflavíkur i SKYTTURNAR - hittu í mark á Glóðinni - Þær slógu í gegn á nýrri og breyttri Glóð um síðustu helgi og héldu uppi frá- bærri stemningu. Við höldum að sjálfsögðu áfram með Glóðarstuðið og Skytturnar mæta aftur um helgina og spila til kl. 03 föstudags- og laugardagskvöld STEIKARBAR Lamba-, nauta- og grísasteikur með góðu meðlæti. Þú borðar eins og þú getur fyrir aðeins 1480 krónur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.