Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.07.1989, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 27.07.1989, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 27. júlí 1989 Þessar stúlkur héldu nýverið hlutaveltu til styrktar Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs. Þær heita Eygló Rós Nílsen og Kristín María Stefánsdóttir. Upphæðin sem þær öfluðu hljóðaði upp á 1081 krónu. Ljósm.: pket. Þær Sandra María Ólafsdóttir, Anna Ósk Ólafsdóttir, Birna M. Guðmundsdóttir og Sara Dögg Guðmundsdóttir héldu nýverið hlutaveltu í Keflavík. Agóðann gáfu þær til Þroskahjálpar á Suður- nesjum, samtals 654 krónur. Ljósm.: hbb I sumarlangri afslöppun Að loknum annasömum vetri getur þótt gott að slappa vel af. Unglingar sem sótt hafa skólann stíft allan veturinn eru, eins oggefur að skilja, þreyttir. Hvaða ráð eru til við þessari þreytu? Jú, að fá sér vinnu utandyra. Þessir drengir, sem Ijós- myndari blaðsins smellti myndum af, kunnu sko réttu aðferðirnar við af- slöppunina. Þegar unnið er á bak við liáan skjólvegg er tilvalið að tylla sér bara í næstu rólu og þá kemur einnig skófluskaftið að góðum notum. Hvað ætli sé borgað á tímann? Þegar enginn sér til getur verið þægilegt að tylla sér í næstu rólu og láta þreytuna líða úr líkamanuni"... Ljósmyndir: hbb. pBBBu > ■ ..'V 4 . . . svo ekki sé talað um að ... eða fylgjast bara með gröfustjóranum grafa skurð. Iialla sér fram á skófluna . . . Útsalan byrjaði f i morgum POSEIDON HAFNARGÖTU 19 - SÍMI 12973 LOKAÐ Skrifstofa bæjarfógetaembættisins að Vatnsnesvegi 33 í Keílavík verður lokuð föstudaginn 28. júlí nk. vegna breytinga á húsnæði. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Auglýsendur athugið Þar sem mesta ferðamannahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er um aðra helgi, stefnum við að útkomu blaðsins í næstu viku síðdegis á miðvikudag, 2. ágúst. Síð- asti skilafrestur auglýsinga í það blað er því næsti þriðjudagur. Síðan tökum við viku sumarfrí og komum ekki aftur út fyrr en fimmtudaginn 17. ágúst. yfiKun jutUi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.