Víkurfréttir - 12.10.1989, Blaðsíða 5
fasteignasíðan
Vikurfrettir
12. okt. 1989
Meistarahús hf.:
Býður pa k ka hús“
til I si il lu
Meistarahús h.f., Seylu-
braut 1, Njarðvík, hefur nú
tekið upp þá nýbreytni að
bjóða væntanlegum húsbyggj-
endum upp á að kaupa lóðir
við Starmóa í Njarðvík ásamt
öllum teikningum, verklýsing-
um og efnispakka til að full-
klára húsin að utan. Meistara-
hús h.f. hefur nú þegar gert
götuna klára undir malbik og
er áætlað að malbik verði lagt
og gangstéttir steyptar sumar-
ið 1990. Lóðirnar við Starmóa
eru nú þegar byggingarhæfar
og er hægt að hefja fram-
kvæmdir strax. Nú þegar eru
komin upp 2 einbýlishús við
Starmóa 15 og 18 og eru þau
hlaðin að utan með mústein.
Á lóðunum sunnanmegin
við Starmóa (nr. 7,9, 11 og 13)
er búið að samþykkja í bygg-
inganefnd glæsilegt 187,6 m2
timburhús, sem verða hlaðin
að utan með múrstein. Á lóð-
um þessum er búið að setja
fyllingarpúða og eru þær til-
búnar undir uppslátt sökkla.
Á lóðunum norðanmegin
við Starmóa (nr. 8, 10, 12, 14
og 16)verða 143 m2timburhús
með möguleika á sólskála sem
er 11,2 m2. Þessi hús verða með
timburklæðningu að utan.
Kaupandi mun sjálfur sjá
um alla framkvæmd á bygg-
ingarstað þ.e. jarðvinnu,
sökkla, botnplötu og vinnulið
við að reisa húsið.
Meistarahús h.f. leggur til
malbikaða götu, gangstéttar,
lóðir, alla hönnun, þ.e. bygg-
inganefndar- og verkfræði-
teikningar,verklýsingar um
hvernig skuli staðið að fram-
kvæmd við byggingu hússins
svo og efnispakka, þ.e. allt efni
ofan plötu sem þarf til að full-
klára húsið að utan.
Sölumál annast Fasteigna-
þjónusta Suðurnesja.
Starmói 8, 10, 12, 14 og 16 (norðan megin götunnar).'
Síldarfrysting
Starfsfólk vantar til starfa í síldarfrystingu.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 14666.
BRYNJÓLFUR hf. Innri-Njarðvík
Síld - Síld
Vantar starfsfólk til síldarsöltunar í haust.
Upplýsingar í síma 37691.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í innanhússvinnu á Píanóbar
við Hafnargötu 30, Keflavík. Útboðsgagna
má vitja á Teiknistofunni Örk, Hafnargötu
90, föstudaginn 13. október. Tilboð verða
opnuð þriðjudaginn 17. október kl. 17 að
viðstöddum bjóðendum. Skilatrygging er
5000 krónur.
Fífumói 5B. 2ja herb. íbúð, ný-
tekin í gegn. Laus strax.
2.700.000
Hjallavegur 11. 3ja herb. íbúð,
78 ferm. Góð áhvílandi lán.
3.400.000
Lyngmói 8-14. Glæsileg einbýl-
ishús við Lyngmóa. Búið er að
reisa sýningarhúsið. Nánari
upplýsingar á skrifstofu okkar.
Óskum eftir góðu einbýlishúsi
fyrir fjársterkan kaupanda.
Krossholt 17.136 ferm. einbýl-
ishús auk 35 ferm. bílskúrs.
Góð eign á góöum stað.
9.500.000
Mávabraut 2H. 4ra herb. íbúð,
96 ferm. Nýir ofnar og nýtt
skolp. 4.500.000
Heiðarvegur 23-A. Eldraeinbýl-
ishús. Hús með mikla mögu-
leika. Góð áhvílandi lán.
3.300.000
Heiðarbraut 3-E. Gott raðhús á
góðum stað, allt tréverk úr
hnotu. 8.000.000
Bragavellir 4.162 ferm. einbýl-
ishús, auk 44 ferm. bílskúrs.
11.000.000
Lyngholt 6. 245 ferm. einbýlis-
hús á 3 hæðum. Skipti mögu-
leg. 10.500.000
Enn á ný er þetta aðeins smá sýnishorn úr söluskránni
okkar. Nú fer i hönd mikill sölutími. Ef þiö hafið áhuga
á að selja, þá bara hringið. Við komum og metum og
reynum að selja húsið/íbúöina sem fyrst. Þaö eru allir
möguleikar í gangi. Skipti, bein sala og svo framvegis.
Við viljum vekja athygli á þvi að viö höfum flutt skrif-
stofu okkar í nýja Skóbúðarhúsið að Hafnargötu 35,2.
hæö. Þið labbiö upp stigann og til hægri. Komið og
skoðiö vistarverur okkar og við skulum vera ykkur inn-
an handar. Alltaf heitt á könnunni.