Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.1989, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 23.11.1989, Qupperneq 11
10 Bcrlímirmúrinn cr mikið listavcrk að vestanvcrðu og hcr cr hópurinn scm Guðlaug var í við múrinn. Ferðamálanám Hefur þú áhuga á sförfum tengdum ferðaþjónustu ? ■^! Málaskólinn Starfsemi ferðaskrifstofa, tungumál, erlendir og inn- lendir ferðamannastaðir, flugmálasvið, rekstur fyrir- tækja í ferðamannaþjónustu og heimsóknir í fyrirtæki. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 91 - 62 66 55. Hringdu strax því íjöldi þátt- takenda verður takmarkaður. Meðal námsgreina í ferðamálanáminu eru: Kennt verður í Keflavík Hefur þú áhuga á að starfa að spennandi og fjölbreyttum störfum íferðaþjónustu hér Iteima eða erlendis? Vissir þú að ferðamannaþjónusta er í örum vexti á Islandi? Ablaðamannafundi sem Ferða- málaráð hélt nýverið kom fram að heildarvelta ferðaþjónustu þessa árs hér á landi yrði á milli 9 og 10 milljarðar króna. Aætlað er að um 135 þúsund ferðamenn heimsæki ísland í ár og miðað við aukninguna frá 1984 munu um 300 þúsund ferðamenn sækja ísland heim á ári hverju um næstu aldamót. Á blaðamannafundinum kom einnig fram að nú eru 6 þúsund ársstörf hér á landi tengd ferðaþjónustu og reikna mætti með verulegri fjölgun þeirra á næstu árum. Með þetta í huga hefur Málaskól- inn, í samvinnu við Viðskipta- skólann, nú skipulagt námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á að takast á við hin margvíslegu verkefni sem bjóðast í ferðamannaþjónustu. Námið er undirbúið af fagmönnum og sérfræðingum á ýmsum sviðum ferðamála. Sérstök áhersla er lögð á lausn raunhæfra verkefna. Iámið tekur alls 176 klst. og stendur yfir í 11 vikur. Kennarar á námskeiðinu hafa allir unnið við störf tengd ferðaþjónustu og hafa mikla reynslu á því sviði. Námsferð FS-nemanda Víkurfrettir 23. nóv. 1989 í sumar dvöldu tvær íslenskar stúlkur í Vestur-Þýskalandi í um mánaðartíma. Önnur þeirra cr frá Akranesi en hin úr Kefla- vík, ncmandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Mörgum þaetti ef- laust ekkert merkilegt við þessa utanlandsför, nema fyrir þær sakir að ferðin og uppihald var alfarið kostuð af Vestur-Þýsk- um stjórnvöldum. Guðlaug heitir stúlkan og við tókum hana tali, ásamt þýskukennara hennar, Guðrúnu Erlu, nú ný- verið. „Tildrögin að þessari ferð voru þau að ég hafði heyrt um stofnun, er nefnist PAD og heyrir undir Vestur-Þýska menntamálaráðuneytið, sem veitir á hverju ári tveimur framhaldsskólanemum á ís- landi styrk til mánaðar sumar- dvalar í Vestur-Þýskalandi. Skilyrði fyrir styrkveitingu þessaru eru að viðkomandi nemandi má ekki vera orðinn eldri en 18 ára og verður að hafa lært þýsku í a.m.k. tvö ár með mjög góðum árangri. Auk Guðlaugar átti kefl- vískur strákur að nafni Arnar Thor Stefánsson einnig mögu- leika á að komast út, ef Guð- laug María hefði forfallast,“ sagði Guðrún Erla Sigurðar- dóttir, þýskukennari við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, um tildrögin að þessari heimsókn til Þýskalands. „Við vorum frá sextán þjóð- löndum, krakkarnir sem komu saman þarna úti. Við tvær frá Islandi vorum einu Evrópubúarnir. Aðrir krakk- ar voru annað hvort frá Afríku eða Suður-Ameríku.“ -í hverju var Þýskalands- ferðin fólgin? „Þetta var fyrst og fremst landkynning, þar sem land, þjóð og tungumál var kynnt. A þessum mánaðartíma dvaldi ég í fjórum borgum og mikið var lagt upp úr öllu skipulagi og vel að þessu staðið.“ „Vin i eyðimörkinni". Guðlaug Maria bendir okkur á Berlínarborg, sem staðsetl er í miðju Austur-Þýskalandi. Ljósm.: hbb. fór m.a. á hæsta fjall Þýska- lands og skoðaði kvikmynda- verið er framleiddi myndina „Das Boot“ og fór t.d. inn í kafbátinn. Þetta á eftir að verða mér ógleymanleg ferð, bæði fyrir það að hvergi var til sparað og einnig að kynnast krökkum frá fjarlægum þjóðlöndum og geta talað við þá,“ sagði Guð- laug María Lewis, sem dvald- ist um mánaðarskeið í Þýska- landi á liðnu sumri. í kláfi á lcið niður hæsta fjall Þýskalands. Guðlaug stcndur lcngst til hægri. Gleymum Glasgow og Kringlunni. - Verslum heima. - TQLVUPflPPIR sem er sniðinn fyrir allt atvinnulíf Suðurnesja. Eflum atvinnulif hér Ekki flytja það í burtu. GRÁGÁS HF. Vallargötu 14 - 230 Keflavik Símar 11760. 14760 Eina prentsmiðjan O á Suðurnesjum, sem O framleiðir tölvupappir. O O í gegnum árin hefur fjöldi fólks látist við það að reyna að komast yfir landamæri Vestur- og Austur-Þýskalands, Berlínarmúrinn. -Hvernig var það að koma innan um fólk frá fjarlægum þjóðlöndum í öðru landi? „Ég fékk hálfgert sjokk þeg- ar ég kom þarna út. Þegar ég hélt héðan hélt ég mig vera voðalega klára, en krakkarnir sem komu frá Afríku og Suð- ur-Ameríku höfðu allirgengið í þýska skóla í sínum heima- löndum og lært þýsku í 6-8 ár.“ -Hvernig gekk ferðin fyrir sig? „Ferðin gekk vel fyrir sig. Fyrst kom ég til Bonn, þar sem dvalið var á gistihúsi. Við heimsóttum íslensku sendi- herrahjónin, fórum í þingið og sigldum á Rín. I Wúrzburg vorum við í tvær vikur hjá fjöl- skyldu og þar var m.a. gengið í þýskan skóla. Ég fór I margar skoðunarferðir um næsta ná- grenni. Hápunktur ferðarinnar var vafalaust þegar ég kom til Vestur-Berlínar, þar sem við dvöldum í eina viku á hóteli. Það má segja að Vestur-Berlín sé eins og vin í eyðimörk, en borgin er inni I miðju Austur- Þýskalandi. Berlín er fram- andi stórborg, þar sem hinir ýmsu straumar íiggja I loftinu og allt er iðandi af lífi. Ég fór einn dag yfir til Aust- ur-Berlínar, en þá var að magnast upp hin mikla spenna sem ríkt hefur í landinu að undanförnu. Að koma þangað er eins og að koma inn í annan heim. Það fyrsta sem maður tók eftir voru bílarnir. Þar óku allir um á Skoda, Trabant, Wartburg, og gamlar Volgur voru notaðar sem leigubílar. Þýskalandsferðin endaði síðan í Múnchen, þar sem ég Austur-Þýskir hermcnn hafa vaktaskipti. Ilarðar reglur giltu um myndatökur í Austur-Þýskalandi og m.a. var ekki vel séð að her- menn væru Ijósmyndaðir. - Myndirnar eru úr myndasafni Guð- laugar. OTRULEGT SKOURVAL - 5% staðgreiðsluafsláttur JÓLASKÓR BARNA FRÁ KR. 1.330,- DÖMUKULDASKÓR FRÁ KR. 3.900,- KARLMANNAKULDASKOR FRA KR. 1.300,- OPIÐ í HÁDEGINU FRAM AÐ JÓLUM Shobúi&in f^cflavih hf Nýkomið mikið úrval af veskjum og dömuskóm. HAFNARGÖTU 35 SÍMI 11230

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.