Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.1989, Side 13

Víkurfréttir - 23.11.1989, Side 13
Félagsmál _________13 Víkurfréttir 23. nóv. 1989 €£á< I ME I jffi? Um 60 manna „blandaður“ karlakór ætlr nú reglulega í KK-salnum, en fyrsta verkefni hans eru að- ventutónleikar 10. desember. Ljósm.: Helgi Hólm NÝJAR VÖRUR FYRIR KONURÁ ÖLLUM ALDRI! Tvískiptir kjólar. Dragtir og blússur. Mikið úrval af nátt- kjólum og náttsloppum. Blandaður kór „Sú tilraun að „blanda" karlakórinn heppnaðist ákaf- lega vel. Það kom í Ijós að það var fullt af kvenfólki sem hafði áhuga á að syngja og fékk nú gullið tækifæri, sem það og greip,“ sagði Olafur Erlings- son, varaformaður Karlakórs Keflavíkur, sem fyrir stuttu auglýsti eftir kvenröddum til að syngja í blönduðum kór. Um 30 konur á öllum aldri gengu til liðs við kórinn, sem samanstendur nú af jafnmörg- um körlum. Það er því um 60 manna hópur sem æfir nú reglulega í karlakórssalnum við Vesturbraut á hverju mánudagskvöldi undir stjórn nýs stjórnanda, Sigvalda Kaldalóns. ,, Eg vil koma á framfæri þökkum til allra sem hafa gengið til liðs við okkur, einnig stjórnar kvennakórsins sem hefur hjálpað okkur í þessu máli,“ sagði Ólafur Erl- ingsson. Fyrsta verkefni kórsins verða aðventutónleikar 10. desember og er nú æft hörðum höndum fyrir þá. Hafnargötu 24 Sími 13255 m Munið Lottóið og Getraunir ÍBK Jólabasar Systrafélagsins í íþróttavallarhúsinu. Systrafélag Ytri-Njarðvík- urkirkju heldur jólabazar í safnaðarsal kirkjunnar laugar- daginn 25. nóvember kl. 15. Verður þar margt fallegra muna, meðal annars jólafönd- ur allskonar. Jólastjarnan verður einnig til sölu. Allur ágóði rennur til kirkj- unnar og vonum við að sem flestir komi, versli og styrki okkur eins og oft áður. Stjórnin Björgunarsveitin Ægir, Garði: Félagsvistin nýtur vinsælda Féiagsvist Björgunarsveitar- innar Ægis í Garði nýtur mik- illa vinsælda meðal fólks. Síð- asta sunnudag var t.a.m. spilað á fimmtán borðum, sem telst vera met. Nú stendur yfir þriggja kvölda keppni, sem þegar er hálfnuð. Glæsileg verðlaun eru í boði, en veittir eru vinningar þeim hæstu hvert kvöld ogsíð- an vegleg verðlaun lokakvöld- ið. Það fyrirkomulag sem er á þriggja kvölda keppninni er víða að ryðja sér til rúms, þ.e. spiluð eru fjögur kvöld og þau þrjú bestu látin ráða úrslitum. Það er því enn möguleiki fyrir þá sem ekki gátu mætt síðasta sunnudag, að slást aftur í hóp- inn og einnig fyrir nýja spilara að koma og taka þátt í spila- mennskunni. Léttir LAUGARDAGAR í Hólmgarði 2 OPIÐ TIL KL. 16 ALLA Hittumst' LAUGARDAGA í NÓVEMBER A SNYRTIVÖRUVERSLUNIN JjístMnd SmORt Hólmgarður 2, 230 Keflavík, Sími 15005 Holtsgata 26, 260 Njarðvik, Sími 12002 Hólmgarði 2 - Sími 15415 HÚLMGAROI 2 - KEFLAVÍK - SlMI 14799 HERRAFATAVERSLUNIN PERSÖNA Simi 15099 SUÐURNESJAMENN! Nú er tilvalið að bregða undir sig betrí fætinum og versla í Hólmgarðinum í ró og næði á laugardögum.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.