Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.1989, Page 16

Víkurfréttir - 23.11.1989, Page 16
16 Fréttir YÍkurfréttir frAbær þjónusta hjA GLERAUGNAVERSLUNINNI Ég get ekki orða bundist yfir þeirri frábæru þjónustu sem ég hef nú í þrígang fengið hjá Gleraugnaverslun Keflavíkur. Hefur þetta gerst með þeim hætti að gleraugu hafa brotn- að, í eitt skipti hjá mér sjálfum og tvisvar hjá dóttur minni. I öllum tilfellunum var farið með þau í viðkomandi verslun til viðgerðar. Það góða viðmót sem fékkst þar og þá ekki síður það, að viðgerðin var ókeypis í öll skiptin, er hlutur sem er óvanalegur í dag. T.d. ef mað- ur þarf á salerni á veitingahúsi verður maður að taka upp pen- ing, annars fær maður ekki að- gang. Sendi ég þvi þakkir mínar fyrir sérstæða og frábæra þjón- ustu. MH. Herbllar af götum bæjarins Umferðarnefnd Keflavíkur hefur beint því til bæjarstjórn- ar að hún hlutist til um að um- ferð tækja varnarliðsins verði beint stystu leið milli hersvæða í stað þess að aka um Keflavík eins og nú er gert. Tundurdufl sprengtí Sandvík Komið var með tundurdufl til hafnar í Njarðvík sl. laugar- dagsmorgun, sem Freyja RE úr Reykjavík hafði fengið í trollið á miðunum. Gerði landhelgisgæslan lög- reglunni í Keflavík viðvart og tók lögreglan á móti skipinu. Það voru hins vegar sprengju- sérfræðingar landhelgisgæsl- unnar sem sprendu duflið í Sandvík á Reykjanesi. 3.3 millj. gatna- gerðargjald fellt niður Bæjarstjórn Keflavíkur hef- ur samþykkt að fella niður gatnagerðargjöld á væntan- legri nýbyggingu við Tjarnar- götu og Kirkjuveg á vegum Byggingasamvinnufélags aldr- aðra. Um er að ræða gjöld að upphæð 3,3 milljónir króna. L_ L Mmmm c 1 D 1 E 1 F 1 G 1 H 1 Það bætir ekki úr skák að vera ótryggður. W VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF SKRIFTSTOFUR OG UMBOÐ Á SUÐURNESJUM: Umboð Keflavík, Njarðvik, Garður, Hafnir, Vogar: Hafnargata 58, Keflavík, sími 14880 Umboð Grindavík: Svavar Árnason, sími 68040 og Sigrún Jónsdóttir, sími 68725 Umboð Sandgerði: Ólafía Guðjónsdóttir, sími 37614 VIÐ STÖNDUM ÞÉR NÆRRI Suðurnesja- þjófar á Laugarvatni Þrír ungir menn af Suður- nesjum voru um helgina hnepptir í gæsluvarðhald í Síðumúlafangelsinu í Reykja- vík eftir að hafa orðið uppvísir að þjófnaði á Laugarvatni. Eru hér á ferðinni gamal- reyndir afbrotamenn, þótt séu að árum. Afmæli Sólveig Jónsdóttir, Hrauns- vegi 7, Njarðvík, verður fimm- tug sunnudaginn 26. nóvemb- er. Eiginmaður og börn halda henni afmælisveislu í safnað- arheimilinu í Njarðvík frá kl. 17 á afmælisdaginn og bjóða öllum vinum og vandamönn- um til veislunnar.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.