Víkurfréttir - 07.06.1990, Síða 12
12
4-
Fréttir
Vikurfréttir
7. júní 1990
Soroptimistaklúbbur Keflavíkur 15 ára:
STÓRGJÖF TIL
SJÚKRAHÚSSINS
í tilefni af 15 ára afmæli Sor-
optimistaklúbbs Keflavíkur
hafa fclagskonur gefið Sjúkra-
húsi Keflavikurlæknishéraðs
hársnyrtitæki eða allt sem þarf
til einnar hársnyrtistofu.
Gjöl'in til sjúkrahússins er
til minningar um tvo af stofn-
félögum Soroptimistaklúbbs
Kellavíkur, þær Ragnheiði
Brynjólfsdóttur, Ijósmóður,
og Valgerði Pétursdóttur,
matráðskonu, en þærstörfuðu
lengst af sinni starfsævi við
Sjúkrahús Keflavíkurlæknis-
héraðs. Andvirði gjafarinnar
er vcl á 300 þúsund krónur.
Einnig afhentu félagar úr
klúbbnum fyrsta eintakið af
bæklingi, sem gefinn hefur
verið út í tilefni af lesári Sam-
einuðu þjóðanna. Soropti-
mistar afhenda öllum börnum
er fæðast á þessu ári slíkan
bækling.
Jóhannes Sigurðsson
Almannavarnir Suðurnesja:
Jóhannes
Sigurðsson
framkvæmda-
stjóri
Almannavarnarnefnd Suður-
nesja hefur ráðið til sín starfs-
kraft. Var það gert á fundi með
björgunar- og hjálparaðilum í
Sandgerði í síðustu viku.
Hefur Jóhannes Sigurðs-
son, varaslökkviliðsstjóri, ver-
ið ráðinn framkvæmdastjóri
Almannavarna Suðurnesja. Er
um að ræða 10% stöðugildi
sem felst m.a. í því að halda
saman upplýsingum um allan
mannafla í hjálparliðssveitum
almannavarna á Suðurnesj-
um. Er Jóhannes ráðinn frá og
með 1. júní sl.
Bióma-
markaður í
Ytri Njarðvík
Hinn árlegi blómamarkað-
ur Systrafélags Ytri Njarðvík-
urkirkju verður haldinn nú á
laugardaginn og hefst kl. 13
við kirkjuna. Þarna verður til
sölu sumarblóm, runnar, tré
og fjölær blóm, ásamt
blómstrandi pottablómum.
Agóðinn af sölunni rennur
til Ytri Njarðvíkurkirkju og
því hvetja þærsysturfólk til að
koma og kaupa blóm, en jafn-
framt verður heitt á könnunni.
Viðbrögð
við eldgosi
á Reykja-
nesi æfð
Fyrirhugað er að halda æf-
ingu í haust á vegum Alnianna-
varna Suðurnesja í viðbrögðum
við cldgosi á Reykjanesskagan-
um. Mun æfingin taka viku-
tíma.
Kom fram á fundi með Al-
mannavarnanefnd Suðurnesja
í siðustu viku að æfingin verð-
ur svokölluð skrifborðsæfing.
þ.e. æfingin er ekki úti á vett-
vangi.
Stella Olsen afhendir Arndísi 7'óinasdóttur „hárgreiðslustofuna".
l.jósm.: hbh
ATVINNA
Vantar vana smiði í tímabundið verkefni.
Mælingavinna. Upplýsingar í síma 13930
og 14211 eftir kl. 18.
FJÖLIN SF.
Atvinna - Vaktavinna
Vantar starfskraft í Pulsuvagninn. Ekki
sumarafleysingastarf. Vaktavinna. Upp-
lýsingar aðeins gefnar á staðnum.
Pulsuvagninn
Dagvistarfulltrúi
Staða dagvistarfulltrúa á félagsmálastofnun
Keflavíkur er laus til umsóknar. Askilið er
að umsækjendur liafi fóstrumenntun.
Staðan veitist frá 1. júlí 1990.
Upplýsingar um stöðuna eru veittar hjá
dagvistarfulltrúa, í síma 11555 alla virka
daga. Skriflegar umsóknir þurfa að bcrast
félagsmálastjóra fyrir 15. júní nk.
Félagsmálastjóri Keflavíkurbæjar
Guðrún Jónsdóttir aflicnti Guðrúnu F. Stefánsdóttur fyrsta bækl-
inginn.
Skrifstofustarf
Óska eftir að ráða vana manneskju til skrif-
stofustarfa. Hlutastarf til að byrja með. Góð
laun fyrir góðan starfskraft. Ahugasamir
komi í viðtal að Hrannargötu 4, Keílavík,
milli kl. 17 og 19, 11. og 12. júní og tali við
Ólaf.
Norðurfiskur hf.
Dómritarastarf-Keflavík
Laust er til umsóknar starf dómritara við
embættið að Vatnsnesvegi 33 í Keflavík frá
og með 1. júlí 1990.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna.
Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg og
tölvukunnátta.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf óskast sendar undir-
rituðum, sem veitir allar upplýsingar um
starfið fyrir 15. júní 1990.
Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík
og Njarðvík.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
Jón Eysteinsson (sign).