Víkurfréttir - 07.06.1990, Qupperneq 13
13
Sveitarstjórnarmál
Yíkurfréttir
7. júní 1990
Breytingar breyt-
inganna vegna
Opið bréf til Þóru Bragadóttur í 3. sæti H-listans
í Vatnsleysustrandarhreppi
Sæl vertu Þóra!
í síðasta tölublaði Víkur-
frétta fyrir kosningar, birtist
greinarkorn eftir þig þar sem
kastað er fram ýmsum stað-
hæfingum. Þar sem mér er
málið að sumu leyti skylt, finn
ég mig knúna til að svara þér.
Það skal tekið fram að við L-
lista menn ákváðum allir sem
einn að elta ekki ólar við gróu-
sögur og óhróður úr smiðju
ykkar H-lista manna fyrir
kosningar, þannig að nú er ég
ekki bundin af því lengur.
Þú byrjar greinina á að hæð-
ast að framboði L-listans fyrir
nýafstaðnar kosningar, með
því að setja nafn listans innan
gæsalappa og gefur þar með í
skyn að ekki hafi verið staðið
að framboðinu með lýðræðis-
legum hætti.
Sannleikurinn er hins vegar
sá, eins og þeir vita sem skilja
hvað orðið lýðræði merkir, að
haldið var prófkjör þar sem
allir kjörgengir ibúar gátu gef-
ið kost á sér og allir kjörgengir
íbúar gátu kosið í og raðað á
listann. Þar komu m.a. fram-
bjóðandi af H-listanum, mak-
ar frambjóðenda og afkvæmi
svo og helstu áróðursmaskín-
ur ykkar H-lista manna.
Ja, ef þetta er ekki lýðræði
þá er það ekki til.
En þú Þóra, hefur nú hingað
til verið kennd við annað fyrir-
bæri sem hefur verið nefnt ein-
ræðið í Kreml, þannigað þér er
nokkur vorkunn.
Síðan talar þú fjálglega um
félags- og æskulýðsmál og seg-
ir algjöra stöðnun hafa ríkt hér
í þeim málum, undir stjórn
oddvitans. Hingað til hafa
fimm menn setið í hrepps-
nefnd og ættu þeir þá allir að
sitja undir sömu ásökunum og
er þá efsti maður H-Iistans
ekki undanskilinn.
Eitt dæmi um aðgerðaleysi
oddvita: Fyrir tveimur árum
gekk hann persónulega (ekki i
nafni oddvita) í flest fyrirtæki í
hreppnum og safnaði um
hálfri milljón króna til að
koma íþróttavellinum í viðun-
andi ástand, þ.e. láta leggja á
hann toppefni svo hann yrði
nothæfur. Hvar var ykkar
maður þá, Þóra?
Ennfremur reyndi hann
ítrekað að fá fólk til að taka við
forystu í skátastarfinu sem
hefur legið niðri um langan
tíma.
Þá var tækifærið Þóra, að
láta verkin tala, þaðdugirekki
að kvarta og kveina og sitja
svo með hendur í skauti sjálf.
Þetta á nú ekki að vera nein
lofrulla um oddvitann, heldur
þörf áminning til allra þeirra
sem vilja eingöngu sjá óvin-
sælu málin sem oddviti hefur
þurft að vinna að, sem for-
svarsmaður hreppsnefndar.
Loks talar þú um skrifstofu-
húsnæði hreppsins og segir
það hafa verið í forgangi fyrir
öðrum málaflokkum.
Þóra! Þú sem kaupfélags-
nefndarmaður ættir nú að vita
hvers vegna m.a. var ráðist í
byggingu þjónustumiðstöðv-
arinnar. Til að hressa upp á
minni þitt (þú hefur kannski
ekki mætt á fundina?):
Kaupfélaginu hafði verið
Sigrún Skæringsdóttir.
sagt upp húsnæði sínu og vará
hrakhólum, treysti sér ekki til
að fjárfesta í viðunandi versl-
unarhúsnæði vegna taprekst-
urs á versluninni í Vogum.
Jafnvel íhugaði stjórnin að
Ieggja alfarið niður verslun á
staðnum á þeirra vegum.
Þá tóku sig til áhugamenn
um betra mannlíf í sveitarfél-
aginu, sem skynjuðu hvílíkt
rothögg þaðerfyrireitt byggð-
arlag að missa einu verslun
staðarins. Mikil vinna lá á bak
við þetta framtak, sem ieiddi
til þess að húsið var byggt,
sveitarfélaginu til sóma, með
þeirri starfsemi sem þar er.
Til að gera þetta kleift,
þurftu allir aðilar að ná sam-
stöðu og taka höndum saman.
Því tók hreppsnefnd þá
ákvörðun að vera með til þess
að leggja sitt af mörkum, svo
versluninni yrði ekki lokað og
um leið að komast í sómasam-
legt húsnæði.
Þannig greiddi hreppurinn
sinn hlut í húsinu í janúar
1988:
Með gatnagerðargjöldum v/
Iðndals 2 og 4 kr. 2.080.985
(35,6%).
Seldar eignir (gamla skrifstof-
an o.fl.) kr. 1.250.000(21,4%).
Greitt með peningum kr.
2.513.432 (43,0%).
Samtals kr. 5.844.288. (100%).
Þess má geta að sú upphæð
sem hreppurinn greiddi í pen-
ingum jafngildir leigugreiðsl-
um til 12 ára á húsnæði vegna
bókasafns, skjalageymslu, og
fundarherbergi sem hreppur-
inn hafði á leigu.
Með þessu var versluninni
borgið og er það vel, a.m.k.
fyrir þá sem versla heima og þá
sem komast ekki af bæ, t.d.
eldri borgarar. Það hljóta allir
að vera sammála þvi.
Mér er til efs að ef svona
hefði ekki verið staðið að mál-
um væri umrædd bygging og
sú þjónusta sem þar er ekki til
staðar. Þetta er nú varla nein
spurning.
Jæja Þóra, greinin þín var
ágæt, fáar stafsetningarvillur
og framsögn þokkaleg, en efn-
ið og útfærslan sérkennileg og
sýnir hvorki víðsýni né þekk-
ingu á þeim málefnum sem þú
tókst til umfjöllunar, læt ég
skólamál og leikskólann liggja
á milli hluta.
Eitt að lokum, sýndu nú
kjósendum þínum að þú sért
verðug kosningarinnar og að
þú náðirekki kjöri eingöngu af
því þú ert kona, því það dugir
ekki eitt og sér.
Vogum, 31. maí 1990.
Sigrún Skæringsdóttir.
Sendum
sjó-
mönnum
bestu
kveðjur
í tilefni
sjómanna-
dagsins.
ISLANDSBANKI
Sjómannadagurinn
DAGSKRA
Sjómannadagsins í Keflavík-Njarðvík, sunnudaginn 10. júní
Kl. 9:00 íslenski fáninn dreginn að húni við Minnismerki sjómanna
og við höfnina.
Kl. 11:00 Sjómannamessa í Keflavikurkirkju.
Kl. 12:30 Skemmtisigling með börn. Farið verður bæði frá Keflavík-
ur og Njarðvíkurhöfn, en aðeins komið að i Keflavík. Börn
fá ekki aðgang nema i fylgd með fullorðnum.
Kl. 14:00 HÁTÍÐARHÖLD VIÐ HÖFNINA:
1. Hátíðarræða. - Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri
Sjómannasambands íslands.
2. Aldraðir sjómenn heiðraðir.
3. Skemmtiatriði.
4. Kappróður.
5. Stakkasund, koddaslagur og reiptog.
KAFFIVEITINGAR: Kaffi verður selt á Glóðinni, neðri sal. Erfólk hvatt til
að notfæra sér staðinn. Opið verður á Glóðinni kl. 15-18.
Merki sjómannadagsins verða afhent sölubörnum á Vikinni kl. 10:00 á
sjómannadaginn. - Góð sölulaun.
SJÓMANNADAGSRÁÐ