Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.1990, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 07.06.1990, Qupperneq 19
19 r Ur ýmsum áttum Víkurfréttir 7. júní 1990 Það er ekki plássleysið á nýja vínveitingastaðnum í Stapa í Njarðvík. borðið. Gísli Mauksson er fyrir innan bar- Ljósm.: hbb Stapi, Njarðvík: Pöbb opnar á laugardagskvöld Vínveitingastaður verður opnaður í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík á laugardags- kvöldið. Er það fyrsti vínveit- ingastaðurinn í Njarðvík. Gísli Hauksson, rekstrarað- ili félagsheimilisins Stapa, sagði í samtali við blaðið að pöbbinn verði fyrst um sinn einungis opinn á laugardags- kvöldum frá kl. 20-03. „Eg ætla að sjá hvernig þetta verð- ur og hvort að grundvöllur sé fyrir því að hafa opið á öðrum tímuni," sagði Gísli. Það stendur mikið til í Stapa á næstunni. A opnunarkvöldi pöbbsins verður sjómanna- dansleikur þar sem hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi. Dansleikurinn mun hefjast klukkustundu fyr- ir miðnætti. Stuðmenn eru einnig vænt- anlegir í Stapa um aðra helgi með stórdansleik og 22. júní verður Sálin hans Jóns míns. Unglingar ættu að fá eitt- hvað fyrir sinn snúð í suniar því á föstudagskvöldum stendur til að halda unglinga- dansleiki, þó svo skýrar línur séu ekki um það ennþá. Norræna félagið - Nordjobb: Leitað húsnæðis Eins og undanfarin sumur, þá mun Norræna félagið í Keflavík, í samvinnu við NORDJOBB, taka á móti ungu fólki á aldrinum 19-26 ára frá hinum Norðurlöndun- um. Að þessu sinni koma 6 ungmenni og hafa þau öll fengið atvinnu. Norræna félagið leitar nú að húsnæði hér í Keflavík/Njarð- vík til leigu í 6-8 vikur frá og með 15. júní fyrir þetta unga fólk. Nú í sumar verða 10 ung- menni af Suðurnesjum á veg- um félagsins við vinnu í vina- bæjum Keflavíkur á hinum Norðurlöndunum og eru 3 stúlkur þegar farnar utan. Til að leysa húsnæðisvanda þess unga fólks sem hingað kemur, treystir Norræna félag- ið á aðstoð þeirra bæjarbúa sem aðstöðu hafa. Nánari upplýsingar hjá eftirtöldum: Guðný Gunnars- dóttir, sími 15570; Björn Stef- ánsson, sími 11770; Ólafur Björnsson, sími 11216; Eyjólf- ur Eysteinsson, sími 1 1064. Knattspyrnuúrslit • Hafnamenn unnu góðan sigur á Augnabliki í 4. dcild. Ólafur Sólmundsson skoraði 2 fyrir Hafnir, Hallgrímur Sigurðsson eitt og Augnablik hjálpaði til með einu sjálfs- marki. • Njarðvíkingar sigruðu Fjölnismenn örugglega á gervigrasinu í Laugardal með 4 mörkum gegn engu. • Keflvíkingar nældu sér í tvö dýrmæt stig er þeir sigruðu Selfyssinga á útivelli, 2:1. Mörk IBK gerðu Marko Tal- asic og Jóliann Magnússon. • Siglfirðingar töpuðu sín- um öðrum leik á Suðurnesjum er þeir lutu í lægra haldi fyrir Víði á fostudagskvöldið í Garðinum, 0:1. Mark Víðis gerði bróðir þjálfarans, Stein- ar Ingimundarson. • Grindvíkingar töpuðu fyr- ir Breiðabliki í Kópavogi, 1:2. Mark UMFG gerði Einar Daníelsson. Þvottamaður Oskum eftir að ráða þvottamann til starfa. Verður að liafa rútupróf. Upplýsingar í af- greiðslu SBK eða í síma 15551. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur Vélstjóri óskast Vélstjóra vantar á Eldeyjar-Hjalta. Upplýs- ingar í símum 15111, 985-27052 eða 68413. Eldey hf. íþrótta- og leikjanám- skeið í Njarðvík 1990 11. júní n.k. byrjum við með námskeið eins og verið hefur undanfarin ár. íþrótta- og leikjanámskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og standa yfir í 3 vikur. Fyrra námskeiðið hefst 11. júní og lýkur 29. júní, en seinna námskeiðið hefst 2. júlí og lýkur 20. júlí. Kennt verður frá mánu- degi til föstudags. 6- 7 ára eru frá kl. 13.00-15.00 8-12áraeru fra kl. 10.00-12.00 Kennd verða undirstöðuatriði í ýmsum íþróttagreinum. Auk þess verður farið i gönguferðir, sund, þríþrautarkeppni, farið í golf o.fl. o.fl. Kennsla fer fram bæði á íþróttasvæðinu í Njarðvík og inni í íþróttahús- inu i Njarðvík. Mæting er alltaf við íþróttavallarhúsið í Njarðvík (við Vall- arbraut) og þar fer innritun fram laugardaginn 9. júní frá kl. 10.00-12.00. Þátttökugjald (greiðist við skráningu) er 1700 krónur og veittur er systkinaáfsláttur. 4 íþróttakennarar ásamt aðstoðarfólki sjá um íþrótta- og leikjanám- skeiðin. Þeir eru: Guðbjörg Finnsdóttir, Einvarður Jóhannsson, Ingvar Guðmundsson og María Jóhannesdóttir. Iþróttaráð Njarðvíkur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Njarðvíkur N/ Lögtaksúrskurður Að beiðni Gjaldheimtu Suðurnesja úrskurðast hér með að lögtök geta farið fram vegna vangoldinnar staðgreiðslu opinberra gjalda í Keflavíkurbæ, Njarðvíkurbæ, Grindavíkurbæ, Miðnes- hreppi, Gerðahreppi, Vatnsleysustrandarhreppi og Hafna- hreppi. Þ.e. vanskilafé, álag og sektir ásamt dráttarvöxtum og kostnaði fyrir tímabilin 01., 02., 03. og 04. 1990 (janúarmánuður til og með aprílmánuður 1990), á grundvelli 1. tl. 1. gr. og4. gr. laga nr. 29/1885 og 29. gr. laga nr. 45/1987, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987. Lögtök geta farið fram að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurð- ar þessa ef ekki hafa verið gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Árni Haukur Björnsson, ftr. (sign).

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.