Víkurfréttir - 14.02.1991, Page 1
TAPAÐI VESKI MEÐ ALEIGUNNI Á JÁRNBRAUTARSTÖÐ ERLENDIS
Tveir síðustu þátttakendurnir í Fegurðarsam-
keppni Suðurnesja 1991 kynntir.
• Sjá miðopnu
ÞROTABÚ VEISLU HF.
TEKUR KEFLWÍKURBÆR
VEmNGAHÚSID Á LEIGU?
í gær var búist við að
skiptaráðandinn í Keflavík og
bústjóri þrotabús Veislu h.f.
fengju í hendur nýja matsgerð
um eigur búsins og lista um
hvaða eigur væru veðsettar og
hverjar ekki. Að sögn As-
bjöms Jónssonar hdl, sem
jafnframt er bústjóri. er reikn-
að með að eftir að aðilar hafi
skoðað matsgerðina verði rætt
við Keflavíkurbæ um hugs-
anleg kaup eða sölu á eignum
búsins.
Sagði hann að það væri
stefnan að koma húsinu sem
fyrst í gang á ný. Gangi saman
við Keflavíkurbæ, mun bæj-
arráð taka ákvörðun um það
hvort húsið verði leigt eða selt
rekstraraðila. Nánar er fjallað
um málið í molum í dag, s.s.
hverjir hafa verið orðaðir sem
hugsanlegir áhugaaðilar um
rekstur hússins.
FIMMTI KEFLVÍKINGURINN TIL KR?
TEKUR GUÐNIVIÐ ÞJÁLFUN?
KR-ingar hafa að undan-
fömu leitað þjálfara í stað Ian
Ross og meðal þeirra sem þeir
hafa augastað á er Keflvík-
ingurinn Guðni Kjartansson.
Guðni er sem kunnugt er
einn af þekktustu þjálfurum
þessa lands og fékk nýlega al-
þjóðlegt þjálfaraskírteini frá
enska knattspymusamband-
inu. Hann stundar nú nám við
íþróttaháskólann í Köln, en
kennslu lýkur í næsta mán-
uði.
Fari Guðni í raðir KR-inga
verður hann fimmti Keflvík-
ingurinn sem er innan þeirra
raða að þessu sinni. Hinir eru
Ragnar Margeirsson, Sigurð-
ur Björgvinsson, Ólafur Gott-
skálksson og Gunnar Odds-
son.