Víkurfréttir - 14.02.1991, Page 2
2
Fréttir
Víkurfréttir
14. febrúar 1991
Aðalfundur Eldeyjar á sunnudag:
Rekið með
hagnaði á
síðasta árí
Boðað hefur verið til aðal-
fundar hjá útgerðarfélaginu
Eldey h.f. fyrirdvö ár, þ.e. 1989
og 1990. Verður fundurinn
haldinn á Glóðinni næsta
sunnudag.
Auk venjulegra aðalfund-
arstarfa, leggur stjórnin fram
tillögu að lágabréýtingum, til að
rýmka tilgang fyri,rtækisins og
markmið.
Reikningar félagsins fyrir
árin 1989 og 1990 liggja.
frammi á skrifstofunni Hafn-
argötu '80, fyrir hluthafa. Sam-
kvæmt þeim k.emur í ljós að fé-
lagið var rekið með hagnaði á
síðasta ári, en • undanfarin ár
hefur verið taþ. Vegna tapsins
mun þó ekki greiðast tekju-
slcattur á árinu 1991 eða eins og
segir í reikningum félagsins urn
skattamál:
„Félagið mun ekki greiða
lekjuskatt á árinu 1991 þrátt
fyrir hagnað á árinu 1990 vegna
ójafnaðra tapa frá fyrri áfum.
Ojöfnuð töp í árslok 1990 sem
heimilt er að flytja áfram sam-
kvæmt skattalögum nemur kr.
123.237.317 og hefur hagnaður
ársins 1990 þá verið færður til
' lækkkunar á yfírfæranlegum
töpum". ,.
Á síðasta ári gerði Eldey h:f.
út fjögur fiskiskíp, þ.e. tveir
bátar voru teknir til leigu auk
eigin skipa. St'ðar í mánuðinum
mun fjölgaenn í skipafiotanum
er togari sem keýptur hefur
verið frá Dalvík bætist í hóp-
inn.
Þorrablót
Þorrablót Styrktarfélags aldraöra á Suö-
urnesjum verður haldiö í Stapa, sunnu-
daginn 17. feb. kl. 12 á hádegi.
Þorrablót félagsins hafa ætíö verið vel sótt
af eldri borgurum.
Enn eru lausir miöar fyrir þá sem áhuga
hafa, og er þeim bent á aö hringja í síma
46568-46544 eöa 11328 og panta miða.
Hcr í þcssu stóra húsi áætlar Vatnarr h.f. að stofnsetja átöpp-
unarverksmiðju fyrir islcnskt vatn til útflutnings. Ljósm.: epj.
Atöppunarverk-
smiðja fyrir vatn
Nú stendur yfir undirbúningur
að uppsetningu átöppunarverk-
smiðju fyrir íslenskt vatn til út-
flutnings, sem staðsett yrði við
Fitjabraut í Njarðvík. Er það fyr-
irtækið Vatnarr h.f., sem stendur
að þessu.
Áð sögn Bjöms Emilssonar
hjá Vatnarr h.f., er áætlað að
hefja reksturinn um leið og
Vatnsveita Suðurnesja er komin
v gagnið. Hin nýja vatnsveita er
m.a. ástæðan fyrir staðsetning-
unni hér, svo og náiægð við
Keflavíkurflugvöll og góða
höfn.
Sagði Björrt að nú væru gíf-
urlegir markaðir að opnast m.a.
vegna Persaflóastríðsins og því
væri eftirspurnin mikil. Mun
fyrirtækið því notast á næstunni
við þær átöppunarverksmiðjur
sem til eru í landinu til að svara
þessari eftirspurn. meðan fyrir-
tækið hér er ekki komið í gagn-
ið.
Hefur verið gerður samningur
við Trausta Einarsson um að nýta
hús hans við Fitjabraut. Jafn-
framt hefur verið óskað eftir því
við stjórn Hitaveitu Suðumesja
að hún tæki þátt í þessu verkefni.
Á fundi stjómar Hitaveitunnar
25. jan. sl. var eftirfarandi bókað
um málið:
„Stjórn telur þátttöku í slíku
fyrirtæki ekki samræmast hlut-
verki hitaveitunnar. Hinsvegar
lýsir hún ánægju sinni yftr þessu
framtaki".
Grindavík:
Sjó-
varnar-
garðar
eyði-
lögðust
Töluverðar skemmdir urðu á
sjóvamagörðum við Grindavík
í óveðrinu sem gekk yftr landið
sunnudaginn 3. febrúar sk
Sjóvamagarður við Isólfs-
skála austan Grindavíkur rofn-
aði á 150 metra kafla og garður
við iitla Hópsnes skemmdist á
um 200 metra kafla. Ljóst er að
kostnaður við viðgerðir verður
mikill. Má þar nefna að að 2-3
milljónir- kostar að bæta út sjó-
vörnum í Gerðahreppi. Vandinn
er hins vegar sá að ekkert fjár-
magn fæst til framkvæmda, þar
sem fjárveiting þessa árs fór til
að greiða upp skuldir vegna
skemmda sem urðu við Stokks-
eyri og Eyrarbakka í veður-
hamnum á síðasta ári.
Kaupir Höfnin Keflavík-Njarövík, Sjöstjörnuhúsiö?
Stíf fundahöld
"Að sögn Péturs Jóhannssonar
hafnarstjóra Hafnarinnar Kefla-
vík-Njarðvík hafa að undanförnu
verið stíf fundarhöld um hugs-
anleg kaup hafnarinnar á húsum
þrotabús Sjöstjörnunnar h.f. í
Njarðvík, við Islandsbanka og
Grindavíkurbær - Bæjarstjóri
Fundarboð
Bæjarstjórn Grindavíkur kaus Bjarna Andrésson, Eirík Tómasson og Sævar
Gunnarsson til jjess að kanna grundvöll fyrir byggingu og rekstri húss á lóð
ísfélagsins h.f., á Miðgarði.
Er hér með boðaður almennur fundur til að kynna málið. Verður fundurinn
haldinn í veitingahúsinu Vör, Grindavík, mánudaginn f8. febrúar nk. kl.
20.30.
Á fundinum verður lögð fram tillaga um kosningu nefndar, sem undirbyggi
stofnfund félags sem ætti og ræki fyrirhugað hús. Unnið verði undir kjör-
orðinu: HÚS FYRIR HAUSTIÐ.
Grindavík 12. febrúar 1991.
F.h. nefndarinnar,
bæjarstjóri.
aðra þá aðila sem málið varðar.
Er málið nú komið á þann
farveg að leitað hefur verið eftir
því við bæjarstjórnir Keflavíkur
og Njarðvíkur, hvort þær sam-
þykki kaupin og veiti heimild til
Íántöku með bæjarábyrgð fyrir
kaupunum allt að 70 milljónir.
Fyrir liggur áhugi tveggja
hópa um kaup á frystihúsinu af
höfninni og síðan myndu
skemmurnar leigjast eða seljast
Fiskmarkaði Suðurnesja, fyrir
gólfmarkað o.fl. Þessir hópar eru
annars vegar Haraldur Jónsson
sem kenndur er við Sjólastöðina
og Gísli Erlendsson í Rekstr-
artækni og hinsvegar Jón Gunn-
arsson og félagar í íslenskum
gæðafiski h.f. í Njarðvík. Enn
hafa þó engin bein tilboð komið
frá aðilum.
Kom fram á bæjarstjórnar-
fundi í Keflavik í síðustu viku að
ef af yrði mætti tryggja að bæj-
argjöld rynnu til hafnarinnar, en
ekki beint til Njarðvíkurbæjar
eingöngu. Er málið nú í frekari
skoðun í bæjarráðum beggja
bæjarfélaganna. Ástæðan fyrir
áhuga hafnarinnar, er að með til-
komu hússins í rekstur á ný, yrðu
umsvifin meiri og eins ef fisk-
markaðurinn kæmi þar upp þeirri
aðstöðu sem rætt hefur verið
Takist samningar verður húsakostur Sjöstjörnunnar sálugu
nýttur seni frystihús og fiskmarkaður. Ljósm.: epj.
STÆRSTA FRÉTIA-OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Útgefandi: Víkurfréttir hf. —^
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717, 15717. Box 125, 230 Keflavík. Póstfax nr.
12777. - Ritstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25917. Páll Ketilsson. heimas. 13707, bílas. 985-
33717. - Fréttadeild: Emil Páll Jónsson, Hilmar Bragi Bárðarson. - Auglýsingadeild: Páll Ketilsson. - Upplag:
5800 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða og Upplags-
eftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóðritun. notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið.
Umbrot, filinuvinnu og prentun: GRÁGÁS hf. Keflavík.