Víkurfréttir - 14.02.1991, Qupperneq 6
6
ALLT FULLT AF
NÝJUM VÖRUM
Ódýr vinnufatnaður
Gallabuxur st. 30-42 kr. 1690.-
Flauelsbuxur kr. 1520.-
Vinnuskyrtur kr. 895.-
Herradúnúlpur kr. 6100.-
Ódýr nærföt og fóðraðir
samfestingar.
Sjófatnaður, stígvél, vettlingar
og fleira
Herragallabuxur í stórum númerum.
Nýkomnir þykk-
ir jogginggallar
meö rennilás og
hettu.
st. 8-16
kr. 3990,-
st. S-XL
kr. 4990.-
Ódýrir
krumpugallar.
Dömustæröir
kr. 5400,-
Telpnastæröir
kr. 4990.-
Opið alla daga
til kl. 23
SANDGERÐI
Sími 37415
Keflavíkurbær óskar eftir að ráða í eftirtalin störf
að Tjamargötu 12 (skrifstofur bæjarins);
-Matráðskonu, vinnutími frá kl. 8 til 14, alla virka
daga.
-Starfsmann í bókhald.
-Sumarafleysingarstarf í afgreiðslu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum S.T.K.B.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu
bæjarins að Hafnargötu 12.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar vegna starfa
matráðskonu, en l. mars 1991 vegna annarra
starfa.
Nánari upplýsingar gefur bæjarritari.
Bæjarritarinn í Keflavík
A beininu
Umsjón: Emil Páll
„Þá urðu margir
reiðir og sárir“
-Jón Gunnarsson, oddviti Vatnsleysustrandarhrepps, tekinn á
beinið um ólguna milli núverandi og fyrrverandi valdhafa í
hreppsnefndinni, álmálið og sameiginleg sveitarstjórnarmál
Við síðustu sveitarstjórnar-
kosnin$>ar var meirihluta sveit-
arstjórnarinnar í Vatnsle.vsu-
strandarhreppi kollvarpað. Frá
þeim tíma hafa menn orðið
varir við mikil sárindi fyrrum
valdhafa gegn þeim er nú tóku
við. Oddviti nú er Jón Gunn-
arsson, sem í raun liefði átt að
vera oddviti í fvrri meirihluta
vegna þess að þá var óhlut-
Inmdin kosning og liann hafði
mesta fylgið bak við sig. Þó fóru
leikar svo aö hann varð í
minnihluta þá.
Gn skvldu þessi mál vera að
gróa um heilt, eða halda þau
áfram. Til að fá fregnir að því
tókum við Jón Gunnarsson á
beiniö um þessi mál, álmálið
o.n. sem rak á fjörur okkar er
unnið var að þáttagerð þessari.
-Snvst ólgan um eitthvað
persónulcgt milli vkkar Omars
Jónssonar fyrrum oddvita?
„Nei, í mínum huga er það
ekki, en eins og oddvitakjörið fór
eftir kosningar 1986, þá urðu
margir reiðir og sárir. Það hefur
ennþá áhrif á samstarfið".
-Hvað heldur þú að hafi or-
sakað það að ykkar listi felldi
hans?
„Aðallega (vennt. I fyrsta lagi:
Hvernig oddvilakjörið fór í kosn-
ingunum á undan.
í öðru lagi:
Við sem stóðum að óháða
framboðinu gerðum alveg eins
ráð fyrir að ná ekki meirihluta og
unnum samkvæmt því. En Lýð-
ræðissinnar hafi sofið á verðinum
og talið sig nokkuð örugga með
meirihlutann".
-Nú hefur liann gagnrýnt það
að sveitarstjórinn er jafnframt
stjórnarmaður í þínu fvrirtæki.
Er sú gagnrýni réttmæt?
„Sú gagnrýni er algjörlega
óréttmæt. þar sem fyrirtækið hef-
ur engin samskipti við Vatns-
leysustrandarhrepp. Öðru máli
gegndi ef fyrirtækið væri staðsett
í hreppnum.
Allar upplýsingar sem ég hef
afiað mér um þetta mál eru á einn
veg, um að það sé ekkert óeðlilegt
við þetta“.
-Er full samstaða um álverið
í sveitarfélaginu?
„Eg hef ekkert orðið var við
annað. Endanlegum samningum
er ekki lokið og ómögulegt að
sverja fyrir það að full samstaða
verði um þá samninga, sem end-
anlega nást. En þó hef ég enga
ástæðu til að ætla annað".
-Er það rétt að þið viljiö
sjálfir fá allar tekjurnar af ál-
verinu, en kostnaðurinn viö að
fá það eigi að skiptast milli
sveitarfélaganna á Suðurnesj-
um?
„Sem oddviti í Vatnsleysu-
strandarhreppi er það skylda mín
að gæta hagsmuna hreppsins út í
ystu æsar. En að við séum að láta
hin sveitarfélögin greiða allan
kostnað við málið, en sjálfir sitja
uppi með tekjurnar, er alrangt.
Vatnsleysustrandarhreppur
hefur verið tekjulægsti hreppur-
inn á hvern íbúa undanfarin ár og
ekki undarlegt þó við leitum allra
leiða til að bæta úr því".
-Á síðasta kjörtímabili,
gagnrýndir þú SSS f.vrir litlar
áhyggjur af atvinnumálum. Nú
ert þú kominn sjálfur í forystu,
því spyrjum við hvað hefur þú
gert til að breyta skoðunum í
þessum málaflokki?
„Já. það má segja að mín
gagnrýni hafi meira snúist um
það að okkar menn á þingi haft
ekki gætt hagsmuna Suðumesja-
manna í þessum málaflokki.
Tíminn frá kosningum hefur farið
í samninga um álið og auðvitað
yrði það mikil lyftislöng fyrir at-
vinnulífið á Suðurnesjum ef það
næði farsællega í gegn.
Eg er á móti því að sveitar-
félögin taki þátt í atvinnurekstri
með beinum fjárframlögum. en
auðvitað eigum við að aðstoða
þau á annan hátt".
-Nú hefur þú gefið kost á þér
í eitt af efstu sætunum á lista
Alþýðuflokksins fyrir alþingis-
kosningar og gætir því hugs-
aniega lent í nefndum eöa sem
varaþingmaður. IVIátt þú eitt-
livað vera að slíku?
„Það er nú einu sinni svo um
tímann, að menn fara misjafnlega
vel með hann. Eg hefði ekki gefið
kost á mér í þetta sæti. nema ég
hefði tíma til að sinna því, sem
fylgir því“.
-Fyrir síðustu kosningar lof-
uðu þið brevtingum á yfirstjórn
Vatnsleysustrandarhrepps.
Hvað hefur gerst í því máli?
„Það er alveg rétt. við lofuðum
breytingum á yfirstjórninni, en
tókurn það alltaf skýrt fram að
forsendan fyrir þeirri breytingu
væri að álveri yrði valinn staður
annarsstaðar en á Keilisnesi.
Við höfum náð að spara nokk-
uð í yfirstjórn hreppsins, en sú
mikla vinna sem búið er að leggja
í hafnar- og lóðasamninga vegna
álversins, hefur bæði kostað tíma
og peninga".
-Með tilkomu álvers húist
þiö viö fjölgun íbúa. Þarf ekki
að gera eitthvað til að laða þá
að, t.d. byggja sundlaug eða
aðra félagslega þjónustuþætti?
„Við búumst við fjölgun íbúa
í kjölfar álvers og að sjálfsögðu
þarf að bjóða þá þjónustu sem
spurt er um. En það væri
ábyrgðarleysi að ráðast í slíka
framkvæmd nú, meðan að ekki
liggur fyrir hvort af byggingu ál-
vers yrði".
-Þurfið þið ckki að auglýsa
kosti þess að búa t sveitar-
félaginu til að laða þangað fleiri
íbúa?
„Jú. við mættum örugglega
gera meira af því að auglýsa, hvað
gott er að búa í Vogum.
Það verður bara að segjasl eins
og er að sú mikla vinna sem verið
hefur í álverssamningum hefur
orðiðtil þess að ýmsirgóðir hlutir
hafa setið á hakanum".
-Hver er skoðun þín á sam-
einingu sveitarfélaga á Suður-
nesjum?
„Eg tel að það verði mjög erf-
itt, allavega á næstu árum að
sameina sveitarfélögin á Suður-
nesjum. Eg held að næsta stóra
skrefið sem þurfi að stíga sé að
gera Suðurnesin að sér kjör-
dæmi.
Það er ekki vafi á því að ef um
það næðist samkomulag að sam-
eina sveitarfélögin á Suður-
nesjum. þá yrði það fjárhagslega
hagkvæmt".
-Að lokum. Hvaö er fram-
undan?
„Framundan er að Ijúka samn-
ingum sem varða álver og af nið-
urstöðum þess máls mun stefnan
markast í málefnum Vatnsleysu-
strandarhrepps.
Hreppsnefnd mun þó ekki
leggja árar í bát, þó ekki yrði af
byggingu álversins og tjár-
hagsáætlun fyrir árið 1991, gerir
ekki ráð fyrir neinum tekjum af
álveri. Samt sem áður hefur verið
ákveðið að ráðast í byggingu nýs
leikskóla, verið er að ljúka fram-
kvæmdum í smábátahöfninni og
verið er að bora nýja holu fyrir
vatnsveitu hreppsins.
Þetta era meiri framkvæmdir
en verið hafa í hreppnum undan-
farin ár“, sagði Jón Gunnarsson,
oddviti Vatnsleysustrandarhrepps
að lokum.