Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.1991, Síða 9

Víkurfréttir - 14.02.1991, Síða 9
9 Frá kynningarfundinum í Njarðvík Ljósm.: hbb. Kynningarfundur um stóriöjuframkvæmdir: Vilja sveitarfélögin Keilisnes h.f. í stað Eldeyjar? Fréttir Njarövík: Seylu- braut nú Njarð- arbraut Nokkur ruglingur hefur verið með götuheiti á vegkafla þeim sem liggur frá Fitjum og að tengivegi milli Reykjanes- brautar og Seyluhverfis við Ramma í Njarðvík. Er veg- kaflinn var vígður á síðasta ári var hann nefndur Njarðarbraut, en fyrir var áður hluti af honunt sem hét Seylubraut og var Rammi og Víkurblóm sagt við Seylubraut. Hefur bæjarstjórn Njarðvíkur nú tekið af skarið og ntun veg- kaflinn heita hér eftir Njarðar- braut eins og gamla Reykja- nesbrautin í gegnum Njarðvík heitir. Verða húsin tvö um- ræddu, því eftirleiðis kennd við Njarðarbraut, en tengigatan milli Seyluhverfis og Reykja- nesbrautar innan við Ramma nefnast Seylubraut. Þá eru að sögn Kristjáns Pálssonar bæjarstjóra uppi áform um að ljúka tengingu Njarðarbrautar á Fitjum á þessu ári. En sem kunnugt er vantar tenginguna yfir síkið á Fitjum. Undirbúningsnefnd sam- starfsfyrirtækis um stór- iðjuframkvæntdir hélt kynn- ingarfund í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík á dögunum. Þar fór fram kynning á störfum nefndarinnar og tillögur að stofnsamningi og samþykktir lagðar fram. Þá var jafnframt kynning á drögum að sam- starfssamningi og könnun á hlutafjárloforðum svo eitthvað sé nefnt. Fundarmenn voru jákvæðir í garð stofnunar á verk- takafyrirtæki því sem nú er rætt um að koma á laggimar. Tóku margir fundarmanna til máls og tjáðu skoðanir sínar á málinu og voru allir jákvæðir. Jón Norðfjörð kom með þá fyrirspurn á fundinum hvort ekki væri betra að fá stétt- arfélögin inn í fyrirtækið, frekar en sveitarfélögin og var mót- fallinn því að sveitarfélögin tækju þátt í stofnun félagsins. Ellert Skúlason tók næstur til máls og kvaðst vera ósammála Jóni. Sveitarfélögin ættu að selja sinn hlut í Eldey og kaupa í Keilisnesi hf. Eftir að þessi orð féllu tók Ingólfur Bárð- arson til máls og taldi mjög mikilvægt að Suðumesjamenn stæðu saman og stofnuðu myndarlegt verktakafyrirtæki. Undir lok fundarins tók Friðfinnur Skaptason til máls og sagði að undirbúnings- nefndin myndi starfa áfram á sama hátt og vinna að því að fá fleiri aðila til þátttöku í fé- laginu. Að lokum var samþykkt að halda stofnfund eftir 4-6 vikur. Víkurfréttir 14. febrúar 1991 Seldur til Ólafsfjarðar Sigurþór GK 43, 30 tonna eikarbátur frá Grindavík. hefur nýlega verið seldur til Ólafs- fjarðar. Hefur hann fengið nafnið Vala ÓF 2 og verið leigður Eldey h.f. Kemur hann í stað Guðvarðs ÓF sem Eldey h.f. var áður með á leigu. I molum í dag er nánar fjallað um þessa útgerð, enda nokkuð skondin saga um hana. Umferðar- áróður skilar árangri Á síðasta voru sendi um- ferðamefnd Hafnahrepps stjómendum og starfsmönnum fyrirtækja á Reykjanesi harðort bréf vegna mikils um- ferðarhraða í gegn um þorpið. Hótaði nefndin að kært yrði, yrði ekki breyting á. Skilaði bréf þetta þegar ár- angri og má nú heita algjör undantekning ef bíll frá fyrir- tækjum í Hafnahreppi er ekið á ólöglegum hraða í gegnum þorpið. Þó eru þeir sem virða hraðatakmörkin enn of margir, enda er umferð í gegnum Hafnir töluverð og hættan hefur jafn- framt aukist vegna þess að litl- um bömutrt hefur fjölgað að sögn nefndarmanna. Reflvíkingar athiigið! Vegna flutnings bæjarskrifstofu, tæknideildar, félagsmálastofnunar og húsnæöisnefndar aö Tjarnargötu 12, 2. hæö, veröa viÖkomandi skrifstofur lokaöar frá hádegi fimmtudaginn 21. febrúar nk. en opna aftur aö Tjarnargötu 12 föstudaginn 22. febrúar kl. 14.00. NÝTT SÍMANÚMER VERÐUR 16700

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.