Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.1991, Page 14

Víkurfréttir - 14.02.1991, Page 14
14 IÞROTTIR Víkurfréttir 14. febrúar 1991 HANDBOLTI KEFLAVÍK í 1. DEILD! YfirburÖarsigur á IR, 33- 24, tryggöi ÍBK-stúlkum sæti í 1. deild kvennahandboltans á næsta keppnistímabili. Stað- an íhálfleik var 16-16. Gísli Jóhannsson að- stoðarþjálfari liðsins sagði að leikurinn hafi verið einstefna frá upphaft til enda og ein- ungis fonnsatriði að ljúka honum. „Við ætlum okkur hins vegar að sigra KR í Keflavík á mánudagskvöldið", bætti Gísli við. Eva Sveinsdóttir skoraði 9 mörk, Þurý Þorkelsdótlir 8 og Ingibjörg Þorvaldsdóttir gerði 6. Við óskum stúlkunum til hamingju með þennan sigur og vonum að sem llestir mæti á mánudagskvöldið og hvetji þær til sigurs gegn KR. UMFN ÖRUGGT í 4. SÆTI Njarðvíkingar máttu sætta sig við tap gegn HK í Njarð- vík sl. miðvikudagskvöld. 36- 28 fyrir HK. Heimamenn höfðu tveggja marka forskot þegar 10 nn'nútur voru til leikhlés, en þá var sem allur kraftur væri á þrotum og and- stæðingarnir nýttu sér það vel og hólu stórsókn. Komust þeir á lítils mótþróa í gegnum vörn Njarðvíkinga og sérstaklega áttu hornamennirnir hjá HK greiða leið í gegn. Þrátt fyrir slakan leik eru Njarðvíkingar hins vegar ör- uggir í úrslitakeppnina og eiga því ennþá tækifæri lil að sýna sitt besta. Hannes Leifsson var besti maður Njarðvíkinga og Óli Thordarsen skoraði skemmlileg mörk í síðari hálfleik. Einar Skaftason varði vel á köflum og verður ltann ekki sakaður um mörkin 36. ÍBK í úr- slitakeppnina Keflvíkingar sigruðu Aft- ureldingu með 22 mörkum gegn 18 í 2. deild hand- knattleiks kvenna í Mos- fellsbæ á sunnudaginn. Með sigri þessum tryggðu ÍBK- stúlkur sér öruggt sæti í úr- slitakeppninni. Það verða því tvö lið frá Suðurnesjum sem eiga eftir að berjast um það hvort komist í 1. deild, en ljóst er að róðurinn er erftður fyrir báða aðila. Nafn þjálfara misritaðist I umfjöllun um leik hjá 3. flokki kvenna IBK í hand- knattleik hér í blaðinu á dög- unum, misritaðist nafn þjálf- ara stúlknanna. Var þjálfarinn sagður heita Jón Júlíusson, en hið rétta mun vara að hann heitir Jón Júlíus Arnason. Er hann beðinn velvirðingar á misritun þessari. Góöur árangur unglingaflokks ÍBK Á síðasta keppnistímabili lenti unglingallokkur IBK (leikmenn 20 ára og yngri) í öðru sæti Is- landsmótsins í körfuknattleik. Lið- ið lenti einnig í öðru sæti í bik- arkeppni KKI. Fyrir þetta keppnistímabil urðu miklar breyt- ingar á liðinu. Þrír lykilmenn gengu upp úr tlokkunum, tveir fóru til náms í Bandaríkjunum og einn leikmaður gekk til liðs við úr- valsdeildarlið Snæfells. Á þessu keppnistímabili hefur unglingaflokki IBK gengið mjög vel. Liðið sigraði í Reykja- nesmótinu og er ósigrað eftir 10 umferðir í Islandsmótinu. IBK hef- ur sex stiga forskot á lið Hauka sem er í öðru sæti. Þegar þetta er ritað á ÍBK eftir að leika tjóra leiki á mót- inu og ef liðið sigrar í tveimur þessara leikja þá verður það Is- landsmeistari í vor. Unglingaflokkur IBK er ekki með hávaxið lið, en liðið bætir hæðarleysið upp með hröðum leik og ágætri hittni úr langskotum. Liðið skorar að meðaltali 107 stig í hverjum leik. Strákarnir í liðinu hitta að meðaltali úr 8 þriggja stiga skotum og vinna andstæðingana með 27 stiga mun að meðaltali. Úrslit leikja IBK á ís- landsmótinu til þessa eru eft- irfarandi: ÍBK-UMFS 135-65 ÍBK - Haukar B 2-0 ÍBK-Valur 100-95 ÍBK - Drengjal. 109-74 ÍBK - ÍR 96-95 ÍBK-KR 101-86 ÍBK - Haukar A 78-63 ÍBK-Valur 106-81 IBK-UMFS 139-59 ÍBK - Drengjal. 97-93 IPR0TTIR í HVERRI VIKU UMSJÓN: TÓMAS TÓMASSON KEILA UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS INGI GUNN- ARS FÉKK GULLMERKI Ingi Gunnarsson fékk um síð- ustu helgi gullmerki Ung- mennafélags Islands. Var honum veitt merkið fyrir hans störf að körfuknattleiksmálum í Njarð- vík, en lngi er einn af fremstu forvígismönnum körfuboltans í Njarðvík og hefur alla sína tíð liaft brennandi áhuga fyrir íþrótt- inni og gert henni vel. Það er ekki oft sem Ung- mennafélag Islands veitir orður eins og gullmerkið og er það því mikill heiður og viðurkenning á störf þess er merkið hlýtur. Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, afliendir Inga orðttna. Ljósm.: hbb Úrslit í helgarmóti Keilufélags Suðurnesja fóru á eftirfarandi hátt. í B-flokki varð sigurvegari Úlfar Sigurðsson með 529 stig. Önnur varð Theodóra S. Pétursdóttir með 508 og Sigurvin Hreinsson varð 3. með 483 stig. Hæsta leik átti Sig- urvin Hreinsson 191. í C-flokki varð í 1. sæti Gunn- laugur Hafsteinsson með 481. jón Ólafur Jónsson varð í 2. sæti með 464 og þriðji varð Sigurður Skjaldar með 445. hæsta leik átti Jón Ólafur Jónsson, 177. Ekki var leikið í D-flokki þar sem ekki var næg þátttaka. Ólafur Sólmundsson var fluttur upp í C- flokk og hafnaði þar í 4. sæti. í tvíkeilu urðu Ólafur Sól- mundsson (437) og Úlfar Sig- urðsson (556) sigurvegarar með samtals 993.1 öðru sæti urðu Ólafía Sigurbergsdóttir (492) og Elmar Ingibergsson (446) með 938 stig. Hæsta leik átti Úlfar Sigurðsson, 216. Keflvískar fim- leikadrottningar stóðu sig vel á skrúfumóti Fimleikadrottningar úr Keflavík stóðu sig vel á skrúfumóti sem haldið var sl. laugardag, 9. febrúar. Blaðinu hafa borist úrslit úr mótinu og er eftirfarandi samantekt unnin úr þeim: Sigrún Gróa Magnúsdóttir FK varð í 1. sæti í stökki í flokki eldri þátttakenda og í öðru þrepi. I öðru sæti varð Jóna Guðmundsdóttir frá Akureyri og í því þriðja Iris Dröfn Halldórsdóttir FK. I flokki yngri þátttakenda varð Hilma Sigurðardóttir efst í 1 þrepi og Ragna Laufey Þórðardóttir varð í öðru sæti. Iris Jónsdóttir, Björk, varð þriðja. I æfingum á dýnu í eldri flokki, 2 stigi, varð Sigrún Gróa Mag- núsdóttir FK í fyrsta sæti, Anna Elín Björnsdóttir og Elín Margrét Kristjánsdóttir frá Akureyri urðu í 2. og 3. sæti. I æfingum á trampolini í eldri flokki, 2. þrepi, varð Akur- eyringurinn Elín Margrét Krist- jánsdóttir hlutskörpust. Önnur varð íris Dröfn Halldórsdóttir FK og í þriðja sæti varð Laufey Stein- dórsdóttir frá Akureyri. FK stúlkur urðu í þremur efstu sætunum í yngri flokki, 1. þrepi, í æfingum á trantpolini. Hilrna Sig- urðardóttir og Svala Reynisdóttir fengu báðar jafnmörg stig fyrir sínar æfingar 9,50. Næst á eftir þeim kom Ragna Laufey Þór- ðardóttir með 9.40 stig fyrir sínar æfingar. Sigrún Gróa Magnúsdóttir FK varð hlutskörpust í gólfæfingum í eldri flokki, 2. stigi, en tvær stúlkur úr Björk. þær Linda Mjöll Þor- steinsdóttir og Ásdís B. Pálmadóttir urðu jafnar í 2. sæti. I yngri flokki, 1. þrepi, varð Ragna Laufey Þórðardóttir FK hlutskörpust. Arna Sveinsdóttir úr Björk varð önnur og Ásdís Jó- hannesdóttir FK varð þriðja. Fjöldi stúlkna úr Fimleikafélagi Keflavíkur tók þátt í þessu skrúfu- móti og náðu rnargar þeirra mjög góðum árangri, þó svo þær hafi ekki komist á verðlaunapalla. Aðalstjórn UMFN endurkjörin • Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur var endurkjörin á aðalfundi fé- lagsins sl. laugardag. Stjómina skipa þau Böðvar Jónsson formaður, Helga Sigrún Harðardóttir gjaldkeri og Kristján Jóhannsson ritari. Hlutu þau svo- kallaða rússneska kosningu, þ.e. kosin með lófaklappi. Hver fer með Samvinnuferðum- Landsýn á Wembley? v\kmmr Geirmundur Jón Geiri sló Stebba út á 3 réttum Það var enginn stór- meistarabragur á þeim Geir- mundi Sigvaldasyni og Stefáni Jónssyni í síðustu leikviku. Geiri fékk 3 rétta og Stefán aðeins tvo. Stefán missti af úrslitakeppninni hreinlega útaf Liverpool sem hann setur alltaf tap á, á sinni röð, sem hann gerir móralskt séð. Stefán er anti-púlari. Þannig að Geiri fór áfram og hefur skorað á Jón Newman, einn af fjöl- mörgum Liverpool-aðdáendum hér á Suðumesjum. Það fer að styttast í úr- slitakeppnina sem hefst í apríl. Verðlaunin em glæsileg eins og áður hefur verið greint frá, ferð til London með Sam- vinnuferðum-Landsýn og miði á bikarúrslitaleik ensku knatt- spymunnar. G J Cambridge-Sheff. W. 2 2 Notts C.-Man. City X 1 Portsmouth-Tottenham 2 2 Chelsea-Wimbledon I 1 C. Palace-Q.P.R. 1 1 Blackburn-W.B.A. 1 X Bristol Rov.-Watford 1 1 Hull City-Bristol City 2 X Millwall-Plymouth 1 1 Oldham-Port Vale 1 I Oxford-Charlton 1 X Wolves-Leicester 1 I

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.