Víkurfréttir - 14.02.1991, Page 16
16
Fréttir
Viðhorf
Víkurfréttir
14. febrúar 1991
Brunavarnir Suöurnesja:
Slökkviliðsmenn segja sig
úr landssambandi
Samþykkt hefur verið á lög-
mætan hátt að Félag slökkvi-
liðsmanna hjá Brunavömum
Suðurnesja segi sig úr Lands-
sambandi Slökkviliðsmanna. Er
félagið þar með hið þriðja á
skömmum tíma sem gerir slfkt,
hitt eru slökkviliðsmenn í Vest-
mannaeyjum og Grindavík.
Hinir síðamefndu höfðu þann
háttinn á að greiða ekki
aðildargjöld í tvö ár og voru þar
með strikaðir út.
Til að segja sig úr sltkum
samtökum þurfa tveir þriðju
hlutar fundarmanna á tveimur
fundum að samþykkja úr-
sögnina og gekk það vel eftir á
fyrri fundinum í Keflavík, en á
síðari fundinum munaði aðeins
einu atkvæði.
Félagsmenn í Keflavík hafa
lengi haft horn í síðu LSS og
mun tillaga þess efnis að segja
sig úr samtökunum, oft áður
hafa komið fram, en ekki geng-
ið í gegn fyrr en nú.
Þéttiþjónusta
Jóns og Þóris
Gerum við lek þök, svalir, sprungur, glugga
og rennisteina. Upplýsingar í síma 91-68-73-
94.
+
HJARTANS ÞAKKIR
sendunt við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og vináttu
vegna andláts og útfarar ástkærs föðurs, sonar og bróður
SIGURÐAR J. BERGMANNS
Sérstakar þakkir til Landhelgisgæslu íslands og starfs-
manna hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Helga Sigurðardóttir
Sigríður Gísladóttir
Þorsteinn Bergmann Valgerður Ingimundardóttir
Magnús Bergmann Bjarni Bergmann
Gunnar Bergmann Anna Gunnarsdóttir
Þakkir
Innilegar þakkir færi ég öllum sem glöddu
mig á 85 ára afmælisdegi mínum 15. janúar
sl.
Steinþór Sighvatsson, Vatnsnesvegi 36,
Keflavík
„Prúðbúinn og vatns-
greiddur í fjölmiðlum“
Undanfarna daga hafa
landsmenn verið óþyrmilega
minntir á legu landsins og þær
hamfarir náttúrunnar sem
ávalt þarf að reikna með að
geti orðið.
Obætanlegur skaði
Nú hafa á stuttum tíma
orðið eldgos, jarðskjálftar og
nú síðast fárveður, sem valdið
hefur milljarðatjóni og eins og
ávalt óbætanlegum skaða hjá
einstaklingum , þó þeir hafi
sig oft minnst frammi.
Suðurnesin þó þau fengju
sinn skammt af fárviðrinu eru
þar síst ver en aðrir, útleikin
og svæði sem eru í flestum
talin Suðurnesjum frama,
sleikja ekki síður sín sár. Mær
gæti sýnst að verstu sárin hafi
Almannavarnir ríkisins fengið
í þessu áhlaupi, því þær sönn-
uðu einu sinni enn ræfildóm
sinn og getuleysi. Fárviðrið
var ekki fyrr skollið á en
mestur hluti landsins varð raf-
magnslaus og þar með út-
varpslaus.
Velgreiddur í
sjónvarpi
Þó forstjóri Almannavarna
sé huggulegur og velgreiddur
maður í sjónvarpi á góð-
viðrisdögum, þegar lægðir eru
grunnar og hann útskýri ágæti
sinnar stofnunar og ákaflega
merkilegar áætlanir, ef til
vandræða komi, þá var nú
þannig að helsta bækistöð Al-
mannavarna á laugardaginn
var bæði hita- og raf-
magnslaus í sólarhring.
Astæðan var að ekki hafði
verið höfð ræna á að koma
þangað vararafstöð.
Það kom nefnilega í ljós
einu sinni enn að það voru
hjálparsveitir áhugamanna
sem dugðu mest og best, bæði
hér og alstaðar annarsstaðar.
Sveitir sem ríkið hefur getað
gert það eitt fyrir að leggja
Guömundur
Vigfússon
skrifar
okurskatta á allan þeirra út-
búnað, enda í flestum tilfellum ekki
prúðbúnir og vatnsgreiddir í fjöl-
miðlum að lofa sitt ágæti, en reyn-
ast þeim mun betur þegar í nauðir
rekur.
Óhófshít ríkisins?
Það sem vakti þó ekki minni
skelfingu í mínum Ituga var það að
þegar loks komst aftur á útvarp
á stuttbylgju, skyldu fyrstu fréttir
frá því opinbera vera þær að Við-
lagatrygging bætir ekki tjón af fár-
viðri. Er það vegna þess að fólk
getur keypt sér hjá trygg-
ingafélögunum, bótaskyldu.
Þar að auki var Viðlagasjóður
tómur - ég bara spyr: Hvað
verður um allar þær millj-
ónafúlgur sem landsmenn eru
kúgaðir til að greiða árlega í
Viðlagagjöld?
Hirðir ríkið það í sína
óhófshít, eins og þau gjöld
sem Ríkisútvarpið átti að fá til
m.a. að reisa nýja lang-
bylgjustöð, en það var ákveð-
ið með lögum 1983 eða 5.
Arafat eða
langbylgjan?
Auðvitað hefði forstjóri
Almannavarna átt að sjá svo
um að við það væri staðið og
drifin upp fullkomin lang-
bylgjustöð, en þessi gömlu og
ónýtu möstur, sem nú hafa
fallið væri ekki það haldreipi
sem stólað skyldi á. Því þau
voru dæmd ónýt fyrir 20
árum.
Þó ráðherrar okkar hafi
ekki skilið mikilvægi þess að
byggja nýja langbylgjustöð, er
það að vissu marki skiljanlegt.
Þeir hafa verið svo uppteknir
af stríðsátökunum úti í hinum
stóra heimi og í stöðugum
ferðalögum á henuálaráð-
stefnur og heimsóknum til
Jasser Arafat og álíka kóna, að
langbylgjustöð á Islandi til
öryggis fyrir sjómenn og sæ-
farendur og landsmenn á ör-
lagatímum hverfur nátt-
úrulega í skuggann. Þar sem
um eðlilegar náttúruhamfarir
er að ræða og skilningur ráð-
herra nær ekki eins til þeirra
mála eins og hernaðartækni.
auk þess sem þessi ferðalög
kosta náttúrulega mikla pen-
inga, sem ekki verða þá not-
aðir í annað.
Guðmundur
Vigfússon,
Sandgerði
.... til öryggis fyrir sjó-
menn og sæfarendur og
landsmenn á örlagatímum
hverfur náttúrulega í skugg-
ann. Þar sem um eðlilegar
náttúruhamfarir er að ræða
og skilningur ráðherrana
nær ekki eins vel til þeirra
og.....“
Holt Innri
Njarðvík
Okkur vantar fleiri fóstrur. Erum tvær á
staðnum.
Holt er tveggja deilda leikskóli með sveigj-
anlegan vistunartíma. Góð vinnuaðstaða,
gott starfsfólk og spennandi verkefni.
Upplýsingar í síma 16100.
Forstöðumaður
Kaldalónstónleikarnir
endurteknir
Karlakór Keílavíkur og
Kvennakór Suðumesja hafa
ákveðið að endurtaka Kalda-
lónstónleika sína sent haldnir
voru 12., 13. og 14. jan. sl. Fara
þeir fram í Félagsbíói í Kefla-
vík, sunnudaginn l7.febrúarog
hefjast kl. 20.30. Einnig átti að
syngja í Víðistaðakirkju í
gær og að Flúðum 16. mars.
Húsfyllir var á tónleikunum
í Grindavík, Reykjavík og
Njarðvík sem haldnir voru í
síðasta ntánuði. Voru undir-
tektir mjög góðar og bárust
fjölda áskorana um fleiri tón
leika og hefur því verið
ákveðið að þetta verði síðustu
tónleikarnir.Ættu því þeir sem
ekki sáu sér fært að mæta, að
koma nú og njóta þeirra.
Eru tónleikamir haldnir í til-
efni af 110 ára ártíð Sigvalda
Kaldalóns.
Frá Kaldalónstónleikunum í Ytri-Njarðvíkurkirkju íjanúar.
Ljósm.: Heimir.