Víkurfréttir - 08.05.1991, Blaðsíða 12
12
Ur ýmsum áttum
Víkurftéttir
8. maí 1991
Ágrafin skilti í
úrvali, einnig
barmnælur. Grafið
á skartgripi,
verðlaunagripi,
penna, bilcara o.l’l.
Merkingar á
rafmagnstöflur
í hús og báta.
Upplýsingatöflur
í stigahús.
Minningaplötur
og krossar.
Tölvuskornir
plast og álstafir.
Sól úr sorta
„Við vorum á gangi á fljóts-
bakkanum þegar eittlivað sprakk
við fætur okkar. Eg varð liissa og
valt svo um koll. Eg stóð upp. en
valt aftur um koll. Eg reyndi aftur
og aftur að standa upp en gat það
ekki. Vissi ég þá ekki enn að ég
hafði enga fætur lengur" sagði
þrettán ára drengur frá Afganist-
an.
Þessi drengur er eitt af tjöl-
mörgum fórnarlömbum styrjaldar
sem háð var í Afganistan. Jarð-
sprengiur og drápstól, útbúin sem
leikföng hafa gert gífurlegan
fjölda barna og annarra óbreyttra
borgara örkumla. Talið er að um
30 milljónum jarðsprengja haft
verið komið fyrir í Afganistan og
styrjöldin heldur áfram t þessu
landi þrátt fyrir að Sovétmenn hafi
farið þaðan fyrir tveimur árum.
Talið er að hátt í tvær milljónir
einstaklinga hafi farist í þessu
stríði og svipaður tjöldi hlotið
varanleg meiðsl eða örkuml. Af
þeim er meira en helmingur börn.
Bein og óbein fórnarlömb stríðs-
ins í Afganistan eru hátt í tíu
milljón manna, hátt í helmingur
íbúa landsins.
Nú nýlega gátu Islendingar sem
og aðrar þjóðir heimsins fylgst
með styrjöld sent háð var í Kúvæt
og íran. Þrátt fyrir að þeirri styrj-
öld sé lokið fyrir flesta. er ekki svo
um alla. Kúrdar flýja nú landið
umvörpum vegna stríðsástands í
þeirra heimahéruðum.
Á sunnudaginn. 12. maí mun
Rauði kross fslands gangast fyrir
söfnunarátaki um allt land, er hér
unt að ræða lið í alheimsátaki.
Tilgangur söfnunarinnar er að
safna fé hjá almenningi til styrktar
fómarlömbum stríðshörmung-
anna í þessum tveimur löndurn.
Ætlunin er að styrkja gervilima-
verkstæði í Afganistan og að að-
stoða kúrdíska flóttamenn í
þrengingum þeirra. Mun söfn-
unarféð skiptast til helminga milli
þessara tveggja verkefna.
Hér á Suðumesjum mun Rauða
kross deild á Suðurnesjum og
Rauða kross deildin í Grindavík
standa fyrir söfnuninni. Verður
gengið í hús hér á svæðinu á
sunnudag og tekið á móti fram-
lögum til átaksins.
Eru Suðurnesjamenn beðnir að
taka vel á móti söfnunarfólkinu.
Gísli Viðar Harðarson
Stofnfundur
Undirbúningsnefnd að stofnun samstarfsfyrirtækis um stórframkvæmdir
minnir á stofnfund fyrirtækisins sem haldinn verður laugardaginn 11. maí
í Stapakl. 13.30.
Dagskrá:
1. Kynning
2. Umræður
3. Akvörðun um stofnun
4. Stofnsamningur félagsins
5. Samþykktir félagsins
6. Aritun um hlutafjárloforð
7. Kosning stjómar og endurskoðenda
8. Fyrstu verkefni
Nánari upplýsingar veitir Friðfinnur Skaftason hjá Atvinnuþróunarfélagi
Suðurnesja, Hafnargötu 12, Keflavík, sími 14027.
Auglýsing um
deiliskipulagstillögu
í Keflavík
Samkvæmt 17. grein skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir at-
hugasemdum við tillögu af deiliskipulagi í Keflavík.
Skipulagssvæðið afmarkast að sunnan af flugvallargirðingu (mörk
vamarsvæðis), að vestan af Iða- og Smiðjuvöllum og að norð-austan
af Baugholti og Háaleiti.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Keflavíkurbæjar, Tjarnargötu 12,
frá 22. apríl 1991 til 17. maí. Athugasemdum við tillöguna skal skila
til bæjarstjóra Keflavíkur eigi síðar en 1. júní 1991, og skulu þær vera
skriflegar.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast sam-
þykkir tillögunni.
Keflavík 15. apríl 1991
Bæjarstjórinn í Keflavík
Skipulagsstjóri ríkisins
Á verktaka-
starfsemi á Suö-
urnesjum fram-
tíð fyrir sér?
Nú er búið að opna tilboð í
stærstu áfanga Fljótsdalsvirkjunar
og reyndist einn og sanii risinn eiga
lægstu tilboð í þá alla.
Hér á Suðumesjum sjáum við
fram á mörg stór verkefni, svo sem
flugskýlisbyggingu, álversbygg-
ingu, hugsanlega þilplötuverk-
smiðju og framkvæmdir við salt-
verksmiðjuna á Reykjanesi.
Hverjir fá
verkefnin?
Ef ekkert er að gert eiga þessi
verkefni eflaust eftir að falla t' skaut
risanna í verktöku og verktakar á
Suðumesjum fá ekki annað en
molana sem falla af þeirra borðum,
ef þeir hafa þá nokkurn mannskap
eftir til að vinna verkin. Það er þó
sem betur fer ekki svo að Suð-
urnesjamenn eigi enga möguleika
á að ná þessum verkum. Ef verk-
takar á Suðurnesjum standa saman
eiga þeir möguleika á við risana á
verktakamarkaðnum.
Mörg smá =
Eitt stórt
Hugsum okkur að boðið sé út
verk sem krefst tuttugu faglærðra
manna úr sömu grein, auk tækja og
tóla sem þeim fylgir og gerunr ráð
fyrir að á Suðumesjum séu tíu
þriggja manna fyrirtæki á við-
komandi fagsviði. Engu þeirra yrði
treyst fyrir verkinu en með sam-
vinnu gætu þau komið fram sem
einn aðili sem hefur á sínum snær-
um þrjátíu fagmenn, þeirra tæki og
reynslu og ættu fyrir vikið góða
möguleika á að fá að bjóða í verkið,
en um það snýst slagurinn.
Svona samstarf er ekki óþekkt
hér og má í því sambandi benda á
samstarf rafverktaka í flugstöð
Leifs Eiríkssonar.
Þegar verkin verða enn stærri og
krefjast fjölþættari þekkingar og
reynslu en fæst í einu fagsviði
verður þetta samstaf enn mik-
ilvægara. Byggingarverktaki sem
vill bjóða í verk verður að hafa
undirverktaka eða samstarfsaðila í
öðrum faggreinum sem eru nógu
stórir til að þeirn sé treyst fyrir sín-
um verkþáttum. Annars kemur við-
komandi byggingarverktaki ekki til
greina. Ofan á þetta bætist síðan
vantrú verkkaupa á að verktakinn
geti skipulagt og stjórnað verkinu ef
hann hefur aldrei áður fengist við
álíka stór verkefni.
Ef Suðumesjamenn standa sam-
an og koma fram undir einu merki
eykur það tiltrú verkkaupa á að þeir
geti ráðið fram úr vandamálum sem
upp koma svo sem að ná sér í þá
reynsu og þekkingu sem á kann að
vanta.
Nú er lag
Að koma svona víðtæku sam-
starfi á tekur tíma og betra er að
vera búinn að því ferkar en að þurfa
að hlaupa til í spreng þegar boðið er
út og missa svo allt í buxumar á
síðustu stundu. Nú er því lag að nota
tímann og undirbúa sig áður en það
er um seinan.
Undirbúningsnefnd að stofnun
samstarfsfyrirtækis, sem hefur það
að markmiði að ná til sín verkefnum
sem annars færu annað, hefur verið
starfandi hér áSuðurnesjum síðan í
vetur. Hún er nú að Ijúka störfum og
verður stofnfundur fyrirtækisins
haldinn í Stapa laugardaginn 11.
maíkl. 13.30.
Suðumesjamenn höldunt vöku
okkar, lítum augnablik upp úr
hversdagslega amstrinu og horfum
til framtíðar.
Lifið heil
Fyrir hönd undirbúningsnefndar
Friðfinnur Skaftason