Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.1991, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 08.05.1991, Blaðsíða 17
17 Fréttir Víkurfréttir 8. maí 1991 Bifreiðin er gjörónýt eftir skyldi verða af stórslys. Grindavíkurvegur: Þrennt flutt á sjúkrahús eftir bílveltu Þrennt var flutt á Sjúkrahúsið í Keflavík eftir bílveltu sem varð á Grindavíkurvegi á föstu- dagskvöldið. Þar voru á ferð er- lendir aðilar á bílaleigubíl og voru þau á leið frá Grindavík til Keflavíkur. Er þau voru á leið niður Gíg- hæðina virðist ökumaðurinn hafa misst vald á bifreiðinni, með þeim afleiðingum að hún fór yfir á gagnstæða akrein og þaðan út af veginum þar sem hún fór nokkrar veltur. Sem fyrr segir slösuðust þrjú af þeim sem voru í bílnum. Sjúkrabílar frá Grindavík og Keflavík fluttu þau á Sjúkrahúsið í Keflavík, en meiðsli þeirra voru þó ekki al- varleg. Bifreiðin er gjörónýt eftir veltumar. Auglýsinga- skilti yfir Hafnargötu hafnað Umferðamefnd Keflavíkur hefur tekið fyrir umsókn um leyfí til að reisa auglýsingaskilti yfir Hafnargötu, norðan gatna- móta Víkurbrautar og Faxa- brautar. Var eftirfarandi bókun gerð um málið: „ Umferðanefnd telur, að vegna mikils umferðarþunga og eifiðra aðslœðna að öðru ieyti á þessum gatnamótum sé mjög óœskilegt að reisa umrcett skilti á þessum stað. Nefndin leggur því til að erindinu verði liafn- að“. Hefur bygginganefnd Kefla- víkur fallist á niðurstöður um- ferðamefndar og hafnað er- indinu. Afgreiösluhús SBK: „Hrakhólarniru fjarlægðir Stjóm Sérleyfisbifreiða Kefla- víkur hefur ákveðið að leita eftir tilboðum vegna sölu og brott- flutnings á afgreiðsluhúsi SBK, sem milli manna hefur stundum verið nefnt „Hrakhólar". Birtist auglýsing þess efnis annarsstaðar í blaðinu í dag. Er þetta gert vegna fyrirhugaðs flutnings á neðri hæðina að Hafn- argötu 12, þar sem bæj- arskrifstofumar voru síðast til húsa, en hús þetta var upphaflega byggt fyrir SBK. óhuppið og mikið mildi að ekki Ljósm.: epj. Karvel Ögmundsson: Bátar úr girðingu fjarlægist Eigandi girðingarinnar sem liggur neðan og milli húsanna Höskuldarkots og Bjargs og ofan við upptökubraut smábáta í Njarð- víkurhöfn, Karvel Ögmundsson, hefur nú skorað á alla þá er eiga þama báta, bíla og kerrur að fjar- lægja það fyrir 10. maí. Umræddar eignir eru þama í heimildarleysi Karvels, þar sem aðeins má geyma slíkt innan girðingarinnar með hans leyfi. Er því vissara fyrir viðkomandi að fjarlægja eigur sfnar hið fyrsta því 10. er á föstudag. Eigendur þessara báta hafa ættu því að fjarlægja þá vilji Njarövíkurkaupstaöur: Mismunur á gjaldskrá leikskóla Foreldrar bama á leik- skólanum Ginili í Njarðvík óskuðu eftir því í vetur með undirskriftarlista að bæj- arfélagið greiddi fyrir því að sami systkinaafsláttur væri veittur fyrir börn á því heimili og er á Holti í Innri-Njarðvík. En sem kunnugt er þá rekur bæjarfélagið síðamefnda leikskólann en einkaaðili þann fyrrnefnda. Töldu foreldrarnir að bæj- arfélagið ætti að greiða ntis- muninn. Bæjaryfirvöld fóru hinsvegar fram á það að rekstraraðili Gimlis tæki mis- muninn á sig, en því höfnuðu rekstraraðilar, þar sent þeir töldu sig ekki geta orðið við erindinu. Vegna þessa hefur meiri- hluti bæjarráðs Njarðvíkur þ.e. þau Sólveig Þórðardóttir og Kristbjöm Albertsson bókað vonbrigði með að rekstaraaðili Gimlis hafi hafnað að veita afslátt til samræmis við það sem gert er á Holti. Jafnframt hefur meiri- hlutinn samþykkt að hafna ósk- unt foreldra bama á Gimli að bæjarsjóður greiði niður fyrir þau í samræmi við böm á Holti og um leið tillögu frá Ragnari Halldórssyni, Þorbjörgu Garð- arsdóttur og Steindóri Sig- urðssyni um santa efni. Var samþykkt að hafna þessu með tveimur atkvæðum gegn einu í bæjarráði Njarðvíkur 10. apríl sl. Þeir Ragnar Halldórsson og Steindór Sigurðsson óskuðu bókað á sama fundi að þeir hörmuðu ákvörðun meirihlutans unt að einstæðir foreldrar og foreldrar í sambúð njóti sömu fyrirgreiðslu á leikskólagjöld- uni, hvort sem börn þeirra væm vistuð á leikskólanum að Holti eða Gimli. Segja þeir í bókun sinna að með jressu sé meirihlutinn að mismuna íbúum Njarðvíkur um tugi þúsunda kr. á ári. Síðan segir orðrétt í bókuninni „Ekki verður séð að meirihlutinn geti rökstutt að í Njarðvík skuli einungis fáir útvaldir njóta aukinnar niður-greiðslu leik- skólagjalda. Afstaða meiri- hlutans virðist byggð á andúð þeirra á einkareknum leik- skólum og óskiljanlegt með öllu að fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins hafi gerst viljalaust verkfæri í höndum blindrar ríkis-forsjár.“ Af þessu tilefni óskaði Kristbjörn Albertsson eftir- farandi bókunar: „Vegna niðurlags bókunar R.H. og S.S. varðandi einka- rekstur eða ríkisforsjá. Und- irritaður harmar þá niðurstöðu að einkareksturinn skuli ekki geta veitt sambærilega þjón- ustu. Ég bendi jafnframt á að í Sjálfstæðisflokki hafa menn heimild til að hafa sjálfstæðar skoðanir og hef ég aldrei farið dult með skoðun mína á einkarekslri leikskóla." sett þá þarna án heimildar og þeir komast hjá vandræðum. Ljósm.: epj. Neytendafélag Suöurnesja: Verðkönnun á hársnyrtingu Neytendafélagið gerði fyrir skömmu verðkönnun á þjónustu hjá hársnyrti- stofum á Suðurnesjum. f síðasta tölublaði Víkurfrétta var birt verð á dömu-, bama- og herraklipppingu, hárþvotti og særingu. Nú er það verð á permanetti, hár- litun og blæstri. Ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar heldur er hér um verð- samanburð að ræða. ★ Ath. Stutt hár getur verið frá því að vera fyrir ofan eyru og til þess að vera niður á miðjan háls, allt eftir þykkt hársins og klippingu. Neytendur ættu því að at- huga vel áður en beðið er um permanett eða litun hvort hár þeirra telst stutt, millisítt eða sítt. ★★ Ellilífeyrisþegar fá 5-20% afslátt hjá mörgum hársnyrtistofum. permanett permanett permanett hár- hárlitun stutt hár millisítt sitt hár blástur stutt Hársnst.Málfríðar Garði 2600 2900 3200-4000 900 1500 Hársnst. Kamilla — 2400 2600 2800-3600 980 1290 Hársnst. Helgu Grindav. 2695-2950 3295 /Í050 980 1610 Hársnst.Sigrúnar — 2695-2950 3295 U050 1000 1590 Hársnst. Taco — 2830 2915 3080-3U10 980 1815 Hársnst. Edilon Keflav. 2750 3200 880 1750 Hársnst. Elegans — 2900 3200 3U20-3710 1160 1950 Hársnst.Hár-inn — 2900 32UO 35U 5 1130 1870 Hársnst. Harðar — 2900 3500 3800 800 1300 Lokkar og línur — 2690 2790 3350 970 1530 Þel-hárhús — 3lHO 3510 Uoio 1220 2300 Klippótek — 3190 3520 3762-11081 1280 2195 Hárgrst.Þórunnar — 2500 2980 3600 1050 1/190 Hárgrst. Pálu — 301á 33U5 3980 1159 219U Hárgrst. Brá — 3100 3800 4900 1250 1950 Hárgrst.Lildu Sig — 2400 2750 3200 960 1/180 Hárgrst. Hrund — 2800 3350 950 1550 Hárg.önnu Steinu — 980 2U20 900 950 Hárgrst.Hj ördísar Ndaráv 2700 2900 3200 1000 1700 Hársnst.Svandisar Sandg. 2600 2900 3600 850 1550 Hársnst. Víf — 2500 2980 3600 1050 1690 Hársnst. Hrannar Vogum 2350 2500 2700 920 1550 Hæsta verð 3190 3800 4900 1280 2300 Lægsta verð 980 2500 2420 800 950 Mism. i X 225X 52% 102% 60X 1U2X I'S mSKA ALFRÆÐI Héraðsblað: Landsmálablað, frétta- eða auglýsingablað sem fjallar einkum um stað- bundin ntálefni, t.d. innan bæjar eða héraðs. ísl hér- aðsblöð eru alls um 60, út- gefin af stjómmálaflokkum, prentsmiðjum eða sér- stökum útgáfufélögum. Af þeim má nefna Víkurfréttir í Keflavík, Fjarðarpóstinn í Hafnarfirði, Vestfirska fréttablaðið á Isafirði, Feyki á Sauðárkróki, Víkurblaðið á Húsavík, Austra á Eg- ilsstöðum, Austurland í Neskaupsstað, Eystra-Horn á Höfn og Þjóðólf á Selfossi sem öll koma út reglulega og eru fremur frétta- en auglýsingablöð. Vélbundið hey Grænt vélbundið hey til sölu. Heimkeyrsla ef óskað er. Upp- lýsingar í símum 93-38888 og 985-23137. Skiptiborð og Brintex barnastóll og ýmislegt fleira fyrir smáböm til sölu. Uppl. í síma 27207. Ýmislegt Barnapössun Ég er 13 ára stelpa og mig vantar vinnu við að passa bam, hef verið á barnfóstru- námskeiði. Uppl. í síma 15867. Eyðublöð A afgreiðslu Víkurfrétta má fá tilboðs- og atvinnu- umsóknareyðublöð fyrir þá sem auglýsa í Víkurfréttum. Þarftu að losa bílskúrinn, geymsluna eða háaloftið, selja eða leigja íbúð? Eru smáauglýsingar Víkurfrétta þá ekki rétti vettvangurinn til að koma því á framfæri. Bjóðum upp á greiðslukortaþjónustu við greiðslu á auglýsingum. Af- greiðsla Víkurfrétta stmi 14717 og 15717.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.