Víkurfréttir - 08.05.1991, Blaðsíða 6
6
A beininu Umsjón: Emil Páll
Yíkurfréttir
8. maí 1991
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa
PÁLS SVEINSSONAR
Miðleiti 3, Reykjavík
tiiuðrún Kristjánsdóttir
börn, tengdabiirn, barnabörn og barnabarnabörn.
Flugukast-
kennsla
Fyrirhugað er að halda námskeið í fluguköstum
ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar í símum
15489 (Vilhjálmur) og 68372 (Vilberg)
Stangveiðifélag Keflavíkur
Atvinna
1. Iþróttaráð leitar að starfsmanni til að veita
forstöðu íþrótta- og leikjaskóla er starfræktur
verður í júní og júlí. Tilvalið starf t.d. fyrir
kennara eða fóstru.
2. Einnig óskast leiðbeinendur til starfa við
skólann.
Umsóknarfrestur er til 17. maí.
Upplýsingar gefur Jón Jóhannsson, í íþrótta-
húsi Keflavíkur, sími 11771.
íþróttaráð
Tilboð í brottflutning húss
Tilboð óskast í kaup og brottflutning á afgreiðslu-
húsi Sérleyfisbifreiða Keflavíkur sem stendur á
lóðinni við Hafnargötu 12.
Húsið skal fjarlægt fyrir 1. júlí nk.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum. Tilboð sendist skrifstofu S.B.K.
fyrir kl. 17, föstudaginn 17. maí nk.
Franikvæmdastjóri
Þakkir
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og
gjafir á 70 ára afmæli mínu 29. apríl sl.
Guð blessi ykkur öll.
Guöný Kjartansdóttir
„Hef aldrei
haft verki vegna
ráðherraveiki"
-Karl Steinar Guðnason, alþingismaður á beininu
um átök um ráðherralista Alþýðuflokksins o.fl.
Mikill kurr liefur verið
ineðal ýmsra frá því að
ákveðinn var ráðherralisti
Alþýðuflokksins í samsteypu-
stjórninni með Sjálfstæðis-
l'lokki á dögunum. I>að seni
veldur óánægjunni er að á
síðustu stundu hati verið hætt
við að gera Karl Steinar
Guðnason að félagsinálaráð-
herra, eins og margir for-
ystumenn hiifðu lagt til.
Var strax á fundi llokk-
stjórnar Alþýðullokksins
mikil ólga vegna málsins, en
þar seni menn vildu ekki fella
formanninn og allan ráð-
herralistann, greiddu aðcins
14 atkvæði nióti ráðherra-
listanum. Sú tala segir þó
engan veginn hver stemm-
ingin var á fundinum.
En hvað er á ferðinni og
hvers vegna misstum við Suð-
urnesjamenn nú af því að l'á í
fyrsta skipti ráðherra. Til að
fá svör við þessu og öðru sem
kcmur upp í hugann, fengum
við Karl Steinar Guðnason á
beinið.
Nú halöi formaður Al-
þýðutiokksins farið fram á
það að þú tækir að þér fé-
lagsmálaráðuneytið og Iniið
var að handsala aðstoðar-
mann. Hvað gerðist?
„Samkvæmt hugmyndum
Jóns Baldvins, hafði hann ætlað
Jóhönnu Sigurðardóttur, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neylið. A síðustu stundu neitaði
hún að færa sig til.“
Milli manna hefur verið
sagt að Jóhanna Sigurðar-
dúttir hafi ekki uiinið i sam-
ráði við aðila vinnumarkað-
arins, seni félagsinálaráð-
herra, en þar liefur þú góð
tengsl og vitað cr að þaðan
kom þrýstingur á að þú fcngir
starnð. Er hægt að horfa fram
h já slíku?
„Framundan er mjög við-
kvæmur lími, vegna gerðar
nýrra kjarasamninga og því
nauðsynlegt að taka á því máli
með festu.
Ég efa ekki að áratuga
reynsla mín á þessu sviði hefði
komið launþegum og ríkis-
stjóminni að gagni. Þeir sem
horfa fram hjá slíku, taka
vissulega á sig mikla ábyrgð."
Ert þú þá ckki svekktur
með niðurstöðuna?
„Ég hef aldrei haft verki
vegna ráðherraveiki. Ég varð
var við ótrúlega mikinn stuðn-
ing við að ég gegndi þessu
starfi. Sá stuöningur kom alls-
staðar af landinu. Ég tel mig
Iíka hafa haft meirihluta í þing-
flokknum.
Hinsvegar finn ég til sárinda
vegna vinnubragðanna sem
einkennast af hroka og hof-
móði.“
Hvers?
„Það er gott veðriö úti.“
Verður það ekki vont fyrir
ríkisstjórnina að vera ekki í
tengsluni við aðila vinnu-
markaðarins?
„Ríkisstjóminni er nauð-
synlegt að vera í nánum tengsl-
um við aðila vinnumarkaðarins.
Jafnvægi í efnahagsmálum með
lágri verðbólgu og stöðugu
verðlagi er nauðsynlegt fyrir
þjóðina, ekki síst þá verst settu
í þjóðfélaginu. Ég vona að rfk-
isstjóminni takist vel í þeim
efnum. Þar verða allir að leggja
sig fram“.
Sagan segir að forysta
flokksins sjái nú að hér hafi
oröiö injög slæm mistök og þú
hafir pálmann í höndum hvað
varöar formcnnsku í nefnd-
um og ráöuin flokksins. Er
það rétt?
„Það kemur í ljós.“
Hefur þú hugleitt hvort þú
grípir til einhverra liefnd-
araðgerða vcgna þessa?
„Nei. það hef ég aldrei hug-
lcitt.
Samstaða jafnaðarmanna á
Suðurnesjum er mikil. Við vilj-
um ekki vinna á neikvæðan
hátt, en segjum félögum okkar
hreint út þegar okkur mislíkar.
Það kemur dagur eftir þennan
dag“.
Veist þú hvers vegna Suð-
urnesjamenn eiga svona erfitt
uppdráttar á framboðslist-
um. Þú ert sá eini sem liefur
veriö í öruggu sæti?
„Styrkur og samstaða Al-
þýðutlokks á Suðurnesjum er
gífurlega mikill. Ég á einnig
fylgi mjög víða í kjördæminu.
Ég hef notið þess.“
Hver er skoðun þín á sér-
stöku Suðurnesjakjördæmi?
„Sérstakt Suðumesjakjör-
dæmi yrði fjölmennara en
Vesturlandskjördæmi, Vest-
fjarðakjördæmi, Norðurlands
vestra- og Austurlandskjör-
dæmi. Auðvitað kemur það
sterklega til greina.
Aðalatriðið er að jafna kosn-
ingaréttinn. Þá verðum við ekki
settir skör lægra en aðrir lands-
menn.“
Sagt er að þú sért yfirlýs-
ingaglaður þingmaður, en
jafnframt mikill kafbátur.
Hvað segir þú um þær full-
yrðingar?
„Það er svo margt sagt um
menn, bæði satt og logið. Mjög
margir segja að ég forðist fjöl-
miðla. Þegar ég reiðist niisrétti,
spillingu og ranglæti hneigist
ég til að nota sterk lýsingarorð.
Þeirsem þekkja mig best vita
að ég er fjarri því að vera það
sem þú nefnir 'kafbátur’. En það
fylgir starfi alþingisnianns að
þeir segi frá því sem þeim sýn-
ist. Ég tek því með mikilli
rósemi. vegna þess að ég hef
góða samvisku,'* voru lokaorð
Karls Steinars Guðnasonar á
beininu.