Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.1991, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 08.05.1991, Blaðsíða 8
8 Kirkja Keflavíkurkirkja: Sunnudagur 12. maí: Messakl. 14 (altarisganga). Sr. Arni Pálsson, Borg á Mýrum, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknar- presti. Kórar Borgarnes- og Kefla- víkurkirkju syngja. Eldri borgurum boðið til kafftdrykkju í Kirkjulundi eftir messu. Sóknarprestur Kristið samfélag Túngötu 12 Samkoma sunnudagskvöld kl. 19.30. Ytri-Njarvíkurkirkja: Fimmtudagur 9. maí: Uppstigningadagur: Guðsþjónusta í Ytri-Njarðvíkur- kirkju kl. 14. Eldri borgurum boðiö til kaffidrykkju í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu. Kór Keflavík- urkirkju syngur. Organisti Einar Örn Einarsson. Föstudagur 10. maí: Jarðarför Eyjólfs Vilmundssonar, Þórustíg 26, Njarðvík, fer fram kl. 14- Olafur Oddur Jónsson Systra- og bræðrafélag Keflavíkurkirkju Næsti fundur verður mánudaginn 13. maí, kl. 20.30 í Kirkjulundi. Víkurfréttir - þar er auglýsingamátturinn / Guðm. O. Emilssonar Garðaeigendur - Húsfélög Nú er sumarið gengið í garð, - er vorverkunum enn ólokið í garðinum hjá þér? Klippi tré og runna, hreinsa úr beðum, kantsker o.fl. um ÖLL SUÐURNES. Vönduð vinna, sanngjarnt verð. Nánari upplýsingar í símum 12640 og 985-30705. - Geymið auglýsinguna - Lax-Lax-Lax Til sölu veiðileyfi í Setbergsá á Skógar- strönd. Tvær stangir hvern dag. Upp- lýsingar í síma 11159 og 12848. Heimilistæki fyrir 150 þús. kr. eða meira, lánað í 36 mánuði. - Engin útborgun. Pú færö hvergi betri kjör! Komdu og verslaöu allan „pakkann** í húsiö á greiöslu- kjörum sem eiga sér vart hliö- stæöu. molar' Í| grín ■ gagnryni vangaveltur ■ ^un^sjón:"emil páll.*»| Glœsileg fegurð Suðurnesjamenn geta verið í sjöunda himni yfir árangrinum úr Fegurðarsamkeppni Islands sem fram fór síðasta föstudag. Þrjár af tjórum stúlkum sem báru merki okkar komust þar í verðlaunasæti. Fegurðardrottning Reykjavíkur, Keflvtkingurinn Svava Haralds- dóttir bar sigur úr býtum, í 2. sæti fegurðardrottning Suðurnesja 1991 Sigrún Eva Kristinsdóttir úr Innri-Njarðvík og í 4. sæti og jafnframt Ijósmyndafyrirsæta Is- lands, var Ijósmyndafyrirsæta Suðurnesja Telma Birgisdóttir, úr Keflavík. A þessu sést að Suð- urnesjamenn mega vera stoilir af sínu. Fjölgun yfirmanna.. Mikil „stjóra" fjölgun hefur átt sér stað síðustu vikurnar hjá Brunavörnum Suðurnesja er tjórir menn voru gerðir að varðstjórum. þeir Örn Bergsteinsson, Ingimar Guðnason, Gylft Ármannsson og Gísli Viðar Harðarson. Þá var tjölgað í stöðugildum vegna breytinga sem gerðar hafa verið. ... og um leið spaugileg staða Jafnframt var gerð sú lireyting að Lárus Kristinsson yftreldvarn- areftirlitsmaður var að eigin ósk fluttur til innan stöðvarinnar og Guðmundur T. Ólafsson gerður að yfirmanni eldvarnareftirlits og nýr maður ráðinn í eftirlitið. Við það kemur upp sú skondna staða að undirmaður Guðmundar, er fagmaður sem iðnaðarmaður og hefur því mun meiri reynslu og þekkingu til starfsins en yf- irmaðurinn. Sá heitir Jón Guð- laugsson fyrrum byggingaverk- taki með meiru. Hlýtur sú staða því oft að eiga eftir að koma upp að Jón kenni Guömundi en ekki öfugt. Barist um fulltrú- ana í 15. sœtinu Þeir á Edenborg ætluðu aldeilis að skáka K 17. er hinir síðar- nefndu buðu upp á Eurovision- farana Stefán og Eyva um næstu helgi. Edenborg sló þeim í K-inu þá við og fékk þá féiaga til að spila síðasta sunnudag, þ.e. dag- inn eftir keppnina. Hefðu þeir fé- lagar komist ofar en í 15. sæti, hefði hér verið um gott útspil að ræða. Stjórnin sló allt út Eins og við greindum frá í síð- ustu molum hefur orðið mikil aukning á því að skemmtistaðimir bjóði upp á einhverjar uppákomur til að trekkja að viðskiplavini. Hefur þetta oftast haft það í för með sér að sá staður sem boöiö hefur upp á betri uppákomu hefur halt vinninginn það kvöldið og nánast fengið fullt hús, meðan hinn staðurinn hefur verið hálf tómur. Um síðustu helgi var þetta staðfest er K 17 bauð upp á Stjómina fyrir troðfullu húsi, en aðsóknin á Edenborg var fremur lítil það kvöldið. Titrari skelfdi flugstöðvarmenn Það varð heldur belur uppi fótur og fit í flugstöð Leifs Ei- ríks-sonar á dögunum. Innan um allar ferðatöskurnar fannst lítil kvenmannstaska sem lagði frá undarleg hljóð. Voru margir sér- fræðingar kallaðir til enda ótt- uðust menn það helst að sprengja væri í töskunni sem gæfi frá sér þetta undarlega hljóð. Þegar task- an hafði veriö opnuð kom hins vegar í ijós að það var áhald sem konur nota helst og kallast á ís- lensku titrari, sem olli áhyggjum manna. Keflavík kom til greina Eins og rækilega hefur verið auglýst í fjölmiðlum munu tjórar stórsveitir í þungarokkinu koma fram á risatónleikum í Kaplakrika í Hafnarfirði í júnímánuði. Þegar unnið var að staðarvaii fyrir tón- leikana var íþróttasvæðið í Keflavík sterklega inni í mynd- inni. Einn af forsvarsmönnum innflytjenda rokksveitanna er Guðmundur Guðbjörnsson, kenndur við Bláa lónið. Bótur í hafvillu... Björgunarsveitunum í Garði, Sandgerði og Grindavík var gert að vera í viðbragðsstöðu á föstu- dagskvöld vegna báts sem var í hafvillu. Var það lítill trébátur. Eva 1S 111, sem var í vanda stödd. Tilkynningaskyldan hafði samband við björgunarsveitina í Garði og óskaði eftir því að bát- urinn yrði miðaður út með mið- unarstöð sem er í björgunar- stöðinni... ...þar sem Hjalti gekk ó land... Fyrstu menn vorn vart komnir í björgunarstöðina þegar síminn hringdi og í símanum var sjó- maður sem sagðist vera í helv... vandræðum. Þokan var svo mikil og liann sagðist vera villtur, en síðast hafði hann vitað af sér við eyjuna þar sem Hjalti gekk á land. en sú eyja heitir Eldey. Hann sagðist sjá útlínur landsins í rat- sjá, en þekkti ekki aðstæður. Óskað var eftir því við manninn að hann kaliaði í talstöð bátsins og miðunarstöðin vann úr upp- lýsingunum. Og viti menn, bát- urinn var staddur út af Leirunni í Gerðahreppi. Bátnum hafði því verið siglt meðfram strönd Suð- urnesja, án þess að maðurinn vissi hvar hann væri staddur. ...að landi í Garði en út fró Hafnarfirði... Sagan er ekki búin, því mann- inum bauðst aðstoð frá Slysa- vamafélagi Islands sem hann vildi ekki þiggja. Hann hugðist halda lengra út frá ströndinni og bíða þess að þokunni og myrkrinu létti. 4-L-morgni sl. laugardags tilkynnti sjómaðurinn síðan að hann væri í höfn í Garðinum, en korteri seinna kom tilkynning frá sama báti að hann væri að fara út frá Hafnarfirði... ...meö viðkomu í Borgarnesi Víkurfréttir 8. maí 1991 Nú var málið orðið verulega snúið fyrir Tilkynningaskylduna. Hvernig stóð á því að báturinn kom að í Garði en fór út frá Hafnarfirði? Eftir að hafa kallað fjórum sinnum í bátinn fékkst það uppgefið að hann var á leið til Reykjavíkur. Eitthvað var stefna bátsins ekki í lagi því hjálp- arbeiðni barst frá honum þar sem hann var í hafvillu innan um skerjagarða skammt frá Borg- arnesi. Bátnum var liðsinnt þaðan út en olíubirgðir kláruðust þegar skammt var eftir til Reykjavíkur, svo báturinn var dreginn síðasta spölinn. Friður til að reykja sígarettu... Þegar vorar, tekur lögreglan í Keflvtk fram bifhjólin og lög- reglumenn fara í eftirlitsferðir um svæðið á hjólunum. Lögreglu- niaður var á einni slíkri eftirlits- ferð um Garðinn um sl. ltelgi. Þegar hann stöðvar stórt og fal- legt hjólið, þá hópast krakkarnir í kringum gripinn til að skoða. Lögreglumaðurinn vildi hins vegar fá frið til að fá sér eina sí- garettu og renndi því á bakvið Samkomuhúsið í Garði, í von um að fá þar frið... ...eða hvað ? Friðurinn var hins vegar fljótt úti, því lögreglumaðurinn var vart búinn að kveikja í sígarettunni þegar mikið vélarhljóð og bílflaut heyrðist framan við húsið. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að bifreiðinni ók stúlka sem ekki hafði náð aldri til að öðlast öku- réttindi. Þegar stúlkan varð lög- reglumannsins vör ók hún hins vegar í burtu og það nokkuð greitt. Hafði hún ekið um einn kílómetra þegar lögreglunni tókst að stöðva hana. Deilumðl í Þjóðarsðlinni Girðing nokkur sem sett var upp á Garðskaga á síðasta sumri varð efni mikillar umræðu í Þjóðarsálinni á Rás 2. í þeim um- ræðum er þar fóru fram voru menn ósáttir við það að nú gæti eldra fólk ekki ekið upp á bakk- ann og horft yfir tjöruna og sjó- inn. Nú hefur verið unnin bót á þessu vandamáii. því á tveintur stöðum á Garðskaga hefur verið komið upp upphækkuðum bíla- stæðum við sjávarbakkann, þar sem gott útsýni er yftr fjöruna og hafflötinn. Hrifinn af fegurðar- drottningunni Fegurðardrottningin okkar hún Sigrún Eva fékk símskeyti frá leyndum aðdáanda í hádeginu á föstudaginn. Skeytið hljómaði eitthvað á þennan veg: „Sigrún Eva. þú ert fallegust. gangi þér vel í kvöld." Undir þetta skrifar síðan Jón Pétur Unnsteinsson, til heimilis að Blöndukvísl í Reykjavík. Sigrún Eva stóð algerlega á gati um hver þetta væri. Okkur þykir hins vegar líklegt að hér sé hreinlega um leyndan aðdáanda að ræða. sem fékk ekki staðist freistinguna og kom fram í dagsljósið. Þeir eru eflaust margir sem eru enn í felum. . .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.