Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.10.1991, Page 6

Víkurfréttir - 24.10.1991, Page 6
Fréttir úr félagsstarfi Nemendafélags FS Fjölbrautaskóli Suðurnesja mm siðan MORFIS Þorbjörg Þóra Jónsdóttir i léttri sveiflu Síðastliðinn föstudag keppti ræðulið F.S. á móti ræðuliði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í M.O.R.F.Í.S. í Festi. Umræðuefnið var: „Á að leyfa líknardráp." Auðvitað var ræðulið Suðurnesjamanna með þessu góða málefni, en hafði ekki erindi sem erfiði og tapaði naumlega fyrir Akumesingum með aðeins 58 stigum, sem þykirekki mikill munur. Ræðulið okkar var skipað fjórum dugnaðarforkum og andansfólki sem heita: Guð- björg Glóð Logadóttir, Ingvar Eyfjörö, Ffrafnkell Tumi Kol- beinsson og Henning Emil Magnússon. Nutu þau dyggrar aðstoðar Böðvars Jónssonar, Nikulásar Ægissonar, Guð- mundar Brynjólfssonar og Davíðs Olafssonar. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir. Eftir ræðukeppnina var hald- ið ball með grindvísku hjómsveitinni „Undir Tungl- inu." Aðsóknin að ballinu var frekar dræm, en samt sem áður heppnaðist ballið mjög vel og náði hjómsveitin upp mjög góðri stemmningu. íþróttir Verið hefur í gangi ut- anhússmót K.S.Í. í knattspyrnu og að sjálfsögðu hefur Fjöl- brautaskóli Suðurnesja verið með í þessu móti og hefur kvennalið skólans gert jafntefli við Fósturskóla Islands, en unnið Menntaskólann á Isafirði nteð afburðar sigri 8:1. Karlalið skólans hefur enn ekki keppt neinn leik, þar sem tæknilegir örðugleikar hafa verið í vegi fyrir. Von er að fljótlega bætist úr því, svo karlaliðið geti farið að sigra leiki sína. • Ingvar í ræðustól VINIR Sá merki atburður átti sér stað á Edenborg, mið- vikudaginn 16. okt. að „Vinir Dóra" og Andrea Gylfadóttir héldu tónleika fyrir nema F.S. Tókust þeir tónleikar í alla staði mjög vel. Það má segja að gítarleikari hjómsveitarinnar (Guðmundur Pétursson) og söngkonan DÓRA kunna Andrea Gylfadóttir hafi stolið gjörsamlega senunni, þetta skemmtilega kvöld. En því miður var mætingin slök. Samt sem áður fannst fólki meiriháttar gaman. Við segjum bara eins og ótilgreindur maður sagði eitt sinn: „Það gengur bara betur næst.“ RAFMAGN! Alhliða rafþjónusta - Nýlagnir - viðgerðir Utvega teikningar - Dyrasímakerfi Tónlistarfélag Keflavíkur og nágr.: Kammersveit Reykjavíkur flytur Mozart-dagskrá á mánudagskvöld HJÖRLEIFUR STEFÁNSSON Löggiltur rafvirkjameístari Vesturbraut 8c, 230 Keflavík Sími 15206, hs. 15589 - Prentsmiðjan Grágás ríður á vaðið fyrst Suðurnesjafyrirtækja og styrkir tónleikahald félagsins. q laugardaginn frd kl. 13-16 • Prentsmiðjan Grágás er fvrsta Suðiirnesjafvrirtækið seni stvrkir tónleikuhald Tónlistafélags Keflavíkur með fjár- framlagi. Hér takast þeir í hendur af því tilefni Sigurjón R. Vikarsson frainkvæmdastóri Grágásar og Kjartan Már Kjart- ansson, skólastjóri Tónlistarskólans í KeOavík. Ljósm.: gkv. Kammersveit Reykjavíkur mun næstkomandi mánu- dagskvöld flytja dagskrá sem fengið hefur nafnið „Kvöld- stund með Mozart“. Verða tón- leikarnir í Ytri- Njarðvíkurkirkju og hefjast kl. 20.30. Eru þetta fyrstu tónleikar starfsársins hjá Tónlistafélagi Keflavíkur og nágr. og hefur nú verið leitað samstarfs við fyr- irtæki um tónleikahaldið. Prentsmiðjan Grágás mun ríða á vaðið og verða fyrsta fyr- irtækið á Suðumesjum til að styrkja tónleikahald félagsins með fjárframlagi. Gunnar Eyjólfsson, leikari verður með í för og ntun hann segja sögur af Mozart og lesa úr bréfum hans. Félagar í Tónlistarfélaginu fá aðgöngumiða senda heim en aðrir geta keypt þá við inn- ganginn. Framhaldsaðalfundur fé- lagsins verður haldinn strax að loknum tónleikum en þar er að- eins eitt mál á dagskrá; laga- breytingar. Allir velkomnir í þrektæki, þolfimi (erobikk), function- og tröppuleikfimi. Góöir leiöbein- endur í leikfimi- og tækjasal. Komiö og kynnið ykkur best búnu líkamsræktar- stööina á landinu. Sólbaös- og þrekmiöstöö Perlan Hafnargötu 32 Simi14455 OPIÐ HUS í tilefni 10 ára afmazlis Pcrlunnar

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.