Víkurfréttir - 24.10.1991, Blaðsíða 10
10
Skemmtanalíf
\i kurfréttÍT
24. október 1991
ÁRNAD HEILLA
Hver verða brúðhjón ársins?
Víkurfréttir hafa koniist að samkomulagi við I jósmvndarana á
Suð-urnesjum um reglulega birtingu á mvnduin af nýjuni
brúðhjónum. í næstu blöðuin inunuin við birta nokkrar myndir
af nýjum brúðbjónum og þegar draga ferað jólum inunum við
draga úr hópnum eina mynd sem við ætlum að kjósa Brúðhjón
Suðurnesja 1991 og munu þau bljóta vegleg verðlaun at' því til-
cfni, sem við inunuin greina frá síðar.
Þau brúðhjón frá Suðurnesjum, sem ekki bafa farið til Ijós-
myndara á Suðurnesjum, látið vini eða kunningja mynda sig
eða Ijósmyndara annars staðar á landinu eru hvött til að senda
okkur mynd til birt-ingar.
6. apríl voru gefin saman í
hjónaband í Ytri-Njarðvíkur-
kirkju af séra Þorvaldi Karli
Helgasyni, brúðhjónin Saengd-
uan Sinpru og Slefán Vestmann,
Hátúni 16, Keflavík.
Ljósm.: Nýmynd.
15. júní voru gefin saman í
hjónaband í Innri-Njarðvíkur-
kirkju af séra Ragnari Fjalar
Lárussyni, brúðhjónin Guðrún
Ásmundsdóttir og Jón Magnús
Björnsson, Njarðvíkurbraut 23,
Innri-Njarövík.
Ljósnr.: Nýrnynd.
6. júlí voru gefin saman í
hjónaband í Keflavíkurkirkju af
séra Erni Bárði Jónssyni, brúð-
hjónin Bryndís Guðmundsdóttir
og Arnar Þór Sigurjónsson. Suð-
urgötu 7. Keflavík.
Ljósm.: Nýmynd.
lo. júní voru gefin saman í
hjónaband í Keflavíkurkirkju af
séra Olafi Oddi Jónssyni, brúð-
hjónin Stefanía Helga Björns-
dóttir og Arnbjörn Hannes Arn-
björnsson, Reykjanesvegi 44,
Njarðvík. Ljósm.: Nýmynd.
29. júní voru gefin saman í
hjónaband í Grindavíkurkirkju af
séra Hirti Magna Jóhannssyni,
brúðhjónin Sigrún Harpa Ein-
arsdóttir og Sigurður Oli Hilm-
arsson, Hólavöllunr 7, Grindavík.
Ljósm.: Nýmynd.
6. júli voru getin saman í
hjónaband í Njarðvíkurkirkju af
séra Olafi Oddi Jónssyni, brúð-
Itjónin Elínborg Ellertsdóttir og
Bjarne P. Svendsen, Grundarvegi
21. Njarðvík.
Ljósnt.: Nýmynd.
GÓÐ STEMMNING Á
SIRRÝARKVÖLM
Sirrýarkvöld í Félagsheimilinu
Festi í Grindavík fékk góðar við-
tökur fjölmargra gesta sl. laug-
ardagskvöld. Margþætt dagskrá
var í boðið fyrir gesti áður en efnt
var til stórdansleiks með hljóm-
sveitinni Eldfuglinum, sem er
skipuð bræðrunum Karli og Grét-
ari Örvarssonum og félögum.
Meðal þess sem í boði var má
nefna snyrtivörukynningu frá
Apóteki Grindavíkur. Kynntur var
nýr dömulimur frá Gucci og Adi-
das rakspíri fyrir herra. Góðir
gæjar úr Keflavík sýndu nýjustu
fötin frá Versluninni Gæjum. Þá
kom dansatriði frá Dansskóla
Heiðars Ástvaldssonar og Tísku-
sýning frá versluninni Stórum
stelpum.
Þaö var sjarmörinn Heiðar
Jónsson, snyrtir, sem kynnti dag-
skrána, en Hárgreiðslustofan Taco
úr Grindavík sá um alla hár-
greiðslu á þeim módelum er fram
komu. Þótti sýningin takast vel og
fengu aðstandendur hennar gott
lófaklapp. Meðfylgjandi myndir
tók Haukur Júlíusson við þetta
tækifæri og þær tala sínu ntáli
sjálfar.
PORRAUNDIRBÚNINGUR HAFINN
Axel búinn að
leggja í súr
Þó enn séu tæpir þrír mánuöir
í þorrann. eru veitingamenn þegar
farnir að hugsa og jafnvel und-
irbúa þorramatinn. Einn þeirra er
Axel Jónsson veitingamaður í
Matarlyst. Tók fyrirtæki hans að
þessu sinni 100 slátur ásamt öllu
tilheyrandi og í síðustu viku voru
þær matartegundir sem þekktastar
eru á þorrabakkanum lagðar í súr
hjá fyrirtækinu.
Axel hefur nú útbúið þorramat
í 13 ár, og sagði hann að bestu
gæðin hefðu tekist í fyrra. „Eg er
hinsvegar sannfærður um að nú
hefur tekist vel til og ef eitthvað
er, þá betur en á síðasta ári,"
sagði hann í samtali við blaðið.
En hver skyldi vera galdurinn
á bak við góðan þorramat. Gefum
Axeli orðið: „Númer 1.2, 3,4, og
Fimm er það hreinlæti og aftur
hreinlæti." Að endingu vildi hann
koma því að svona í lokin að
þegar nær dregur þorra verða
hinir vinsælu þorrabakkar til sölu
hjá Matarlyst á Iðavöllunum.
• Axel Jónsson sýnir okkur
súrmatinn sein verður á
þorrabökkunuin frá Mat-
arlyst á þorranum eftir uin
þrjá mánuði. Ljósm.: epj.