Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.10.1991, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 24.10.1991, Blaðsíða 19
19 íþróttir Körfuknattleikúr/ Japisdeild: Keflvíkingar rúlluðu yfir Valsara Ketlvíkingar léku fjórða leik sinn í Japisdeildinni í fyrra- kvöld. Sóttu þeir Valsmenn heim að Hlíðarenda. Keflvíkingar tóku strax öll völd í sínar hendur í leiknum og náðu 10 sliga forystu, sem þeir héldu til loka fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 54:44. Keflvíkingar héldu upp- teknum hætti / seinni hálfleik og skoruðu önnur 54 stig. gcgn aðeins 41 stig Valsmanna. Ketlvíkingar sigruðu því með 23 stigum. 108:85. Hittni Keflvíkinga í leiknum var með afbrigðum góð og skoraði liðið alls 17 þriggja stiga körfur. Þar af gerðu bak- verðirnir Hjörtur og Jón Kr. 5 hvor. Stigin skoruðu annar þessir: Jónatan Bow 29, Hjörtur Harð- ar 22. Jón Kr. 19. Sigurður Ingimundar 16, Nökkvi Jóns 7. Brynjar Harðar 6. Kristinn Friðriks 6. Júlíus Friðriks 2, og Birgir Guðfinns 2. Tæpt hjá Njarðvík gegn Snæfelli Njarðvíkingar máttu hrósa happi yfir sigrinum gegn Snæ- felli í Stykkishólmi. þegar þeir heimsóttu þá á sunnúdaginn. Snæfellingar tóku hraustlega á móti Islandsmeisturunum. nteð Hreitt Þorkelsson fremstan í fararbroddi. Var leikurinn í járnum mest allan tímann, og staðan í hálflcik 42:38, Njarð- vík í vil. A lokasprettinum náðu Njarðvíkingar að knýja fram sigur. þrátt fyrir að Snæ- fellingar fengju tækifæri að komast vfir. Lokatölur leiksins voru 83:82. Ronday Robinson og Teitur Orlygsson voru sem fýrr at- kvæðamestir hjá Njarðvík. Ronday skoraði 22 stig, Teitur 20. Kristinn Einarsson 12. Friðrik Ragnarsson 10, Hreiðar Hreiðarsson 9, Jóhannes Krist- björnsson 8. og Isak Tómasson 2 Haukarnir engin hindrun fvrir ÍBk Slakir Haukar voru engin hindrun fyrir ÍBK í fvrsta heimaleiknum á þessu leik- tímabili. Yfirburðir ÍBK koniu snemma í Ijós og hafði liðið 21 stigs fory'stu í hálfleik. 53:32. I síðari hálfleik hélt ein- stefnan áfram. og lokatölurnar urðu 116:82. Stigin: Jón Kr. 23. Jónatan 22. Nökkvi 20, Sigurður 17, Hjörtur 15. Kristinn 10, Birgir 6, Brynjar 2, og Júlítts 1. UMFG-UMFN á sunnudaginn Njarðvíkingar fara í heim- sókn til Grindavíkur á sunnu- daginn, en þá fer fram 6. umferð Japisdeildarinnar í körfuknatt- leik. Verður án efa hart barist í leiknum, en eins og þeir sem fylgjast með vita, þá unnu liðin hvoil sinn leikinn í Reykja- nesmótinu. bæði á útivelli. Leikurinn hefst kl. 20.00 Víkurfréttir 24. okt. 1991 Keflavikursigur i fyrsta nágrannaslagnum - sigruöu Grindvíkinga 88:77 Ég er þokkalega ánægður með leikinn. Við lékum ekki vel seinni hluta síðari hálfleiks, en það vargott að vinna leikinn þrátt Jónafan Bow hefur átt frá-bæra leiki með IBK undanfarið. fyrir að leika illa. Grindvík- ingamir börðust vel á lokamín- útunum og sýndu að þeir geta bitið frá sér. Við náðum samt að halda haus og leika góða vörn og það skiptir máli,“ sagði Jonathan Bow. leikmaður IBK. eftir leikinn gegn Grindavík sl. sunnu- dagskvöld. Ketlvíkingar. sem léku á heimavelli, skoruðu fyrstu körf- una, en Grindvíkingar svöruðu jafnharðan. með þriggja stiga körfu. Þannig hélst leikurinn í járnum fyrstu tíu mínúturnar. Þá náðu Keflvíkingar góðum leik- kalla, breyttu stöðunni úr 19:20 í 33:20. Þessum mun hcldu Kell- víkingar allt til loka fyrri hálf- leiks, en staðan í hálfleik var 48:34. I upphafi síðari hálfleiks, jtikii Keflvíkingar forskot sitt í 20 stig, 60:40. og virtist allt stefna í samskonar sigur og í síðuslu viðureign liðanna í Reykja- nesmótinu. Grindvíkingar voru liins vegar staðráðnir í því að Iáta þá sögu ekki endurtaka sig. Þeir börðust á móti eins og ljón, og náðu að minnka muninn í aðeins 5 stig, 79:74, þegar rétt rúmar tvær mín. voru lil leiksloka. Þá hrukku Keflvíkingar altur í gang og skoruðu níu stig gegn þremur það sem eftir lifði leiksins. Hjá Keflavík bar mest á Sig- urði Ingimundarsyni, Jóni Kr„ og Jónatani Bow. Sigurður var mjög heitur strax í byrjun, og raðaði þá niður nokkrum þriggjastiga skot- um. Jón Kr. og Jónatan ná mjög vel saman og er olt unun að horfa á samvinnu þeirra. Kristinn Frið- riksson kom einnig vel út úr leiknum, var sjálfstraustið upp- málað. Hjá Grindavík var Guðmundur Bragason bestur, sérstaklega í síðari hálfleik. Bergur Hinriksson átti líka ágætan leik, en Dan Krebs náði ekki að sýna sínar bestu hliðar. Þá vakti ungur Keflvíkingur í liði Grindavíkur, Pétur Rúðrik Guðmundsson. óskipta athygli á lokamínútum leiksins. Hann skoraði 4 stig, tók 4 sóknarfráköst og náði bollanum af IBK í tvígang. Rúnar Arnason komst upp með nokkur gróf brot, en sýndi að hann er sterkur leik- maður. Hann þarf þó að hitta betur utan af vellinum. Stigin: ÍBK: Jón Kr. 23, Jonathan 21, Sigurður 19. Kristinn 12. Nökkvi Már 9. Júlíus 2 og Hjörtur 2. UMFG: Krebs 19, Guðmundur 18. Pálmar II). Bergur 10. Rúnar 8, Marel 8. Pétur 4. Jón Kr. lék 300. leikinn gegn Haukum Jón Kr. Gfslason lék 300. leik sinn fyrir ÍBK gegn Haukuni sl. fimmtudag. Af því tilefni færði KKRK honum smá gjöf, sem þakklætisvott. Jón Kr. héll svo upp á tímamótin með stórgóðum leik gegn Haukuniim, skor- aði grimmt og átti margar stoðsendingar. TEITURIHAM - þegar Njarövík vann KR 96-81 Teitur Örlygsson var í miklum ham þegar Njarðvíkingar fengu KR í heimsókn í toppslagnum í A-riðli Japisdeildarinnar sl. föstudagskvöld. Teitur skoraði 34 stig í leiknum og virtist geta skorað nánast þegar liann vildi. Auk Teits. léku Ronday Robin- son og Friðrik Ragnarsson, fumlaust og skoraði Ronday 24 stig og Friðrik 23. i raun geturallt Njarðvíkurliðið verið sátt við sinn leik. því þegar líða tók á leikinn. náðu þeirgóðu forskoti sem KR-ingarnáðu aldrei að ógna verulega. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og skiptust liðin á því að leiða. Axel Niku- lásson varð frá að hverfa fljótlega í leiknum, fékk höfuðhögg, svo sprakk fyrir á auga- brún hans. Við þetta riðlaðist leikur KR. Njarðvíkingar sigu framúrog náðu um tíma I6 stiga forystu. í hálfleik var staðan 50:40, Njarðvík í vil. Njarðvíkingar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks, og gerðu þá nánast úti um Ieikinn. Náðu Njarðvíkingar um tíma 25 stiga forskoti, en þá kom Axel aftur inná hjá KR. eftir aðgerð á sjúkrahúsinu. KR- ingar náðu að saxa á forskotið, en ekkert lið hefúr við Njarðvíkingum í slíkum ham og í þessum leik. Rondav Robinson lék einnig vel gegn KR. Ólafur Thordersen (t.v.) og Erlingur Hannesson (t.li.l handsala samningana við Guðmund Sigurðsson hjá Vogabæ og Sigurð Pétursson frá Gosan hf. HKN gerir samning við Vogabæ og Gosan hf. Handknattleiksfélag Keflavíkur og Njarðvíkur. HKN. gerði í síð- ustu viku samninga við fyrirtækin Vogabæ og Gosan hf. Vogabær, sem framleiðir Vogaídífumar margrómuðu, gerði samning til tveggja ára, sem felur í sér að fyrirtækið verður að- alauglýsandinn á öllum búningum félagsins. og fær auk þess aug- lýsingaskilti í íþróttahúsunum og á öðrum stöðum sem félagið hefur til umráða. Gosan hf„ sem framleiðir m.a. Pepsi gosdrykkinn, gerði líka samning til tveggja ára. Pepsi- drykkurinn verður auglýstur á bak- hlið búninga HKN og veröa settir upp gossjálfssalar í fþróttahúsunum með drvkkjum frá Gosan hf. Samningarnir eru báðir mjög hagstæðir fyrir HKN og sagði Er- lingur Hannesson, fonnaður fé- lagsins, að þeir myndu styrkja stöðu handboltans í Kellavík og Njarðvík verulega. Samningur Vogabæjar og HKN. mun vera sá fyrsti þessarar teg- undar, sem fyrirtækið gerir. Gosan hf. heldur hins vegar áfram, mcð santningi þessunt. stuðningi sínum við íþróttafélög á Suðurnesjum. Er það vissulega athygli vert, hversu rausnarlega fyrirtækið styður íþróttahreyftnguna héma suður með sjó. en það gerði m.a. stóran samn- ing við knattspyrnuráð ÍBK sl. vor.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.