Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.10.1991, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 24.10.1991, Blaðsíða 17
FRETTIR Kvennadeild AA stofnuö í Grindavík: Allar áhugasamar konur velkomnar Grindvíkingar eru virkir í fé- lagsstarfi ýmiskonar og eins og greint var frá í síðasta tölublaði Víkurfrétta hefur þar verið stofnsett kvennadeild innan AA samtakanna. Eru fundir í deild- inni eru haldnir að Víkurbraut 34 alla laugardaga kl. 14:00. Fundimir hjá kvenna- deildinni eru frjálslegir og þar ríkir engin sérstök stjórn eða nefnd sem segir fyrir verkum, heldur ræðir fólk þar sín mál í ró og næði og eftir hentugsemi. I tilkynningu frá kvenna- deildinni í síðasta blaði læddist fyrir mistök inn undirskriftin stjórnin, sem alls ekki átti að vera. Hinsvegar vilja konumar í AA deildinni í Grindavík bjóða allar konur á Suð- umesjum sem áhuga hafa á að koma, velkomnar á fundi deildarinnar. Mest aukning starfsfólks hjá Víkurfréttum Mestu sviftingar milli áranna 1989 og 1990 varðandi fjölda starfsmanna fyrirtækja á Suð- urnesjum voru hjá Víkurfréttum hf. Samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunarer fyrirtækið í 28. sæti yfir landið varðandi fjölmiðla og bókargerðarfyrirtæki með að meðaltali 22 starfsmenn og jókst sá fjöldi um 152% milli ára. Meðallaun eru aðeins 435 þúsund á ári. Skýringarnar á þessu eru þær að Víkurfréttir eru eitt örfárra fyrirtækja á landinu sem full- nægir skattalögum og telur fram tekjur blaðburðarfólks og einmitt á árinu 1990 bættist við á launaskrá dreifingarfólk Reykjanesins. Mcðallaunin eru þetla lág því eins og gefur að skilja er dreifmg blaðsins hönd- um margra aðila og heildarlaun hvers og eins því í lægri kant- inum. Tæpir 1100 starfsmenn hjá Varnarliðinu að meðaltali Það fyrirtæki á Suðurnesjum sem hafði á árinu 1990 flesta starfsmenn var Varnarliðið, með að meðaltali 1096starfsmenn. Varþað jafnframt sjötti stærsti vinnu- veitandi landsins. Kemurþetta fram í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar. Jafnframt kemur fram að fimm stærstu verktaka- og bygg- ingaiðnaðarfyrirtækin á Suð- urnesjum eru Islenskir Að- alverktakar. Dverghaniar. Tré- smiðja Þorvaldar Olafssonar, Rammi og Ellert Skúlason. Eru IAV stærstir á þessu sviði yftr landið með að meðaltali 517 starfsmenn. Dverghamar hafði að meðaltali með 78 starfsmenn og var í 7. sæti yfir landið. I 26. sæti yftr landið var Tré-X með 38 starfs- menn að meðaltali, í 27. sæti Rammi með sömu tölu og síðan var Ellert Skúlason með 28 starfsmenn að meðaltali, í 36. sæti yfir landið í þessari starfsgrein. Björgunarsveitin Ægir, Garöi: FYRSTA FÉLAGS- VISTIN í KVÖLD Ein af þeim fjár- öflunarleiðum sem Björg- unarsveitin Ægir í Garði hefur haft tekjur af á undanförnum árum eru félagsvistir. Nú eru vistirnar að fara í gang að nýju eftir langt og gott sumarfrí. I vetur verður spilað í verka- lýðshúsinu sem staðsett er á bakvið símstöðina í Garði. Spilað verður á fimnitu- dagskvöldum kl. 20:30 til að byrja með en ef aðrir dagar henta fólki betur verður það rætt við spilarana. Fyrsta félagsvistin er í kvöld og eru góðir vinningar í boði. Spilanefndin hjá Bjögrun- arsveitinni Ægi hvetur alla gömlu góðu spilarana til að mæta og einnig viljum við sjá ný andlit. Fyrir þá sem ekki kunna að spila vist er hægt að segja að jtetta er auðveldur leikur og lærist á einni kvöld- stund. Við ítrekum að það eru allir velkomnir í Sæborgu, hús Verkalýðs- og sjómannafélags Gerðahrepps í kvöld á meðan húsrúm leyfir. Að sjálfsögðu er verðinu stillt í hóf og kaffi- þyrstir geta drukkið vökvann svarta eins og þá lystir, því að sjálfsögðu er ókeypis kaffi á könnunni. Spilanefndin Staöa At- vinnutyggingasjóös frá upphafi: Tæpar 650 milljónir lánaðar til Suðurnesja Samkvæmt stöðu lána Atvinnutryggingasjóðs út- flutningsgreina 31.12.90 hel'ur sjóðurinn úthlutað lánunt til 49 aðila á Suð- umesjum upp á tæpar 650 ntilljónir króna. Kentur þetta fram í ársskýrslu Bygaðastofnunar fyrir árið 1990. Einn aðili sker sig úr, með 133 milljónir, þegar aðrir aðilar af Suð- urnesjum em mest með rétt rúmar 43 milljónir króna. Sá aðili sem er stærstur er Miðnes lif. í Sandgerði. Reykjanes- grunn Grunn suð-suðvestur af Reykjanesi. Dýpi: 100-200 m; milli Skerjadjúps og Grinda- víkurdjúps; góð fiskimið. Útför Árna heitins á morgun Útför Árna Vigfúsar Árna- sonar, Faxabraut 38d, Kefla- vík sem lést í árekstri á Reykjanesbraut rétt innan við Vogastapa, fer fram frá Keflavíkurkirkju á morgun föstudag kl. 14. Hann var 49 ára, fæddur 19. janúar 1942, starfsmaður hjá Vamarliðinu, auk þess sem hann kom víða við í fé- lagsmálum, var m.a. sókn- arnefndarformaður Kefla- víkursóknar. Ámi V. Árnason lætur eftir sig eig- inkonu og fjórar dætur. ÍP Arni Vigfús Árnason 17 Víkurfréttir 24. okt. 1991 Handarísk fjölskylda óskar eftir stórri íbúð eða ein- býlishúsi í 1-2 ár. Uppl. í síma 14629 (símsvari) og 57732. Til leigu Herbergi með aðgangi að baði, eldhúsi og sjónvarpi. Á sama stað óskast þvottavél til kaups. Uppl. í síma 15859. Lítil kjallaraíbúð Uppl. í síma 14987. 3ja herbergja íbúð á góðum stað, laus strax, fyrir reyklaust fólk. Uppl. í síma 11509. 4ra herbergja íbúð í tvíbýli í Keflavík, sér inn- gangur laus 1 .nóvember. Nöfn og símanúmer leggist inn á skrifstofu Víkurfrétta merkt „íbúð“ Til sölu Hornsófasett með glerborði. Uppl. í síma 14240. Frá slvsstað á Reykjanesbraut. Ljósrn.: hbb. Ríkið segi upp öllum Um síðustu helgi var haldinn í Vestmannaeyjum 3. aðal- fundur Samtaka bæjar- og hér- aðsfréttablaða. í þeim sam- tökum eru 16 bæjar- og hér- aðsfréttablöð hringinn í kringum landið. Eina Suð- umesjablaðið sem aðild á að samtökunum er Víkurfréttir, en meðal stofnaðila var Reykja- nesið og á síðasta aðalfundi var Bæjarblaðið tekið inn. Sem kunnugt er þá hafa þau bæði lagt niður útgáfu. Suð- urnesjafréttum var nú boðin að- ild^en hún ekki þegin. Á aðalfundinum voru flutt fróðleg erindi um ýmislegt er fylgir blaðaútgáfu, auk þess sem fram fóru venjuleg að- alfundarstörf. I stjóm voru kjömir: Páll Ketilsson, Víkurfréttum; Gísli Valtýsson, Fréttum, Vest- mannaeyjum; Sigurjón Sig- urðsson, Bæjarins besta, ísa- firði; Fríða Proppé, Fjarðarpóstinum, Hafnarfirði; og Sigurður Sverrisson, Skaga- blaðinu, Akranesi. Þeir Páll og Sigurður hafa verið í stjóminni frá upphafi og Gísli var nú end- urkjörinn, aðrir eru nýir í stjóminni. Eitt af aðalmálum fundarins voru samskipti ríkisvaldsins og blaðanna. Að umræðum lokn- um var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Áðalfundur Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða haldinn í Vestmannaeyjum 18. til 20. október 1991 lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun fjár- málaráðherra, að segja upp því eina eintaki af hverju að- ildarblaða samtakanna sem keypt var. Aðalfundurinn hvetur stjórn- völd til að stíga skrefið til fulls, segja upp öllum fjöl- miðlaáskriftum og afnema alla flokkspólitíska útgáfustyrki. Þar með sitja allir fjölmiðlar við sama borð. Aðalfundur Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða ítrekar, að blöð innan samtakanna vilja standa á eigin fótum, án rík- isstyrks. Engu að síður álítur fundurinn, að hið opinbera mætti í mun rtkari mæli en gert er, nýta sér þá þjónustu sem blöðin bjóða upp á.“ Lada-Sport og Peugeot 505 GRD station diesel Lada Sport árg. 84. Peugeot '83 átta manna. Uppl. í síma 15124. Dekk 13 tommu Norðdekk, nelgd vetradekk, verð kr. 15.þús. Einnig 31 tommu Dunlop heils- ársdekk 10 1/2 tommu breið með Toyota álfelgum verð kr. 55.þús. Uppl. í síma 12011 Borðstofuborð og stólar Sófasett 4+2+1, lyft- ingarbekkur, skrifborð með hillum hvítt, svartur stereo rekki. Uppl. í síma 16021 eftir kl.20.00. Hornsófasett + 1 stóll og borð, einnig 2 bambus stól- ar. Stereo 4ra rása Fisher magnari 4 hátalarar AR 3 og plötuspilari. Uppl. í síma 14775 eftirkl. 17.00. Ýmislegt Tapað f'undið Sá eða sú sem tók galla- buxurnar og lögguskóna í sameigninni að Heiðarholti 20 fyrir hálfum mánuði síðan. Vinsamlegast skili því aftur á sama stað. Þrír kettlingar frást gefins. Uppl. í síma 15578. Greiðslukorta- þjónusta t Bróðir minn ODDUR ÞORKELSSON andaðist á Hlévangi, 23. október. Valgarður Þorkelsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.