Víkurfréttir - 24.10.1991, Síða 12
12
Afmæli / Tónlist
Víkurfréttir
24. okt. 1991
Á morgun föstu-
daginn 25. október
verður Helga Egilsdóttir,
Vesturbraut 5, Keflavík, sjö-
tíu og fimm ára.
Næstkomandi mánu-
dag, 28. október
verður Svanhildur G. Ben-
ónýsdóttir, Hringbraut 66,
Keflavík fertug.
Þær tengdamæðgur verða að heiman.
Tónlistarnámskeið fyrir börn í
Keflavík
Helgina 26. og 27. október
nk. verður haldið námskeið í
hljóðfæraleik í Keflavík. Nám-
skeiðið er á vegum Islenska
Suzukisambandsins, en það
hefur á stefnuskrá sinni að
stuöla að útbreiðslu og viðgangi
aðferðar Shinichi Suzuki í upp-
eldismálum á Islandi. Aðferðin
hefur þegar náð nokkurri út-
breiðslu hér á landi og fer nú
fram tónlistarkennsla eftir þess-
ari aðferð í Keflavík, í Reykja-
vík og á Akureyri.
Islenska Suzukisambandið
hefur staðið fyrir námskeiðum
á öllum þeim stöðum þar sem
kennsla eftir þessari aðferð fer
fram og er nú komið að Kefla-
vík í annað sinn, en sams konar
námskeið var haldið hér í bæ í
apríl 1988. Á námskeiðinu um
helgina, sem er haldið í Tón-
listarskólanum í Keflavík og
Holtaskóla, verður kennt á pí-
anó, fiðlu og selló. Kennarar á
námskeiðinu eru allir með rétt-
indi sent Suzukikennarar,
þ.á.m. er Kjartan Már Kjart-
ansson skólastjóri Tón-
listarskólans í Keflavík og
bresk kona, Felicity Lipman, en
hún er einn af frumkvöðlum í
Suzukikennslu í Englandi.
Suzukisambandið er ntjög
hreykið að geta boðið upp á
kennara sem Felicity, því hún
er einn færasti kennari á sínu
sviði. Kennt verður frá morgni
til kvölds og verða bæði einka-
tímar og hóptímar.
Bæði laugardag og sunnudag
verða hádegistónleikar kl. 12 í
Holtaskóla og námskeiðinu
lýkur með tónleikum í Kefla-
víkurkirkju kl. 16 á sunnu-
deginum. Eru allir boðnir hjart-
anlega velkomnir á alla þessa
tónleika og einnig til að fylgjast
með kennslustundum á nám-
skeiðinu.
F.h. íslenska
Suzukisambandsins
Ragnheiður Ásta
Magnúsdóttir, formaður
/?4ÐAUGLYSINGAR “5= /47/7
Matsmaður
Okkur vantar matsmann vegna fryst-
ingar. Upplýsingar í síma 27130.
Fiskverkun
Karls Njálssonar
Garöi
Keflavík - Atvinna
Stúlkur óskast í leikfanga- og bús-
áhalda-deild.
ilP.&SP&IFgiyL 1
Sími12300
Atvinna
Óskum aö ráöa vanan vélavörö á 176
tonna línubát sem rær frá Keflavík.
Upplýsingar í síma 985-23089 og
15335
Starfsfólk óskast
Vantar starfsmann til pizzugeröar, ein-
hver reynsla æskileg. Einnig vantar
starfsfólk til þjónustustarfa.
Áhugasamir sendi skrif-
) lega umsókn til Eden-
' borgar, Hafnargötu 30,
Keflavík.
Sálarrannsóknar-
félag Suðurnesja
auglýsir
Almennur skyggnilýsingafundur
meö miölinum Irisi Hall veröur í
Félagsbíói, fimmtudaginn 31. okt..
kl. 20.30.
Húsiö opnað kl. 19.30.
Stjórnin
Aðalfundur
Reykjanes svæöisfélag smá-
bátaeigenda á Suöurnesjum heldur
aöalfund á Glóðinni laugardaginn
26. október kl. 14.00.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á aðalfund LS.
3. Önnur mál.
Stjórnin
Húsnæðisnefnd
Gerðahrepps
Félagslegar íbúðir
lausar
Húsnæöisnefnd Geröahrepps
auglýsir lausa til umsóknar fé-
lagslega íbúö aö Eyjaholti 20.
Umsóknareyöublöö fást á skrif-
stofu Gerðahrepps.
Nánari upplýsingar gefa formaöur
húsnæöisnefndar Jón Hjálmars-
son eöa sveitarstjóri.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvem-
ber1991.
Húsnæðisnefnd Gerðahrepps
NSn
Þau leiðu
mistök
Gömlu
dansarnir
veröa laugardaginn 26. okt. í KK.
uppi.
Húsiö opnar kl. 22.
Þingeyingafélagið
urðu í verðkönnun sem birtíst
í Víkurfréttum 3. okt. sl. að
Neytendafélagið víxlaði
nöfnum Hagkaups og Stór-
markaðs Keflavíkur.
Neytendafélagið biður alla
viðkomandi aðila velvirðingar
á mistökunum.
Neytendafélag
Suðurnesja