Víkurfréttir - 24.10.1991, Page 18
18
Yíkurfréttir
24. október 1991
íþróttir
BRIDS
0*0*
Sveit
Grethe með
forystu
Nú stcndur yt'ir hraðsveitar-
keppni hjá Bridsfélagi Suðumesja.
Sjö sveitir taka þátt og stendur
keppnin yfir í tvö kvöld. Staða
sveita að loknu fyrra kvöldinu er
þessi:
1. Grethe-Sigríður/
Karl-Hjálmtýr.........513
2. „Redoblsveitin“ Gunnar-
Birgir/Logi-Gísli.....483
3.-4. Sigurður-Jóhann/
Kjartan-Þórður........418
3.-4. „Doblsveitin" Eysteinn-
Eiríkur/Lárus-Garðar..418
5. Óli Þór-Pétur/
Arnar-Sigurður........399
6. Björn-Reynir/
Björn-Sigurhans.......396
7. Gestur-Helgi/
Óskar-Kolbcinn........394
Meðalskor er 432
Næstkomandi mánudag verður
spilað seinna kvöldið í hraðsveil-
arkeppninni en síðan tekur við
Minningarmótið um Guðmund Ing-
ólfsson. Mótið er sveitakeppni. þar
sem spilaðireru tveir 16 spila leikir
á hverju kvöldi. Keppniti mun
standa yfir í 4-5 kvöld.
Spilamennska mun hefjast kl.
19.45 og eru spilarar því beðnir að
vera stundvísir. Mólið fer Iram í
Gistihúsinu Kristínu í Njarðvík og
eru áhorfendur velkomnir.
Stjórnin
Naumur ósigur gegn Islandsmeisturunum
Keflavíkurstúlkumar í handboltanum
sýndu að þær geta svo sannarlega bitið frá
sér, þegar þær léku á heimavelli gegn ís-
landsmeisturum Stjörnunnar sl. föstu-
dagskvöld.
Keflavík leiddi mest allan tíma leiksins,
og var yfir 11:9 í hálfleik. í síðari hálfleik
liélt IBK forystunni allt fram á síðustu
mínúturnar, er Stjörnunni tókst að jafna og
komast yfir 19:18. Síðustu sekúndur leiks-
ins voru örlagaríkar. ÍBK lékk boltann og
liafði u.þ.b. hálfa mínútu til að jafna. Dæmt
var aukakast, og áður en ÍBK stúlkur gátu
tekið það, dæmdi annar dómari leiksins
leiktöf, hversu fáránlegt svo sem það kann
að virðast. Stjörnustúlkur fengu því boll-
ann og héldu honum þar til bjallan
glumdi.
Það má segja að skortur á leikreynslu
hafi orðið til þess að IBK-stúlkurnar
misstu þarna af a.m.k. einu stigi, en þær
sýndu þó oft á tíðum stórgóðan leik. Má
fullvíst telja að þær hafa ekki sagt sitt síð-
asta orð, þrátt fyrir brösugt gengi í upphafi
deildarkeppninnar.
Hajni Mezei var sem fyrr atkvæðamest
hjá IBK. skoraði sex mörk. Eva Sveins-
dóttirog Olafía Lóa Bragadóttir áttu einnig
góðan leik og gerðu fimm mörk livor. Hin
tvö tnörkin gerði Þuríður Þorkelsdóttir.
KARFA:
Góður útisigur
gegn ÍR
Keflavíkurstúlkumar í 1. deild
körfuboltans unnu góðan sigur á IR
í Seljaskóla um helgina, 56:52.
Kellavík byrjaöi betur, komst í
10:2. og liéll forystu allan fyrri
hálfleikinn. Staðan í hálfleik var
33:26, Keflavtk í vil.
IR-stúlkur mættu ákveðnar til
leiks í síðari háltleik og söxuðu
smám saman á forskot IBK. Þegar
5 mín. voru til leiksloka komust
IR-stúIkur yfir 45:48 og þá vökn-
uðu Keflavíkurstúkurnar lil lífsins.
Þær skoruðu 11 stig í röð og
tryggðu sigur sinn, þrátt fyrir að ÍR
skoraði tvær síðustu körfurnar.
Lokastaðan varð því 56:52.
Slig IBK skoruðu: Anna María
Sveins 14. Guðlaug Sveins 12.
Björg Hafsteins I I. Kristín Blöndal
9. Olaa Færseth 6, og Katrín Eiríks
4.
Iþróttafélag fatl-
aöra stofnað á
Sudumesjum
Fyrirhugað er að stofna
íþróttafélag fyrir fatlaða á Suð-
urnesjum. að tilhlulan Sjálfs-
bjargar, Þroskahjálpar, Sundfé-
lagsins Suðurnes og Iþróttasam-
bands fatlaðra.
Að sögn Jóns Helgasonar, form.
SFS, var farið fram á það við fé-
lagið að stofna sérstaka deild innan
félagsins fyrir fatlaða, og tók fé-
lagið vel í þá hugmynd. Hefur
þegar verið fenginn þjálfari fyrir
deildina, og þess farið á leit við
Keflavíkurbæ, að breyta gömlu
Sundhöllinni, þannig að fallaðir
geti gengið þar um.
Að sögn Jóns nýtist nýja Sund-
miðstöðin þessum liópi ekki. vegna
þess m.a. að liafa þarf sér upp-
hitaöa laug. Þttð munu vera um 15
fatlaðir krakkar á Suðurnesjum,
sem hug hafa á að leggja stund á
sundið. Auk þess stunda fatlaðir
margar aðrar íþróttagreinar. og má
þar nefna boccia scm dæmi.
Undirbúningsfundur fyrir
stofnun félagsins verður í Safn-
aðarheimili Innri-Njarðvíkur-
kirkju. mánudaginn 28. okt. nk. kl.
21.00. Eru allir setn áhuga hafa á
málefninu hvattir til aö mæta.
Utbreiðslufulltrúi Iþróttasam-
bands fatlaðra. Anna K. Vil-
hjálmsdóttir. verðurá fundinum og
mun skýra frá starfsemi I.F.
innanhússknattspyrnumót
á Keflavíkurflugvelli
Varnarliðið á Kellavíkurflug-
velli stendur fyrir innanhússknalt-
spyrnumóti fyrir 4. aldursflokk
(14-16 ára) um helgina. Auk
tveggja liða frá skólanum á Kefla-
vikurflugvelli, keppa tvö lið Irá
ÍBK. tvö frá UMFG og eitt lið frá
Val í mótinu.
Keppni hefst á laugardag kl. 15
og verður leikið til 18. Mótið klár-
ast síðan á sunnudaginn, en þá
hefjast lcikar kl. 12 og er stefnt að
því að verðlaunaafhending hefjist
um kl. 18.
Allir íþróttaunnendur eru að
sjálfsögðu velkomnir í íþróttahúsið
á Ketlavíkurflugvelli til að fylgjast
með keppninni.
Annar stórsigur hjá HKN
HKN byrjar keppnistímabilið vel
í handboltanum. A sunnu-
dagskvöldið, vann HKN. eitt yngsta
félagslið á Islandi, sigur á Armanni,
einu elsta félagsliði landsins, í
Laugardalshöllinni.
Það var l'yrst og fremst góður
varnarleikur sem skóp sigur HKN.
cn liðið hal'ði yfir 11:3 í hálfleik. Þá
var markvarslan í leiknum frábær.
en í markinu stóð Pétur Magn-
ússon. fram yfir miðjan síðari hálf-
leik. og Einar Ben. restina.
Erlingur Magnússon. form.
HKN, sagði sína menn hafa leikið
eins og meistara í 45-50 mín„ en
þeir hefðu slakað verulega á í lok-
in.
Flest mörk HKN skoruðu Romas
Pavalonys og Gísli Jóhannsson,
(sem vann þó það afrek að skjóta
ylir tómt mark Armanns í einu skoti
sínu), 6, Oli Thord gerði 5. Her-
mann Hermansson 4. Magnús
Þórðarson 3. Guðbjörn Jó-
hannesson I. og Arinbjörn Þór-
hallsson I.
Deildarmeistararnir koma í heimsókn
-HKN leikur viö Víkinga í bikarkeppninni
Gísli og
HKNá
Oli með sameiningartákn
lofti.
Það er óhætt að segja að HKN-
menn fái verðuga andstæðinga í
fyrstu umferð bikarkeppninnar í ár.
A nk. miðvikudag, 30. okt.. fá þeir
sjálfa deildarmeistarana. Víking.
eitt sterkasta félagsliö Evrópu, í
heimsókn.
Lið Víkinga þarf ekki að kynna
fyrir handboltaáhugamönnum. Þar
er valinn maður í hverju rúmi og
liðið hefur á að skipa 8 núverandi
og fyrrverandi landsliðsmönnum.
Má þar nefna: Bjarka Sigurðsson.
Guðmund Guðmundsson. Birgi
Sigurðsson. Alex Trúfan, Hrafn
Margeirsson. Björgvin Rúnarsson,
Karl Þráinsson og Arna Frið-
leifsson.
Lið HKN. sem hefur fengið
flúgandi start í 2. deildinni, er
einnig skipað harðskeyttum köpp-
um. og Itafa þrír liðsmenn komið
við sögu landsliðs. Hannes Leifs-
son. þjálfari og leikmaður. lék fjöl-
marga landsleiki á 9. áratugnum.
Romas Pavalonys lék með Lit-
háiska landsliðinu, og Einar Ben..
markvörður. kom við sögu í einum
landsleik Islands og Sovétríkjanna
í KetJavík fyrir nokkrum árum.
Þá hefur HKN á að skipa harð-
jöxlum eins og „Sleðanum" Gísla
Jóhannssyni og „Valtaranum" Ólafi
Thordersen. sem aldrei gefa þuml-
ung eftir.
Telja má nokkuð \íst að Þor-
bergur Aðalsteinsson, landsliðs-
þjálfari. mæti og fylgist með leikn-
um. enda vérður þetta einn mesti
stórleikur sem fram hefur farið í
handbolta á Suðumesjum um ára-
bil.
-Handknattleiksunnendur! - Lát-
ið þetta tækifæri til að sjá frábæran
handbolta ekki framhjá ykkur
sleppa.
fréttir
Keflvíkingar
standa sig enn
vel í áheitunum.
I síðustu viku
voru þeir í 4.
sæti, með sam-
tals 5,262 raðir.
Virðist svo sem
hópleikurinn
sem komið var
af stað haft ýtt
uiidir áhugann
fyrir get-
raununum. Staða
efstu hópanna er
ókunn, þar sem
ekki náðist í for-
svarsmenn get-
raunanna hjá
ÍBK.
GETRAUNALEIKUR
SAMVINNUFERÐA OG VÍKURFRÉTTA
Tipparamir flúöu úr landi!
é%
Tippararnir frá síðustu
viku. knattspyrnuþjálfar-
amir, Bjarni Jóhannsson og
Kjartan Másson skömm-
uðust sín svo mikið fyrir
frammistöðuna í síðustu
viku að þeir „flúðu" land.
Þeir félagar eru nú í Þýska-
landi, þar sem þeir dveljast
í þjálfarabúðum. Dagskráin
í búðunum er svo ströng, að
hvorki er hægl að ná sam-
bandi við þá í síma né í
faxtæki.
Það varð því að beita
nýstárlegum leiðum til að
ná sambandi við þá. og
sendi Kjartan t.a.m. hug-
skeyti með sinni spá. Það
gal Bjarni hins vegar ekki.
og því var betri helm-
ingurinn hans. hún Ingi-
gerður. fenginn til að tippa
í hans stað.
Það verður gaman að sjá
hvort þeir kappar bæta eitt-
hvað stöðu sína með þessu.
9» % ■
0
Kjartan lljarni
Arsenal-Notts Gountv 1 1
Aston Villa-Wimbledon 1X2 X2
Crystal Palace-Chelsea 12 1
Leeds-OIdham 1 1
Liverpool-Coventrv 1 IX
Man.City-Sheff. Utd. 1 1
Norwich-Luton I 1X2
Nottingham-Southampton 1 1
Q.P.R.-Everton 2 2
Sheff.Wed.- Man.Utd. 12 2
West Ham-Tottenham 2 1X2
Portsmouth-Ipswich 1X2 X