Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.09.1992, Page 1

Víkurfréttir - 10.09.1992, Page 1
JT y STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM Víkurfrétti LANDSB'OKASi safnahosinu HVERFISGÖTU 101 REYKJAVI. 36. tölublaö 13. árgangur Fimmtudagur 10. sept.1992 -Ríkið skilar kvóta Steindórs GK STÓRSIGUR FYRIR SUÐURNESJAMENN Ríkislögmaður hefur fallist á greinargerð Vilhjálms H. Vil- hjálmssonar hrl. í Keflavík í deilumáli Njáls hf. í Garði og Elliða hf. í Þorlákshöfn unr kvótann af Steindóri GK 101 sem strandaði undir Krísu- víkurbergi í fyrra. Telur ríkis- lögmaður að útgerðaraðili Steindórs GK.. Njáll hf. beri að hafa afnot af kvótanum þar til dæmt hafi verið í málinu fyrir Hæstarétti. Aður hafði sjávar- útvegsráðuneytið tekið kvótann í sína vörslu, en hefur nú skilað honutn til baka yfir á fiskiskipið Unu í Garði Gk 100 sem er í eigu Njáls hf. Urn er að ræða tæplega 700 tonna kvóta af Keflvíkingar um DS málið: Standa við fyrri sam- þykkt Bæjarráð Sandgerðis hefur átalið harðlega afgreiðslu bæj- arstjórnar Keflavíkur á tillögum Jóns Gunnarssonar varðandi þjónustukjarna í aðildarsveitar- félögum DS. Telur bæjarráðið að hér sé um beinar og harka- legar vanefndir að ræða og hef- ur lagt til við bæjarstjórn að gerð verði athugun á því með hvaða hætti hægt verði að slíta samstarfi um DS og skipta þar eignum þannig að Sandgerði verði mögulegt að leysa sóma- samlega úr þörf og þjónustu við aldraða Sandgerðinga í heima- byggð. Málið var kynnt í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suð- urnesjum nýverið og kom síðan þaðan inn á fund bæjarstjórnar Keflavíkur í síðustu viku. Bæjarstjórn Keflavíkur sam- þykkti að árétta síðustu sam- þykkt í málinu og þar nteð var enn einu sinni staðfest að þeir hafna aðild að þjónustukjörnum í Sandgerði, þrátt fyrir hótun Sandgerðinga. þorskígildum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins úr Itópi sveitar- stjómarmanna taldi lögmaður Njáls að ákvörðun ráðuneyt- isins væri í ósamræmi við lög urn stjórn fiskveiða. Einnig að í niðurstöðum aukadómsþings Árnessýslu hafí komið fram SteindórGK var í eigu Njáls hf. í Garði, þó ágreiningur hafi verið af hálfu fyrrum eigenda um hvor útgerðin hafi ráð- stöfunarrétt yfir kvótanum. Njáll hefur undir höndum þinglýstan kaupsamning en Elliði taldi að vanefndir hefðu verið það ntiklar að fyrirtækið I því máli hefur verið dæmt í héraði eins og áður segir og þar var kröfu Elliða hafnað. Elliði áfrýjaði málinu síðan til Hæsta- réttar, sem enn Itefur ekki kveðið upp úrskurð sinn. í greinargerð Vilhjálms vísar hann ennfremur í reglugerð um flutning aflaheintilda milli tveggja skipa og bendir á að ákvæði þar taki ekki til um þetta mál, þar sem skipið var selt með veiðiheimildum, kaupverð þess greitt, riftunarkröfu Itafnað með dómi og einu teiigsl fyrrverandi eigenda við skipið séu þau, að hann neitar að eefa út afsal af því. I áliti ríkislögmanns kemur m.a. fram að hinn þinglýsti kaupsamningur geri það að verkum að Njáli hf., Garði beri ráðstöfunarréttur yfir kvótanum þar til dæmt hefur verið í mál- inu fyrir Hæstarétti. Því ákvað ráðuneytið að flytja kvótann yfir á Unu í Garði samkvæmt ósk útgerðarinnar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er þetta talinn mikill sigur fyrir Suðurnesjamenn í kapphlaupi um aflakvóta. Það sé ekki síst að þakka góðri greinargerð Vilhjálms, sem rík- islögmaður hefur nú fallist á. Metverð á þorski Met var sett á Fiskmarkaði Suðurnesja í gærmorgun er næturgamall stór netaþorskur slægður af Ósk KE 5 var seldur á 176 krónur hvert kíló. Fremur lítill fiskur barst á uppboð í gærmorgun, eða að- eins rúm 10,6 tonn, þar af karfi tæp fimm og hálft tonn og þorskur upp á rúm 3,4 tonn. Meðalverðið á þorskinum voru 141,85 kr., lágmarkið 128 kr. og hámarkið eins og fyrr segir 176 krónur. Fyrstu sjúkl- ingarnir í Víðihlíð Þessa dagana eru fyrstu sjúk- lingarnir á vegum Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs að konta á Víðihlíð í Grindavík. Hér er bæði um að ræða lang- legusjúklinga sem verið hafa á sjúkrahúsinu svo og sjúklinga sem legið hafa í heimahúsum. Sá fyrsti kom eftir hádegi á þriðjudag, en hann var fluttur frá sjúkrahúsinu í Kellavík. Að sögn Skúla Þ. Skúlasonar, formanns stjórnar Sjúkra- hússins munu aðrir lang- legusjúklingar koma í þau rúm er losna á Sjúkrahúsinu, sökum þess hve þörfin er mikil. Búist er við að á Víðihlíð verði 14 sjúkrarúm nú tekin í notkun fyrir langlegusjúklinga sem koma víða af Suðumesjum. ••••••••••• Garðvegur: 71 km yfir há- marks- hraða Ungur ökuntaður var stöðv- aður á sunnudagskvöld á Garð- vegi á 71 km yfir leyfilegum hámarkshraða. Ökumaðu rinn kom í radargeisla lögreglunnar á þeint kafla Garðvegarins, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km á klst. Ökumaðurinn var færður til lögreglustöðvar þar sem varð- stjóri svipti hann ökuskírteininu til bráðabirgða. Málið fór síðan fyrir dómara á mánudags- morgun. höfðaði riftunarmál gegn Njáli. AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA » 14717,15717 • FAX w 12777

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.