Víkurfréttir - 10.09.1992, Síða 2
2
Víkurfréttir
10. sept. 1992
Fréttir
Trésmiðja Þorvaldar
Ólafssonar:
Starfsmenn hafa stofnað
fyrirtæki um reksturinn
Hluti af starfsmönnum Trésmiðju Þorvaldar Olafssonar í
Keflavík hafa stofnsett fyrirtæki er nefnist Víkurás hf. Tók það
verksmiðjureksturinn á leigu um síðustu mánaðamót og mun
halda honum áfram í svipuðu formi og þegar Þorvaldur rak
fyrirtækið. Hefur verið ákveðið að ráða hluta af starfsmönnum,
þeim sem störfuðu í verksmiðjunni, áfram.
• Verslunarmannafélagið hefur kevpt neðstu hæðina í þessu
húsi, þar sem Útskálar voru áður til húsa. Ljósm.: hbb.
Verslunarmannafélag Suöurnesja:
Stærra húsnæði keypt
Verslunarmannafélag Suð-
urnesja hefur keypt neðri hæð-
ina að Vatnsnesvegi 14 í
Keflavík. Um er að ræða hús-
næði það sem húsgagna-
verslunin Útskálar hafði til um-
ráðu áður fer og snýr út að
Vatnsnesvegi.
Að sögn Jóhanns Geirdal,
formanns VS verður húsnæðið
notað fyrir skrifstofur og
fundaaðstöðu félagsins, sem nú
er að Hafnargötu 28.
Ekki hafa þó enn verið tekn-
ar neinar ákvarðanir um
hvenær ráðist verður í breyt-
ingar á húsnæðinu.
Kaffihús M-hátíöar:
Hefur haslað sér völl
Húsfyllir var á Kaffihúsi M-
hátíðar sl. sunnudag og lista-
mönnum vel fagnað.
Næsta sunnudag þann 13.
september munu þessir lista-
menn koma fram:
Geirþrúður Bogadóttir leikur
kaffihúsamúsík á píanó. Kristín
María Gunnarsdóttir leikur á
klarinett við píanóundirleik
Gróu Hreinsdóttur. Nikulás
Ægisson les frumsamda smá-
sögu. Bergur Ingólfsson syngur
við undirleik Ara Agnarssonar.
Haukur Ingi Hauksson verður
myndlistarmaður kvöldsins.
Myndlistin verður að þessu
sinni í formi ljósmynda.
Kaffthúsið hefur án efa hasl-
að sér völl í hversdagsleikanum
hér á svæðinu, en það sést best
á því að öll kvöld er fullt hús
jafnvel þó norðangarrinn nísti
svo merg og bein að fæstir geti
hugsað sér að fara neitt út úr
sínum hlýju húsakynnum.
Margir gestanna koma hvern
sunnudag, en alltaf leynast ný
andlit innanum, sem sjást svo
gjarnan aftur næst.
Við minnum á að aðgangur
er ókeypis, en Glóðin selur
kaffihúsagestum léttar veit-
ingar.
Kaffihúsanefndin
Grindavík:
Stjörnubrun-
inn í rann-
sókn
Eldur kom upp í sölu-
tuminum og leiktækjasaln-
um Stjömunni í Grindavík
aðfaranótt sl. föstudags. Það
var um kl. 03 sem lögregla
og slökkvilið voru kölluð út.
Logaði eldurinn f einu her-
bergi hússins. Nokkrar
skemmdir urðu að völdum
reyks.
Málið er nú í rannsókn hjá
lögrelunni, en komið hefur í
ljós að 8000 krónur í skipti-
mynt hurfu úr húsinu.
Perusala Lions
um helgina
Hin árlega perusala Lions-
klúbbs Keflavíkur fer fram nú
um helgina. Hefst hún á morg-
un föstudag og stendur fram á
laugardag.
Lionsmenn ganga í hús í
Keflavík og nágrenni og bjóða
Ijósaperur til sölu. Að venju
verður öllum ágóða varið til
líknarmála.
Lionsmenn vonast til að
þessi fjáröflun fái góðar við-
tökur bæjarbúa, eins og und-
anfarin ár. Með fjáröflun þess-
ari hafa þeir styrkt aðila eins og
Sjúkrahúsið, Þroskahjálp og
fleiri slíka.
Nauðungarsölui^:
Fólk missir eignir
sínar innan árs
Grundvallarbreyting var gerð á nauðungarsölum nýlega,
sem áður hétu nauðungaruppboð svo að nú líður aðeins eitt
ár frá því að málið er tekið fyrir og sala þarf að liafa farið
fram.
Að sögn Jóns Eysteinssonar. sýslumanns eru mál sem t.d.
voru þingfest voru 1. okt. 1991 að Ijúka með byrjunar-
uppboði fyrir 1. okt. 1992 og eftir það er aðeins gefinn fjög-
urra vikna frestur. Mál sem byrja eftir gildistökuna verður að
ljúka innan árs frá því að þau voru fyrst tekin fyrir annars
falla þau niður.
Því er ljóst að fólk getur ekki lengur fengið frest á upp-
boðum, nema í eitt ár frá því að þau voru þingfest.
„Flotgallinn bjargaði mér"
- sagði björgunarsveitarmaðurinn sem var hœtt
kominn út af Njarðvík á dögunum
synda í átt að landi og tókst að
• Hér er viösnúningurinn á „rúntinum" í dag, vegna „mistaka"
eins og sumir vil ja kalla lokun á viðsnúningnum sem var niður við
Duusgötu. Með viðsnúningnum á Vesturbraut skapast óþarfa
slysahætta og mikið ónæði fvrir íbúa götunnar. Ljósm.: epj.
Vesturbraut, Keflavík:
„Stærra vandamál en
haldið var"
- segirjóhann Bergmann, bœjarverkfrœðingur
„Ég hafði enga möguleika að
ná til bátsins á ný, þar sem hann
rak hratt frá mér og síðan hvarf
hann út í myrkrið. Eg tók því þá
ákvörðun að synda í átt að
landi", sagði Gunnar Asgeirs-
son 22ja ára björgunarsveit-
armaður í samtali við Víkur-
fréttir er hann hafði rétt numið
á mánudagskvöldið.
Þrír félagar úr björg-
unarsveitinni Stakki voru á æf-
ingu út af Njarðvfk á litlum báti
og var hlutverkið að bjarga
mönnum úr sjónum. Er Gunnar
var nýkominn í sjóinn bilaði vél
bátsins og hóf bátinn þegar að
reka hratt frá honum.
Gunnar tók þá á það ráð að
nema land utanvert á grjót-
garðinum í Njarðvík unt þremur
stundarfjórðungum síðar. Þá
voru þar stutt frá nokkrir björg-
unarsveitarmenn, lögregla og
fréttamenn og kom Viðar Odd-
geirsson, fréttaritari Rík-
issjónvarpsins fyrst auga á
Gunnar þar sem hann var að
skríða upp grjótgarðinn.
Búið var að koma út boðum
til flest allra björgunarsveita á
Suðurnesjum og lögreglu. auk
þess sem þyrla Land-
helgisgæslunnar var í við-
bragðsstöðu. Það voru félagar
Gunnars í bátnum sem komu
boðum í land, en af þeim fréttist
síðan ekkert fyrr en þá rak upp
í fjöru við Narfakot í Innri-
Njarðvík, skömmu eftir að
Gunnar kom að landi.
Gunnar var orðinn all þrek-
aður er hann náði landi en jafn-
aði sig fljótlega. Mennirnir
voru allir í svokölluðum sól-
arhrings björgunarflotgöllum
og taldi Gunnar að flotgallinn
Hið mikla ónæði frá við-
snúningi unglinga á „rúntin-
um“ á Vesturbrautinni í Kefla-
vík, veldur íbúum þar enn
hugarangri. Frá þessu sögðum
við nýverið og þá kom fram hjá
Jóhanni Bergmann, bæjar-
verkfræðingi að úrbóta væri að
vænta, en þar sem íbúar þarna
eru mjög óþolinmóðir, sem
skiljanlegt er. höfðum við
samband á ný við Jóhann.
Sagði hann að eftir að farið
var að fylgjast betur með mál-
um þarna, hefði kornið í ljós að
þetta væri stærra vandamál en
haldið var. Þarna yrði að gera
eitthvað eins fljótt og hægt er.
Þá væru menn nú að íhuga
hvort ekki væri hægt að útbúa
einhvern viðsnúning fyrir ung-
lingana annars staðar, því
„rúnturinn" yrði áfram. En
með lokun viðsnúningsins á
gatnamótum Duusgötu, Vest-
urbrautar og Hafnargötu hefði
hann fæst upp á Vesturbraut.
Framundan er endurskoðun
á fjárhagsáætlun bæjarins og
hugsanlegt að um leið verði
unnið að skipulagningu á ein-
hverri bráðabirgðalausn fyrir
þessi mál, sagði Jóhann að
lokum.
Iand á grjótgarðinum í Njarðvík
0 Gunnar Ásgcirsson nýkominn að landi, eftir að hafa vcrið liætt
kominn, út af Njarðvík. Flotgallinn varð honum til h jargar, en hann
synti þvert á ölduna og náði iandi þremur stundarfjórðungum cftir að
báturinn hilaði. Á mvndinni eru einnig félagar Gunnars svo og lög-
reglumenn úr Keflavík. Ljósm.: hbb.
hefði bjargað sér.
~r S I'. i;KSrrt l'KK'ITA <)C. Ai:G].VSIN< .AHI.AI)ll) A SliDHRNKSII M
vikurfréttir
Útgefandi: Víkurfréttir hf. ——
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15. símar 14717. 15717. Box 125. 230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. -
Ritstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25917. Páll Ketilsson, heimas. 13707. bílas. 985- 33717.
Fréttadeild: Emil Páll Jónsson, Hilmar Bragi Bárðarson og Hulda G. Geirsdóttir. - Auglýsingadeild: Páll Ketilsson.
jþróttir: Hulda G. Geirsdóttir. - Prófarkalestur: Garðar Vilhjálmsson. - Upplag: 6200eintök sem dreift erókeypis uni öll
Suðurnes. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóðritun.
notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. umi>r„t, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS hf., Keflavi-k