Víkurfréttir - 10.09.1992, Qupperneq 13
Fréttir / Mannlífið
Keflavík:
Fjölsóttur skemmtidagur aldraðra
Á þriðja hundrað Keflvískir
eldri borgarar og gestir þeirra
þáðu boð Franikvæmdasjóðs
aldraðra og komu í Þotuna á
sunnudag til að taka þátt í
skemmtidegi aldraðra í Kefla-
vík.
Þarna var ýmislegt til
skemmtunar s.s. upplestur,
verðlaunaafhending fyrir pútt-
keppni og dans, auk þess sem
boðið var til veglegs kafft-
samsætis. Emil Páll tók með-
fylgjandi myndir við þetta
tækifæri.
Skemmdu
Ijósa-
staura
fyrir
hundruð
þúsunda
Að sögn starfsmanna raf-
magnsdeildar Hitaveitu Suð-
umesja hafa unglingar í Innri-
Njarðvík valdð skemmdum á
ljósastaurum í byggðarlaginu
fyrir hundruð þúsunda króna.
Á föstudag voru starfsmenn
fyrirtækisins að hefja viðgerðir
á tugum ljósastaura, þar sem
ljósastæðin höfðu orðið fyrir
• Svona eru ljósastaurarnir
útlítandi.
miklum skemmdum og hlífar
yfir tengiboxum voru einnig
ónýtar.
Starfsmenn Hitaveitunnar
fóru með blaðamanni í skoð-
unarferð um þau svæði sem eina
helst liafa orðið fyrir barðinu á
skemmdarvörgum. Við Seylu-
braut og Seylugötu voru ljósker
við Stapagötu í Innri-Njarðvík
Ljósm.: hbb
á tuttugu og tveimur staurum
brotin. Á Stapagötu voru allir
staurar. utan þriggja, stór-
skemmdir. Það eru eingöngu
Ijósastaurar sem eru næstir
íbúðarhúsum sem sleppa við
skemmdarvarga.
Starfsmenn Hitaveitunnar
sem blaðið ræddi við sögðu að
13
Víkurfréttir
10. sept. 1992
Kvöldsköli
SUÐURNESJA
Námskeið á
haustönn 1992:
• Ræðumennska og fundarsköp
• Skrautskrift • Bútasaumur
• Vélritun • Myndlist fyrir fullorðna
• Myndlist fyrir unglinga
• íslenska fyrir útlendinga
• Enska • Þýska • íslensk málfræði
• Stærðfræði (algebra) • Danska
Hvert námskeið stendur í 10 vikur.
Kennt er eitt kvöld í viku, alls 20
stundir í hverri námsgrein.
Flest verkalýðsfélög styrkja félaga
sína sem eru nemendur í Kvöldskóla
Suðurnesja.
Kennslan fer fram í Grunnskóla
^ Njarðvíkur og hefst 22. sept.
Upplýsingar og innritun fer fram
dagana 10.-20. september eftir
kl. 17.00 í síma 14380.
V______________________________.
Sími skólans er 14380
Forstöðumaður
foreldrar unglinga vissu af
þessari iðju, en þegar reynt væri
að fá upplýsingar um skemmd-
arvargana, þá vissi enginn neitt.
Það er ljóst að viðgeröir á
ljósastaurum í Innri-Njarðvík
kosta hundruð þúsunda árlega.
Að sögn starfsmanna Hitaveitu
Suðurnesja er mest um þessar
skemmdir í Innri-Njarðvíki, en
þær eru óverulegar í öðrum
byggðum Suðurnesja. Það eru
hins vegar allir íbúar Suð-
urnesja sem fá að greiða fyrir
skemmdirnar. Skemmdarverk
sem þessi koma einnig í veg
fyrir að hægt sé að endurbæta
lýsingu á öðrum stöðum.
SÝNING ÚR
SÖGU KEFLAVÍKUR
1 766 til 1 890
I tilefni af útgáfu af 1. bindi af Sögu Keflavíkur verður efnt til
sýningar í Risinu að Tjarnargötu 12.
Þar verður bókin kynnt í máli og myndum, einnig verður hægt
að kaupa bókina og teikningar úr sögu Keflavíkur eftir keflvíska
listamenn.
Sýningin verður opin laugardaginn 1 2. og sunnudaginn 1 3. sept.
kl. 1 3-1 8. Höfundur áritar bókina á staðnum.
Bókin verður síðan til sölu í öllum bókabúðum frá og með mánudeginum
14. september.
Sögunefnd Keflavíkur