Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.09.1992, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 10.09.1992, Qupperneq 19
íþróttir _________19 \íkurfréttir 10. september 1992 r Tryggir IBK sér 1. sætið og Víðir 2. deildar Síðasta umferð 2. deildar fer fram nú unr helgina og þá ráðast úrslit í deildinni. Staða Suður- nesjaliðanna er misjöfn, Keflvík- ingar eru í efsta sæti deildarinnar, jafnir Fylki að stigum, en með hag- stæðara markahlutfall, um sjö mörk. Síðasti leikur Keflvíkinga er á úti- velli við lið Stjörnunnar úr Garða- bæ. Grindvíkingar eru í þriðja sæti og sigla lygnan sjó, en Víðismenn eru næst neðstir og ef þeir tapa á laugardag spila þeir við nágranna sína í Reyni á næsta ári. Víðir á þó möguleika á að hanga í deildinni, EF þeir vinna sinn leik á móti Þrótti og Grindvíkingar sigra IR. sem eru þremur stigum fyrir ofan Víði. Möguleikar Víðismanna eru þó meiri ef áfrýjunardómstóll KSÍ dæmir Leiftri í hag í kæru þeirra gegn IR, í dag. Þá fá ÍR-ingar dæmdan á sig 3-0 ósigur. Víðir og Grindavík eiga heima- leiki. en eins og áður segir spila Keflvíkingar úti. Allir leikirnir fara fram á laugardag og hefjast kl. 14:00. Nú ættu allir knattspyrnu- áhugamenn að fjölmenna á völlinn og styðja sína menn í lokaslagnum. W Islandsbanka- w dagur IBK Svokallaður Islandsbankadagur IBK fór fram föstudaginn 4. sept- ember sl. Dagurinn hófst á skrúð- göngu frá Islandsbanka, þar sem yngstu iðkendur knattspyrnunnar gengu frá bankanum upp að íþróttahúsinu við Sunnubraut. I íþróttahúsinu sýndu knattspyrnu- strákar (og stelpa) úr 5., 6., og 7. flokki, listir sínar. Iþróttahúsið var þétt setið knattspyrnuiðkendum og aðstandendum þeirra. Að þessu loknu hélt unga knattspyrnufólkið niður í fþróttavallarhús og snæddi pulsur og drakk Pepsi í boði Is- landsbanka. # Ungir knattspyrnuiðkendur fóru í skrúðgöngu í tilefni dags- ins. Ljósm.: Hulda ÍBK sigraði í „Derby'Meiknum Nágrannamir Keflavík og Víðir leiddu saman hesta sína sl. laug- ardag í Keflavík. Leikar fóru svo að heimamenn sigruðu nágranna sína, 3-0. Leikurinn var mikilvægur fyrir Víðismenn, sem eru í fallbaráttu, en einnig mikilvægur fyrir Kefl- víkinga sem eru í baráttu um sigur í deildinni. Leikurinn byrjaði með mikilli baráttu, en fljótlega sýndu Kefl- víkingar hvers vegna þeir eru á toppnum, og tóku leikinn í sínar hendur. Oli Þór Magnússon skoraði fyrsta mark leiksins eftir horn- spyrnu um miðjan hálfleikinn. Oli skoraði svo annað mark sitt í leikn- um rétt fyrir hálfleik, eftir mikla sókn Keflvíkinga. Þar með skoraði Óli sitt 18 mark í sumar og er enn markahæstur í 2. deild. Síðari hálf- leikur var keimlíkur þeim fyrri, þó Víðismenn reyndu að herða sig. Þriðja mark Keflvíkinga kom svo um miðjan síðari hálfleik, þegar Gunnar Jónsson átti hörkuskot að niarki Víðis, en Jón Örvar Arason varði, en hélt ekki boltanum. Kjart- an Einarsson fylgdi vel á eftir og skoraði. Keflvíkingar héldu sínu, og þrátt fyrir nokkur færi beggja liða urðu mörkin ekki fleiri. Hljóðið f Kjartani Mássyni, þjálfara IBK, var gott eftir leikinn. „Þetta var fínt. auðvitað er erfitt að spila í svona veðri, en ég er ánægður miðað við aðstæður." Víðismenn eru í slæmum málum, en eiga enn séns á að hanga uppi. Þeir bíða spenntir eftir úrskurði í kæru Leifturs gegn 1R. „Þetta er mjög óþægileg staða, við verðum að vinna síðasta ieikinn okkar, og IR að tapa sínum. Það eru enn góðir möguleikar fyrir okkur að hanga uppi, en kæran skiptir miklu máli,“ sagði Guðjón Guðmundsson, fyr- irliði Víðis, í samtali við blaðið. Grindavík tapaði stórt Grindvíkingar töpuðu fyrir Leiftri á útivelli um sfðustu helgi. Leikurinn fór 5-2 fyrir Leiftri, þar af voru tvö víti. Mörk Grindvíkinga skoruðu þeir Ólafur Ingólfsson og Þórður Birgir Bogason. Grind- víkingar eru enn í þriðja sæti og eiga síðasta leik við IR sem er í mikilli fallbaráttu. Æfingar hafnar hjá íþróttafélaginu Nes Æfingar eru hafnar hjá íþróttafélaginu Nes. Þær eru í íþróttahúsi Myllubakkaskóla í Keflavík á fimmtudögum kl. 17.00-18.30. Hjá félaginu eru stundaðar tvær greinar íþrótta, borðtennis og boccia. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stund- víslega. • FÖGNUÐUR! Hér sjást þeir Georg Birgisson, Gunnar Jóns- son og Ragnar Steinarsson fagna markakóngnum sínum Ola Þór Magnússyni innilega. • Óli Pór Magnusson skorar sitt átjánda deildarmark í sumar. Jón Örvar Arason, markvörður horfir örvæntingarfullur á. Ljósm.: Ilulda / / rj r N t * |' •a lilif'nPI ■99EK GETRAUNALEIKUR SAMVINNUFERÐA OG VÍKURFRÉTTA Porsteinn Kristján Ásinn byrjar á titilvörn Getraunaleikur Víkur- frétta og Samvinnuferða Landsýnar hefst að nýju f dag. Það er enginn annar en „Asinn". Þorsteinn Árnason, sem varð Get- raunaspekingur síðasta árs sem hefur leikinn. Það hefur verið regla hjá okkur að meistari hvers árs hefur titilvörn í fyrstu umferð. Þorsteinn hefur skorað á Kristján Þórarinsson sem er alvanur tippari. Sem fyrr eru glæsileg verðlaun í boði fyrir tipp- ara ársins, ferð til London á Wembley með Sam- vinnuferðum Landsýn. Fyrirkomulag verður það sama og síðustu tvö ár, þ.e. í áskorunarformi. Fjörið er byrjað. Við fáaum sex sænska leiki í þessari viku en hinir eru enskir. Hér koma raðir spekinganna: AIK-IFK Föteborg 2 IX Norrköping-Öster i 1 Trelleborgs FF-Malmö FF 1X2 1 Djugárden-Halmstad I 1X2 Haeken-Orebro 1 1 IFK Sundsvall-Brage 1 X2 Arsenal-Blackburn 1 1 Chelsea-Norwich City IX 2 Everton-Maneh. Utd. X2 1X2 Manc. City-Middlesbro 1 1 Nottb. Forest-Sheff. Wed. 1 X Sheff. Utd.-Liverpool 2 2 Southampton-Q.P.R. 1X2 2

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.