Víkurfréttir - 10.09.1992, Síða 20
"TT* STÆRSTA FRETTA- OG AUGLYSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM Vikurfréttir
Toppmerki - auövitaö í P Ó S E 1 D O N
Keflavík:
Pökkunarmiðstöðvar
fyrir fiskútflutning?
Margt bendir til þess að innan
tíðar rísi nokkrar pökk-
unarmiðstöðvar fyrir nýjan fisk
til útflutnings á Suðurnesjum.
Þeir fjórir, fimm aðilar sem
blaðið veit unt með vissu, beina
spjótum sínum einkum af
Keflavíkur- og Njarðvíkur-
svæðinu. Hér er bæði um að
ræða fiskverkunarstöðvar sem
fyrir eru á svæðinu svo og nýja
aðila, jafnvel utan af lands-
byggðinni.
Sumir aðilanna ætla sér að
flaka og snyrta fisk, pakka síðan
í plastkassa og geyma í kæli þar
til fiskurinn er fluttur með flugi
erlendis. Aðrir ætla sér að koma
með fiskinn pakkaðan en
geyma hér í kæligeymslum við
rétt hitastig þar tii flutt er út.
Þá er vitað um aðila sem sótt
hefur um að fá að nota flug-
stæðið við gömlu flugstöðina á
Keflavíkurflugvelli og ferma
þar sérstakar flutningavélar
með ferskum fiski. Að ósk við-
komandi aðila birtum við ekki
nöfn þeirra, þar sem málin eru
á ntjög viðkvæmu stigi.
Yfirlitsmynd
af umræddum gatna-
mótum. Við Ijósmynd-
unina nutum við aðstoðar
körfubíls frá Hitaveitu
Suðurnesja, sem var að
störfum á þessum slóðum.
A gatnainótunum hafa
orðið tveir harkalegir á-
rekstrar.
Ljósm.: hbb
„Slysagildran“ á Fitjum:
„Frelcari reynsla
á gatnamótin##
Frá því nýi tengivegurinn á
Fitjum í Njarðvík var tekinn í
notkun á dögunum, hafa orðið
þar tveir all harðir árekstrar og
mikið eignatjón. Vegna þessa
hafa menn verið að velta því
fyrir sér hvort eitthvað at-
hugavert sé við hönnun um-
ferðarmannvirkisins og hvort
úrbóta sé þörf.
Fulltrúi í umferðamefnd hef-
ur lagt málið fyrir bæjarráð
Njarðvíkur. í bókum þess segir:
„Bæjarráð þakkar ábendinguna,
en telur að frekari reynsla verði
að koma á þessi nýju gatnamót.
Bæjarráð hvetur um-
ferðamefnd til að fylgjast með
framvindu mála er varða gatna-
mótin".
----------- ^
Fljót og örugg
gjaldeyrisþjónusta
H5Pf\RI5JáÐURINM
í KEFLAVÍK
_________________________J
• Dómari og þingvottar í fyrsta reglulega dómþingi Hér-
aðsdóms Reykjaness sem haldið var í Ketlavík á þriðjudag. F.v.
Svala Valgeirsdóttir, Þorgerður Erlendsdóttir og Elín Norðdal.
Ljósm.: Hulda
Fyrsta héraðsdóm-
þingið í Keflavík
Fyrsta héraðsdómþingið eft-
ir að lögin um aðskilnað
dóms- og framkvæmdavalds
tóku gildi, var háð í Keflavík á
þriðjudag í síðustu viku. Komu
þá dómendur frá Héraðsdómi
Reykjaness hingað suður og
settu dónt í dómsalnum hjá
Sýslumanninum í Keflavík.
Dómari og þar með fulltrúi
Héraðsdóms Reykjaness var
Þorgerður Erlendsdóttir, en
þingvottar voru Svala Val-
geirsdóttir og Elín Norðdal.
Svala er ritari dómsins en Elín
lögfræðinemi.
Njarövík:
5 hæða hús
fyrir aldraða
við Stapann
Samtök aldraðra á Suð-
umesjum hafa lýst áhuga sínum
á að byggja fimm hæða hús á
lóðinni milli Olafslundar og fé-
lagsheimilisins Stapa í Njarð-
vík. Hefur í því sambandi verið
rætt um að félagsheimilið léti af
hendi 4500 fermetra af 17000
fermetra lóð sinni.
Stjóm félagsheimilisins hef-
ur fengið þriggja vikna frest til
að svara erindi þess efnis, frá
bæjarstjóra. Fram til þessa
hafa þó þeir aðilar sent rætt
hafa um málið tekið jákvætt í
það, en umræður hafa aðallega
snúist um það hvort selja ætti
lóðina eða leigja.
ODYRIR
BÍLA-
LEIGU-
BÍLAR
BIIAKRINGtAN
Grófin 7-8
Simi 14690
OKEYPIS
FILMA
- fylgir
hverri
framköllun.
T
tJSl.
KIVKlIDmPOtLK
HAFNARGÖTU 52 KEFLAVlK SÍMI 14290
Samvinnuferðir
Landsýn
Skrifstofan opin
mánud.-föstud.
kl. 10-18.
® 13U00
MUNDI
hja'Me! „
Sími 14797
Fagleg T
veitinga- L (
þjónusta
fyrir þig. Bara nokkrar „klessur" í viðbót...