Morgunblaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 39
fyrir endurreisn Viðeyjarstofu og var sæmdur riddarakrossi fálka- orðunnar 1991. Alltaf leikari inn við beinið Þrátt fyrir alla þína vinnu við húsfriðun, ritstörf og rannsóknir hefurðu ekki sagt skilið við leik- listina. „Nei. Ég lék aðalhlutverkið í Fást á dögunum, sem Gísli Örn Garðarsson setti upp og fór sigurför um byggð ból. Það var samvinnu- verkefni Borgarleikhússins og Vesturports, upphaflega sýnt í Borgarleikhúsinu en síðan leikið á ensku sex sinnum í viku á annan mánuð í London, síðan í Þýskalandi, St. Pétursborg, í Suður-Kóreu og í New York. Ég leik svo í sjónvarpsþáttaröð- inni Ófærð hjá Baltasar Kormáki sem er 10 þátta röð og byrjar á RÚV 27. desmber nk., en þeir þætt- ir verða sýndir á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og í Bandaríkjunum. En ég lék síð- ast á sviði í leikritinu Hótel Volks- wagen eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.“ En áhugamál? „Það er sameiginlegt áhugamál okkar hjóna að skoða málverkasöfn. Við erum nýkomin úr 14 daga ferð til Flórens þar sem við nutum alls þess sem borgin býður upp á af byggingum, höggmyndum og myndlist. Það var í einu orði sagt himneskt! Og ekki má gleyma bolt- anum, við förum saman á alla heimaleiki fjórir nágrannar og hrópum í kór: Áfram KR.“ Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 22.10. 1967 Valgerði Dan, f. 1.12. 1944, leikara. Hún er dóttir Jóns Dan Jónssonar, rithöfundar og fyrrv. ríkisféhirðis í Reykjavík, og k.h., Halldóru Elías- dóttur húsfreyju. Börn Þorsteins og Valgerðar eru Jón Gunnar, f. 27.7. 1970, bók- menntafræðingur og ritstjóri Vís- indavefs HÍ, eiginkona Helga Brá Árnadóttir; Bjarni Þór, f. 24.2. 1975, tölvunarfræðingur hjá Marel, eigin- kona Hróðný Mjöll Tryggvadóttir; Elín Jóna, f. 8.3. 1981, verkfræð- ingur hjá verktakafyrirtækinu Turner í New York, eiginmaður Dave Sherman. Synir Þorsteins frá því áður eru Höskuldur, f. 11.8. 1966, vélvirki og búfræðingur og bústjóri á tilrauna- búinu á Stóra-Ármóti í Flóa, eigin- kona Hilda Pálmadóttir, og Þor- steinn, f. 14.11. 1966, efnafræðingur í London, eiginkona Barbara Þor- steinsson. Barnabörnin eru 14. Systir Þorsteins er Hrafnhildur Thorsteinsson, f. 22.10. 1935, lög- fræðingur í Danmörku. Foreldrar Þorsteins voru Gunnar Þ. Þorsteinsson, f. 28.9. 1903, d. 18.11. 1978, hrl. og bæjarfulltrúi í Reykjavík, og k.h., Jóna Marta Guðmundsdóttir, f. 20.10. 1904, d. 10.10. 1977, húsfreyja. Úr frændgarði Þorsteins Gunnarssonar Þorsteinn Gunnarsson Oddný Sigurðardóttir húsfr. í Gestshúsum Ólafur Einarsson b. í Gestshúsum í Hafnarfirði Kristbjörg Ólafsdóttir húsfr. í Ásbúð Guðmundur Sigvaldason útvegsb. í Ásbúð í Hafnarfirði Jóna Marta Guðmundsdóttir húsfreyja í Rvík Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Litlu-Háeyri Sigvaldi Ólafsson útvegsb. í Nýjabæ í Garðahverfi Brynjólfur Þorsteinsson skipstjóri Bjarni Þorsteinsson tónskáld, þjóðlagasafnari og pr. á Siglufirði Halldór Þorsteinsson skipstj. í Háteigi Júlíus Guðmunds- son kaupm. í Rvík Ragnar Guðmundsson forstjóri í Rvík Finnbogi Helgason b. í Hítardal Sigríður Júlíusdóttir húsfr. í Rvík Bjarni Sigurðsson hreppstj. í Vigur Héðinn Finnboga- son lögfr. í Rvík Bára Sigurjónsdóttir kaupm. í Rvík Sigríður Guðmundsdóttir framkvstj. í Rvík Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltr. í Rvík Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir prófessor við HÍ Sigurður Bjarna- son, ritstj. Morgun- blaðsins, alþm. og sendiherra Bolli Héðinsson hagfræðingur og háskólakennari Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Engey, systurdóttir Guðrúnar, langömmu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og systur- dóttir Guðfinnu, ömmu Bjarna Jónssonar vígslu- biskups, af Engeyjarætt Guðrún Brynjólfsdóttir húsfr. í Þórshamri Þorsteinn Þorsteinsson skipstj. í Þórshamri í Rvík Gunnar Þ. Þorsteinsson hrl. og bæjarfulltr. í Rvík Guðný Bjarnadóttir húsfr. á Mel Sigurjón Einarsson skipstj. og forstj. DAS í Hafnarfirði Elísabet Einars- dóttir húsfr. í Hafnarfirði Einar Ólafsson stýrim. í Gestshúsum Þórunn Bjarnadóttir húsfr. í Vigur Brynjólfur Bjarnason skipasmiður í Engey Helgi Helgason b. á Kvennabrekku Þorsteinn Helgason b. á Mel í Hraunhreppi ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 Sigurður fæddist í Vigur í Ísa-fjarðardjúpi 18.12. 1915 ogólst þar upp. Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðsson, hreppstjóri í Vigur, og k.h., Björg Björnsdóttir húsfreyja. Bjarni var sonur Sigurðar, pr. og alþm. í Vigur, bróður Stefáns skóla- meistara og alþm., föður Valtýs, rit- stjóra Morgunblaðsins. Móðir Bjarna var Þórunn, systir Brynjólfs, langafi Þorsteins Gunnarssonar, leikara og arkitekts. Meðal systkina Bjargar voru Haraldur leikari; Sigurður, faðir Björns, læknis og forstöðumanns á Keldum; Björgvin, hrl. og fram- kvæmdastjóri VSÍ, og Jón, skóla- stjóri og heiðursborgari Sauð- árkróks, afi Óskars Magnússonar, fyrrv. útgefanda Morgunblaðsins. Björg var dóttir Björns, dbrm. og ættföður Veðramótaættar Jóns- sonar, b. í Háagerði Jónssonar, á Finnastöðum Jónssonar, bróður Jónasar á Gili, föður Meingrundar Eyjólfs, langafa Jóns, föður Eyjólfs Konráðs, alþm. og ritstjóra Morg- unblaðsins. Sigurður kvæntist Ólöfu Páls- dóttur myndhöggvara og eignuðust þau tvö börn, Hildi Helgu, sagn- fræðing og blaðamann, og Ólaf Pál bókmenntafræðing. Sigurður lauk stúdentsprófi frá MA 1936, lögfræðiprófi frá HÍ 1941 og framhaldsnámi í lögfræði í Cam- bridge á Englandi. Hann var stjórn- málaritstjóri Morgunblaðsins frá 1947 og ritstjóri blaðsins 1956-69, var alþm. Norður-Ísafjarðarsýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1942-59 og alþm. Vestfjarðakjördæmis 1963-70. Sigurður var sendiherra Íslands í Danmörku, fyrsti sendiherra Ís- lands í Kína, sendiherra í Bretlandi og víðar. Hann vann ötullega að heimkomu handritanna til Íslands, var forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar, formaður Blaðamannafélags Íslands og Norræna blaðamannasambands- ins, var formaður Útvarpsráðs, for- maður Íslandsdeildar Norður- landaráðs og einn af forsetum ráðsins, sat í Þingvallanefnd og var formaður Norræna félagsins. Sigurður lést 5.1. 2012. Merkir Íslendingar Sigurður Bjarnason 90 ára Petrína Kristín Björgvinsdóttir Sigríður Oddgeirsdóttir 85 ára Skúli Viðar Skarphéðinsson Valdimar Guðlaugsson 80 ára Andrea Aðalheiður Jónsdóttir Guðlaugur Gíslason Guðrún Karlsdóttir Páll Kristinsson Sveinn Jónsson 75 ára Jósef Guðjónsson Kjartan Jónsson Páll Jóhannsson 70 ára Einar Eiríksson Eyjólfur Brynjólfsson Guðbrandur Þorvaldsson Hilmar Björnsson Oddný Matthíasdóttir Pétur Axel Pétursson Valgerður Ásgeirsdóttir Valgerður Guðmundsdóttir Þórdís Pálsdóttir 60 ára Ari G. Öfjörð Ásta Óskarsdóttir Einar Gíslason Elísabet María Erlendsdóttir Guðrún Elsa Finnbogadóttir Helgi Jóhannes Þorleifsson Sigurbjörg Ragnarsdóttir Sigurður Páll Pálsson Sveinbjörg Sveinsdóttir Tryggvi Jónsson Vigfús Ingi Hauksson 50 ára Benedikt Benediktsson Eiður Stefánsson Eiríkur Steinn Ingibergsson Guðveig Hrólfsdóttir Hafþór Reynisson Lilja María Gísladóttir Páll Jóhann Kristinsson Snorri Kristjánsson Svava Björg Svavarsdóttir Vignir Guðbjörn Rúnarsson Þórður Þorkelsson 40 ára Egill Vignir Stefánsson Elísabet Margrét Kristinsdóttir Gunnar Steinn Úlfarsson Heiða Sólveig Haraldsdóttir Hilda Elisabeth Guttormsdóttir Jelena Briede Sigurður Bjarki Gunnarsson Steinunn E. Norðdahl 30 ára Brynja Dögg Heiðudóttir Damian Boguslaw Rant Erna Ósk Ívarsdóttir Friðjón Sigvaldason Guðrún Lísa Einarsdóttir Guðrún Valdimarsdóttir Jóna Kristjana Sigurðardóttir Júlíus Helgi Magnússon Ríkarður Tómas Tómasson Stefán Atli Agnarsson Stefán Haukur Guðjónsson Teitur Gunnarsson Til hamingju með daginn 40 ára Gunnsa er blóma- skreytingameistari frá Danmörku, býr í Mosfells- bæ og vinnur á leikskól- anum Huldubergi. Maki: Guðbjörn Gústafs- son, f. 1973, rafmagns- verkfræðingur hjá Verkís. Börn: Hlynur, f. 1996, Matthildur Ósk, f. 2003, og Brynjar Geir, f. 2004. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson, f. 1953, og Helga M. Geirsdóttir, f. 1954. Gunnhildur Ósk Guðmundsdóttir 30 ára Ösp ólst upp á Kaldbak á Rangárvöllum, býr í Reykjavík, lauk BA- prófi í sagnfræði frá HÍ, er með próf í næringar- þerapíu og starfar hjá Mamma veit best. Maki: Ragnar Guðmunds- son, f. 1988, matreiðslu- maður. Foreldrar: Sigríður Helga Heiðmundsdóttir, f. 1961, og Viðar Steinarsson, f. 1957. Þau eru bændur á Kaldbak. Ösp Viðarsdóttir 30 ára Kiddý ólst upp á Húsavík, býr þar, lauk BEd-prófi frá HA og er að ljúka MEd-námi við sama skóla. Maki: Sigmar Ingi Ingólfs- son, f. 1981, sjómaður. Börn: Fannar Ingi, f. 2006, og Karen Linda, f. 2009. Foreldrar: Anna Ragnars- dóttir, f. 1954, ritari við Tónlistarskóla Húsavíkur, og Ásgeir Kristjánsson, f. 1953, vélvirki. Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Kamasa verkfæri – þessi sterku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.