Morgunblaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015
Ábókarkápu kemur fram aðí þessari bók er úrval ljóðasem Matthías hefur ort sl.fimm ár. Þau eru fjöl-
breytt að efni og formi. Hér eru ljóð
í fullkomlega frjálsum hætti og önn-
ur sem hlíta ströngum bragreglum,
fylgja fornri hefð í hvívetna; hér er
sonnetta og frjálslegt fornyrðislag.
Og yrkisefnin eru fjölbreytt, langir
bálkar þar sem
hugarfluginu er
gefinn laus taum-
ur, haglegar nátt-
úrumyndir, hvort
sem er sýn út um
glugga eða úr
gönguferð, mynd-
ir úr borg og
óbyggð og hér
eru heimsádeilur
með nýju sniði, en kallast þó á við
gamla hefð, hér eru ljóð sem óbeint
eru vaxin úr starfi Matthíasar sem
ritstjóri og hvarvetna birtast les-
anda markvissar vísanir í bók-
menntir og ummæli úr samtíma og
fortíð. Kannski háir það lesendum
hvað hann er víðlesinn! Segja má að
söknuður leiki á fyrstu fiðlu í þessari
hljómkviðu. Ljóðmælandinn er rosk-
inn, hann hefur misst lífsförunaut
sinn. Hann nýtur lífsins í skugga
þess: „áttræður væntir einskis / utan
haustmyrkurs“. Ljóðmælandi er
lífsreyndur. Stjörnur himins kvikna
honum eins og flugur „og fylgja mér
yfir grámosótt / hraunhaf / míns
innra manns“. Annað erindi ljóðsins
„Þú ert minning“ er á þessa leið: „ég
sakna þín, minn söknuður er eins /
og sóley tregi júníbirtur þínar / en
hugsun mín hún nýtur aldrei neins /
en norpir eins og blóm við rætur sín-
ar“. Lokaerindið er kannski niður-
staða, en ekki sátt: „En þessi minn-
ing mildar það sem var, / hún mildar
skugga hausts í fylgd með þér / því
hún er eins og ljós við lítið skar / og
lýsir þessa nótt í huga mér“. Þetta
er fallega kveðið og af einlægni.
Dauðinn er nálægur ljóðmælanda,
vinir hans hafa „horfið inní ósýnilega
/ ályktun dauðans, / horfið / eins og
fuglar inní óvæntan / himin“. Fleiri
ljóð eru vaxin af þessari rót og öll ort
af yfirvegun.
Skáldinu er mikið niðri fyrir þeg-
ar hann hugsar til tíma útrásar og
hruns. Matthías blæs þar á básúnu,
honum óar við hugsunarhættinum:
„Ég veit að tízkan telur sig ei þurfa /
að tjalda því sem gerir oss að þjóð“.
Spillingin er ágeng og „þjóð er óþjóð
ef hún festir rót“. Hann vill að
„Hólsfjöll séu áfram íslenzk jörð / og
efalaust að tízkan leyfi það“; hann
grunar að ýmsum standi á sama um
landið því að „nú er eins og Íslend-
ingaþættir / séu ekkert nema gam-
almenna raup.“ Þjóðin hefur verið í
„öskugráum byl vors hrunadans“
svo gripin sé upp lína þar sem hann
skírskotar til Jónasar og hann vonar
að „nýir tímar hefji vora hugi / til
heiðurs arfleifð þessa kalda lands“.
Orðfæri Matthíasar er myndrænt
í betra lagi. Hér eru lýsingarorð eins
og fjalldauður, heststyggur, úthafs-
blár. Tunglið dreifir „geislablómum
sínum“ sem „glitra inní nótt“. Hér er
„þinglýst náð“, „skurðgróin jörð“,
„fingurmjúk nærfærni“, fiðrildi flýg-
ur „úr laufgrænum svefni“. Er
„þangbrúnt hvassviðri“ ekki hund-
leiðinlegt veður? Snjallar smámynd-
ir blasa við lesanda: „Leggja þrestir
/ langsára vængi / á vorgrænar nálar
// syngja / sólgulum degi / til dýrðar,
// hægt mjakast suðrið / til vesturs.“
Örnefni notar hann markvisst.
Drekagil, Sprengisandur, Vegamót,
Kerlingarskarð og Fróðárheiði
standa hér ekki einungis til skrauts.
Eftirmáli Ástráðs er ljómandi gott
vegakort fyrir lesanda á leið um
skáldskap Matthíasar. Hann gerir
góða grein fyrir helstu kennileitum í
kveðskap hans og sérstöðu og nefnir
góð dæmi máli sínu til stuðnings.
Það er laukrétt sem hann segir að
Matthías er marghamur. Afköst
hans eru raunar með ólíkindum. Og
það eru engin ellimörk á þessari bók
önnur en þau að skáldið veit að nú
hallar vesturaf. Öll efnistök eru
óloppin og skáldinu er mikið niðri
fyrir. Matthías á brýnt erindi við
samtíð sína í þessari bók um leið og
hann veitir okkur hljóða og einlæga
sýn á viðkvæm einkamál. Þetta er
einkar læsileg bók ljóðelsku fólki.
Morgunblaðið/Golli
Skáldið „Matthías á brýnt erindi við samtíð sína í þessari bók um leið og
hann veitir okkur hljóða og einlæga sýn á viðkvæm einkamál.“
Sigling á hraunhafi
innra manns
Ljóð
Við landamæri bbbbn
Eftir Matthías Johannessen.
Ástráður Eysteinsson annaðist
útgáfuna og ritaði eftirmála.
Bókaútgáfan Sæmundur 2015.
Innbundin, 144 bls.
SÖLVI
SVEINSSON
BÆKUR
Svo máttug / og megn“. Þann-ig hefst ljóðið um orðin,annað tveggja langra semljúka fyrstu ljóðabók Sig-
rúnar Haraldsdóttur, Hvítir veggir.
Þetta er eitt óbundnu ljóðanna í bók-
inni, býsna vel
lukkað og lýsir vel
glímu skálds við
orð sem stundum
tæta upp brjóstið,
rífa svöðusár í
hjartað, finnast
stundum ekki
þegar á þarf að
halda og stundum
liggja þau á tung-
unni „eins og gráir bingir / úr örfín-
um salla / sem fjúka burt / við
minnstu hreyfingu / raddbandanna“.
Titilljóð bókarinnar, sem henni
lýkur á, er enn áhrifaríkara, en þar
er dregin upp knöpp, tregafull og vel
mótuð mynd af gömlum manni, föl-
um og stirðum, sem er aleinn eftir að
konan var borin burt frá honum og
hann „sat einn eftir / og hélt dauða-
haldi í rökkrið“.
Þrátt fyrir að þetta sé fyrsta bók
Sigrúnar þá er hún vön glímunni við
ýmis form ljóðlistarinnar, hefur verið
virk í samfélagi skálda í netheimum
sem annars staðar og yrkir bæði
bundið og óbundið. Í bókinni eru um
fjörutíu ljóð, ólík að formi og í nálg-
un, og líklega er einnig um að ræða
safn frá lengri tíma og er það helsti
galli bókarinnar hvað hún er laus í
sér sem heild. Því í bestu ljóðunum
dregur skáldið upp áhrifaríkar
myndir og vel mótaðar stemningar,
hvort sem ort er bundið eða óbundið.
Góð dæmi um áhrifaríkan óbundinn
kveðskap eru fyrrnefnd lokaljóð bók-
arinnar og einnig „Í ringulreiðinni“
þar sem lýst er erfiðum fundi við
deyjandi mann sem er ávarpaður:
en þú sem dauðinn hafði þegar merkt
með áberandi lit
lést sem ekkert væri
þó að blátt ljós augna þinna
lýsti upp óttann
sem þar var greyptur
Í mörgum bestu háttbundnu
ljóðanna eru dregnar upp fallegar og
einlægar náttúrumyndir. „Loksins
sé ég ljóma þinn“ er til að mynda
undurfallegt kvæði um vorkomuna
sem hreinlega kallar á að fallegt lag
sé samið við það. Svona er fyrsta
erindið af þremur: „Loksins sé ég
ljóma þinn / og litlu grænu spor, /
finnurðu ekki fögnuð minn / feimna,
ljósa vor?“
Í ljóðunum má merkja áhrif víða
að, eins og eðlilegt er þegar um
fyrstu bók er að ræða, en þar sem
skáldinu tekst best upp finnur hún
sína eigin rödd. Og þetta er líka
áhugaverð bók sem sýnir að ljóð Sig-
rúnar eiga fullt erindi við lesendur.
Morgunblaðið/Eggert
Ljóðskáldið Sigrún dregur upp
fallegar og einlægar náttúrumyndir.
Hélt dauðahaldi í rökkrið
Ljóð
Hvítir veggir bbbnn
Eftir Sigrúnu Haraldsdóttur.
Bókaútgáfan Hólar, 2015.
Innbundin, 70 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Lau 19/12 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00
Lau 26/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Fim 21/1 kl. 20:00 11.k
Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 24/1 kl. 20:00
Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 28/1 kl. 20:00 12.k
Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Sun 31/1 kl. 20:00
Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k
Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið)
Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k
Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k
Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas.
Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fim 11/2 kl. 20:00 13.k
Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k
Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k
Margverðlaunað meistarastykki
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 27/12 kl. 13:00 Sun 3/1 kl. 13:00 Sun 10/1 kl. 13:00
Sýningum lýkur í janúar
Sókrates (Litla sviðið)
Lau 19/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Þri 29/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 21:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 18/12 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK SÍMI 527 2100 TJARNARBIO.IS
Frami (Salur)
Lau 9/1 kl. 20:30 Fös 15/1 kl. 20:30 Fös 22/1 kl. 20:30
Predator (Salur)
Mið 13/1 kl. 21:00
Lífið (Salur)
Sun 17/1 kl. 13:00 Sun 7/2 kl. 13:00
Sun 24/1 kl. 13:00 Sun 21/2 kl. 13:00
Jólagrín í Tjarnarbíó (Salur)
Sun 20/12 kl. 20:00
The Valley (Salur)
Lau 19/12 kl. 20:30
Þroskastríðið - Hugleikur Dagsson UPPISTAND (Salur)
Fös 18/12 kl. 20:00
Ævintýrið um Augastein (Salur)
Sun 20/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 15:00
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn
Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn
Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn
Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn
Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Lau 26/12 kl. 19:30
Frumsýning
Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn
Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar
Um það bil (Kassinn)
Þri 29/12 kl. 19:30 Frums. Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn
Sun 3/1 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn
Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn
Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 19/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 13:00
Lau 19/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 14:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn
Mið 13/1 kl. 19:30 aukasýn Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 6/2 kl. 16:00 5.sýn
Lau 23/1 kl. 16:00 2.sýn Lau 6/2 kl. 13:00 4.sýn
Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn
Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu