Morgunblaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bandarískiseðlabank-inn ákvað á
miðvikudag að
hækka stýrivexti
um helming. Það
kann að hljóma
djarflega að tvöfalda vexti, en þá
verður að hafa í huga að þeir
hafa verið í námunda við núllið,
á milli 0 til 0,25%, en verða nú
0,25 til 0,5%.
Þessi ákvörðun þykir söguleg
vegna þess hvað lengi vextirnir
hafa verið við núllið. Bandaríski
seðlabankinn hækkaði síðast
vexti 2006 og höfðu verið 0 til
0,25% í sjö ár upp á dag þegar
hækkunin var tilkynnt. Ákvörð-
unin kom þó ekki á óvart og þyk-
ir bera því vitni að bandarískt
efnahagslíf sé komið til nokk-
urrar heilsu eftir að kreppuna
2008.
Ekki er hækkunin þó óum-
deild. Ákvörðunin var einróma
og er hefð fyrir því í bankanum.
Í aðdraganda hennar höfðu þó
þrír úr bankastjórninni lýst yfir
efasemdum um að bandarískur
efnahagur væri undir hækkun
búinn.
Demókratar hafa einnig hald-
ið því fram að bankinn sé of
bráður og muni ákvörðun hans
draga úr fjölgun starfa og hækk-
un launa. Ekki er málið síst við-
kvæmt vegna þess að innan árs
verður gengið til kosninga og
vilja demókratar að efnahags-
lífið eflist sem mest til að auka
líkur á því að íbúinn í Hvíta hús-
inu verði áfram úr þeirra röðum.
Á hinn bóginn eykur það
hættuna á bólumyndun ef ódýrt
er að taka lán. Það hafa margir
nýtt sér undanfarið. Fjárfestar í
Bandaríkjunum
hafa hlaðið upp
skuldum af krafti til
að kaupa hlutabréf
og reyndar hafa
menn tekið ódýra
dollara að láni um
allan heim frekar en að fá lán í
eigin gjaldmiðli.
Búast má við því að haldið
verði áfram að hækka stýrivexti
smám saman í Bandaríkjunum.
Það er hins vegar ólíklegt að
það sama verði uppi á teningn-
um í Evrópu. Stýrivextir seðla-
banka Evrópu eru nú 0,05% og
verða því vart lægri.
Lækkunin í Bandaríkjunum
gæti haft verðbólguáhrif annars
staðar í heiminum. Gengi doll-
arans er víst til að hækka. Það
myndi leiða til þess að verð á ol-
íu hækkaði annars staðar.
Sömuleiðis gætu vörur frá
Bandaríkjunum hækkað, en
seðlabankinn vill ekki að hækk-
unin verði til þess að draga úr
útflutningi. Hún gæti líka latt
erlenda ferðamenn því dýrara
yrði fyrir þá að ferðast til
Bandaríkjanna. Hærri vextir
lokka hins vegar fjárfesta til
Bandaríkjanna.
Ákvörðunin um þessa örlitlu
hækkun á stýrivöxtum getur því
haft áhrif um allan heim. Banda-
rískur efnahagur lítur þokka-
lega út, þótt batinn sé ekki án
veikleika, en staðan annars stað-
ar í heiminum er mun viðkvæm-
ari. Undanfarnir áratugir hafa
sýnt tilhneigingu til voldugra
sveiflna í viðkvæmu efnahags-
kerfi heimsins, sem er orðið svo
samtengt að minnstu gárur á
einum stað geta valdið flóðöldu á
öðrum.
Fyrsta hækkun
stýrivaxta
í Bandaríkjunum
í tæpan áratug}
Varfærnisleg hækkun
Landsmenn erulöngu farnir að
huga að jólum og
eru uppteknir við
annað en það mál-
þófskarp sem nú
fer fram á Alþingi.
Og ekki er að undra að þeir hafi
lítinn áhuga á að fylgjast með
þingstörfum þessa dagana.
Eitt lýsandi dæmi um hvern-
ig umræðan þar gengur fyrir
sig er lítið frumvarp frá utan-
ríkisráðherra um málefni
þróunarsamvinnu Íslands, sem
gengur út á að færa þau mál
undir einn hatt í nafni einföld-
unar og aukinnar skilvirkni.
Ætla mætti að ekki þyrfti að
hafa um þetta mjög mörg orð.
Málið er tiltölulega einfalt og
þingmenn geta verið annað-
hvort meðmæltir því eða and-
snúnir. Stjórnarandstaðan á
Alþingi hefur hins vegar tekið
þá afstöðu að þetta mál sé vel
til þess fallið að tefja þingstörf
og hefur í haust rætt það í
fjörutíu klukkustundir í þing-
sal. Og þetta bætist
við þá umræðu sem
fram fór á liðnu
þingi, þegar nánast
sama mál fékk
einnig rækilega
meðferð.
En þetta er ekki allt. Í
löngum dagskrárumræðum í
gær var þetta mál mjög rætt og
þá upplýsti Hanna Birna Krist-
jánsdóttir, formaður utanríkis-
málanefndar, að málið hefði
verið rætt á sextán fundum
nefndarinnar.
Útilokað er að halda því fram
að þetta litla mál um tæknilega
útfærslu á því hvar verkefni
þróunarsamvinnu skuli unnin
kalli á alla þessa umræðu.
Nema að vísu umræðan hafi
þann tilgang að halda þinginu
uppteknu og að halda þing-
mönnum frá því að ræða og af-
greiða það sem máli skiptir.
Getur verið að það eitt hafi
áhrif á framgöngu stjórnarand-
stöðunnar á þingi um þessar
mundir?
Smámál fær tugi
klukkustunda og
fjölda nefndarfunda
á Alþingi Íslendinga}
Þrefað um þróunarsamvinnu
F
orsetakosningar verða á næsta ári.
Svo framarlega sem fleiri en einn
verða í framboði til embættisins.
Margir bíða þess að vita hvort
sitjandi forseti, Ólafur Ragnar
Grímsson, gefi áfram kost á sér og hafa ýmsir
fundið því flest til foráttu kjósi hann að gera
það. Jafnvel hefur verið talað um að þar með
væri Ólafur að ákveða að verða forseti næstu
fjögur árin. Langur vegur er þó frá því. Taki
hann ákvörðun um að gefa áfram kost á sér
væri hann ekki að gera meira en nákvæmlega
það. Ólafur ræður því ekki hver verður forseti
næstu fjögur árin. Það gera aðeins kjósendur.
Með því að gefa áfram kost á sér væri Ólafur
Ragnar í raun aðeins að leggja það í dóm kjós-
enda hvort hann verði áfram forseti eða ekki í
stað þess að taka þá ákvörðun sjálfur með því
að gefa ekki kost á sér. Með öðrum orðum mætti segja að
með því færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald-
andi veru hans á forsetastóli. Stuðningsmenn þess að mál
séu útkljáð með þeim hætti ættu einkum og sér í lagi að
fagna því ef Ólafur ákveður að leggja störf sín til þessa í
dóm kjósenda. Þar eru Píratar meðal annarra efstir á
blaði. Hins vegar hafa talsvert aðrar raddir heyrzt úr
þeirri átt sem vekur óhjákvæmilega spurningar um það
hvort þjóðaratkvæðagreiðslur eigi aðeins við að mati Pí-
rata þegar það hentar þeim pólitískt?
Fleira í málflutningi Pírata hefur raunar verið á þessum
nótum. Þannig hafa þeir lagt mikla áherzlu á mikilvægi
gegnsæis. En í október lögðu þingmenn Pírata
hins vegar fram frumvarp til breytinga á þing-
sköpum um að atkvæðagreiðslur á Alþingi um
vantrauststillögur á sitjandi ríkisstjórn eða
ráðherra skyldu vera leynilegar. Með öðrum
orðum að haldið yrði upplýsingum frá kjós-
endum um það með hvaða hætti þingmenn
hefðu kosið líkt og í öðrum málum. Hvað varð
um áherzlu Pírata á gegnsæi? Á það að sama
skapi aðeins við þegar það hentar þeim póli-
tískt?
Rök þingmanna Pírata voru þau að leynileg
atkvæðagreiðsla gerði þingmönnum kleift „að
greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni án ut-
anaðkomandi þrýstings hvort sem hann er frá
samþingsmönnum, kjósendum, fjölmiðlum eða
öðrum“. Með sömu rökum mætti vitanlega
gera allar atkvæðagreiðslur á Alþingi leyni-
legar. Gegnsæið, líkt og áherzlan á að treysta kjósendum,
má sín greinilega lítils þegar pólitískir hagsmunir Pírata
eru annars vegar.
Taki Ólafur Ragnar ákvörðun um að gefa áfram kost á
sér sem forseti Íslands verður það þannig ekki áfall fyrir
lýðræðið heldur þvert á móti. Hafi einhverjir aðrir fram-
bærilegir einstaklingar hug á því að bjóða sig fram ættu
þeir að taka samkeppninni frá Ólafi fagnandi. Hvort hann
haldi áfram eða ekki ætti ekki að vera forsenda ákvörð-
unar þeirra um framboð. Ef svo hins vegar er verður það
vart skilið öðruvísi en sem viðurkenning á því að Ólafur sé
betri valkostur. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Forsetinn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nýr veruleiki kallar ábreyttar áherslur. Súvar tíðin að veitingahús,hótel og aðrir þjónustu-
staðir fyrir ferðafólk voru lokaðir
um hátíðarnar, enda þótti sjálfsagt
að starfsfólk fengi frí. En nú skorar
Ísland sem viðkomustaður ferða-
manna árið um hring og þar eru jól
og áramót engin undantekning.
Hvergi liggja fyrir neinar tölur um
nákvæman fjölda erlendra jólagesta
á landinu um hátíðarnar. Hundruð
segja sumir en aðrir telja fjöldann
munu rokka á þúsundum.
Flugið stopp á jóladag
Næstu daga verður loftbrú til og
frá Íslandi. Margir Íslendingar fara
utan til að heimsækja vini og ætt-
ingja og fara utan með vélum sem
flytja erlenda túrista hingað til
lands. „Það verður þétt umferð um
Keflavíkurflugvöll alveg fram á að-
fangadag. Svo stoppar allt á jóladag,
en svo fer flugið aftur af stað á öðr-
um degi jóla,“ segir Guðni Sigurðs-
son, upplýsingafulltrúi Isavia.
Þegar til Reykjavíkur kemur þarf
fólk gistingu. Á vegum Íslandshótela
verða fimm hótel í Reykjavík opin
um áramót, svo sem Fosshótel við
Þórunnartún og Grandhótel við Sig-
tún sem eru einhver allra stærstu
hótelin í borginni. „Jólin eru vel bók-
uð en áramótin líta enn betur út. Þau
eru æ vinsælli ferðamannatími,“
segir Ólafur Torfason, stjórnar-
formaður Íslandshótela, í samtali við
Morgunblaðið.
Á aðfangadagskvöld verður opið á
allmörgum matsöluhúsum í Reykja-
vík, þá einkum veitingastöðum hót-
elanna. Flestir þessara staða verða
svo opnaðir á 2. í jólum, eins og sést
á vefsetrinu vitisreykjavik.is.
Rútan á daglegri áætlun
Svo þarf fólk að gera sér eitthvað
til dundurs og bregða undir sig betri
fætinum. Margir ætla til dæmis í
skoðunarferðir með rútubílum, enda
hefur jólatíminn sinn sjarma fyrir
ferðamenn. Glitrandi seríur eru úti
um allt og næturhimni er stríðsdans
norðurljósanna. „Við tökum það ró-
lega á aðfangadagskvöld, en svo fer
allt á snúning á jóladag. Þá erum við,
samkvæmt venju, með þessa venju-
legu áætlun okkar, svo sem Þing-
velli, Gullfoss og Geysi, Suður-
ströndina og Bláa lónið. Bókaðir
farþegar skipta hundruðum,“ segir
Einar Bárðarson, rekstrarstjóri
ferðaþjónustufyrirtækisins Reykja-
vík Excursions.
Hve margir erlendir ferðamenn
verða á Ísland um jól og áramót er
hluti af þeirri ævintýralegu fjölgun
erlendra túrista á landinu bláa síð-
ustu misserin. Nærri 82 þúsund
ferðamenn flugu frá Íslandi í gegn-
um Leifsstöð í nóvember síðast-
liðnum. Það eru 20.700 fleiri en í
nóvember á síðasta ári. Aukningin
nemur 34,1% milli ára. Þá var fjölg-
unin í nóvember 49,3% Fjöldi er-
lendra ferðmanna er þar með kom-
inn í um 1,2 milljónir frá síðustu
áramótum. Bretar eru ríflega þriðj-
ungur þessa og að Bandaríkjamönn-
um meðtöldum eru þetta 55% þeirra
túrista sem landið sækja heim.
Raunar er má einu gilda hver litið
er á fjölgun ferðamanna á Íslend-
inga; Bretarnir hafa alls staðar vinn-
inginn. Íslendingar geta til dæmis
fundið þetta vel þegar gengið er um
Laugaveginn í Reykjavík eða þá far-
ið í sunnudagsbíltúr austur á Þing-
velli; alls staðar eru Bretar. Og það
eru væntanlega margir af því þjóð-
erni sem leggja leið sína til Ísland
um jólin og ármótin; hátíðirnar sem
nú eru að ganga í garð.
Glitrandi seríur og
dansandi norðurljós
Morgunblaðið/Kristinn
Jólaljós Erlendur ferðamaður myndar tréð á Austurvelli sem skín skært.
„Það væri tilvalið fyrir Íslend-
inga að bjóða útlendingum heim
um jólin og leyfa þeim að kynn-
ast jólahaldinu. Hér er nefnilega
meira lagt í þessa hátíð en víð-
ast hvar á Vesturlöndum,“ segir
sr. Sigurður Árni Þórðarson,
sóknarprestur í Hallgrímskirkju.
Fjöldi útlendinga sækir guðs-
þjónustur í íslenskum kirkjum
um jólin. Kirkjan á Skólavörðu-
holti tekur um 700 manns í sæti
og á aðfangadagskvöld eru út-
lendingar um sjöund þess. „Fólk
vill rækta trúna og heyra tón-
listina,“ segir presturinn.
Fólk vill trúna
og tónlistina
ÚTLENDINGAR Í MESSU
Morgunblaðið/Þórður
Prestur Sigurður Árni Þórðarson
í Hallgrímskirkju.