Morgunblaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 352. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Bilun á Star Wars sýningu 2. Noregur heillar ekki jafn mikið 3. „Svona áburður er óþolandi“ 4. 5 hlutir sem gerast þegar þú … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Síðustu aðventutónleikar Schola cantorum á Jólatónlistarhátíð Hall- grímskirkju fara fram í dag kl. 12. Ein- söngvarar úr röðum kórsins verða Fjölnir Ólafsson bassi, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran og Ragnheið- ur Sara Grímsdóttir sópran og stjórn- andi verður Hörður Áskelsson. Á efn- isskrá má finna fjölbreytta aðventu- og jólatónlist, m.a. „Ó helga nótt“ og „Lux aurumque“. Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju  Kvartett Krist- jönu Stefáns- dóttur flytur sinn árlega jóladjass í Tryggvaskála í kvöld kl. 21. Á dagskránni verða þekkt jólalög í djössuðum út- setningum kvart- ettsins sem skipaður er Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu, Vigni Þór Stefánssyni píanóleikara, Smára Kristjánssyni bassaleikara og Gunn- ari Jónssyni trommuleikara. Kvartett Kristjönu flytur jóladjass  Alþjóðlegi sönghópurinn Olga Voc- al Ensemble heldur þrenna jóla- tónleika um helgina, þá fyrstu í kvöld kl. 20 í Áskirkju í Reykjavík. Á morg- un syngur hópurinn í Tjarnarborg, Ólafsfirði, kl. 20 og 20. desember í Aðventkirkjunni í Reykjavík kl. 20. Olga syngur á Ólafs- firði og í Reykjavík Á laugardag Norðaustan 10-18 m/s, hvassast austast á landinu. Úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi, annars snjókoma, einkum fyr- ir austan. Frost 0 til 5 stig en frostlaust syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur úr vindi og kólnar, víða norðaustan 8-15m/s og dálítil él. Frost 1 til 11 stig, kaldast í innsveitum norð- austantil. VEÐUR „Ég reikna með að það verði stál í stál,“ segir Þórir Her- geirsson, landsliðsþjálfari Evrópu- og ólympíu- meistara Noregs í hand- knattleik kvenna, um und- anúrslitaleik Noregs og Rúmeníu á heimsmeistara- mótinu. Leikurinn fer fram í kvöld. Liðin mættust fyrir átta dögum í riðlakeppn- inni. Síðan hefur rúm- enska liðið sótt í sig veðrið að sögn Þóris. »4 Þórir reiknar með hnífjöfnum leik Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur nú tíu sinnum tekið þá ákvörð- un að skipta um knattspyrnustjóra hjá félaginu eftir að hafa keypt það árið 2003, en hann lét Portúgalann José Mourinho fara í annað sinn í gær. Líklegast er talið að Guus Hidd- ink taki tímabundið við liðinu en nokkrir hafa verið nefndir sem hugs- anlegir arftakar til lengri tíma. »1 Hver þorir að stíga næstur upp í Brúna? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Bessastaðastrákarnir“ hafa haldið hópinn í yfir 60 ár og einn af helstu föstu punktum þeirra í tilverunni er að borða saman hádegismat einu sinni í mánuði. „Þá tökum við púls- inn á okkur og þjóðfélaginu,“ segir Páll Bragi Kristjónsson. Að sögn Páls Braga eiga vinirnir mörg sameiginleg áhugamál. Nefnir í því sambandi fjölskyldumálin og börnin, sumarbústaðalífið, hesta- mennsku, bækur og fleira. „Þó við séum á svipaðri línu í pólitíkinni för- um við ekki djúpt í þjóðmálin,“ segir hann. Bætir við að eftir því sem þeir eldist þyki þeim gott að sitja saman og slúðra. „Eftir að við hættum í fastri vinnu sitjum við líka lengur en áður.“ Sátu oft í hjá forsetunum Strákarnir hafa frá mörgu að segja. „Við höfum arkað veginn sam- an í gegnum þykkt og þunnt, rétt eins og vinir gera, og höfum frá mörgu að segja,“ heldur Páll Bragi áfram. Frumbernskan er eilíft umræðu- efni. Páll Bragi rifjar upp að þeir hafi sofið saman í stórum rúmum á Bessastöðum, lesið þar saman undir öll próf, leikið sér saman. „Við vor- um þarna í öllum fríum, hvenær sem tækifæri gafst, og gerðum allt sam- an. Þetta var gríðarlegt ævintýralíf, hvort sem við vorum í bófahasar eða öðru. Þarna var mikill búskapur - pabbi átti til dæmis margar kindur og hesta - og við tókum þátt í honum með kaupafólkinu, sem var fjöl- mennt, 20 til 30 manns á sumrin. Þarna voru líka börn bústjórans þannig að félagsskapurinn var mikill og ótrúlega mikið líf í fegurðinni á Bessastöðum. Ég segi oft að falleg- ustu vorkvöldin í heimi séu í logni á Bessastöðum.“ Strákarnir fóru ýmist hjólandi úr bænum á Bessastaði eða í strætó, sem stoppaði á Hafnarfjarðarvegi, auk þess sem þeir fengu oft far í for- setabílnum. „Pabbi keyrði okkur oft og það var hversdagslegur hlutur að sitja í með Sveini og Ásgeiri. Við bárum mikla virðingu fyrir þessum mönnum og þeir voru mjög góðir við okkur. Það er eftirminnilegt.“ Páll Bragi segist hafa eignast fyrstu golfboltana sem lítill gutti á Bessastöðum. „Sveinn Björnsson var einn af fyrstu kylfingum lands- ins. Hann gekk stundum um túnin með eina kylfu og sló bolta. Hann týndi mörgum boltum og þegar við krakkarnir fundum þá var ógurlegt ævintýri að láta þá skoppa og að ég tali ekki um að pilla þá í sundur og taka úr þeim allar teygjurnar.“ Hafa haldið hópinn í yfir 60 ár  Bófahasar, bústörf og boltar á Bessastöðum Grúppan í hádegismat á Laugaási Frá vinstri: Eggert Óskarsson, Páll Bragi Kristjónsson, Hörður H. Bjarnason, Sigurður G. Thoroddsen, Sverrir Þórhallsson og Ásgeir Thoroddsen. Á myndina vantar Svein Björnsson. Strákarnir tengdust fyrstu tveimur forsetum Íslands. Sveinn Björnsson er sonarsonur Sveins Björnssonar forseta. Bræðurnir Ásgeir og Sigurður Thoroddsen, synir Gunnars Thor- oddsen og Völu Ásgeirsdóttur, eru dóttursynir Ásgeirs Ásgeirs- sonar, annars forseta lýðveld- isins. Sverrir Þórhallsson er son- ur Þórhalls Ásgeirssonar og er sonarsonur Ásgeirs forseta. Kristjón Kristjánsson, faðir Páls Braga, var forsetabílstjóri fyrstu áratugina. „Við kynntumst í sveitinni á Bessastöðum og vor- um þar meira og minna saman fram yfir tvítugt,“ segir Páll Bragi. „Við höfum verið eilífð- arvinir og fjölskyldur okkar hafa haldið þétt saman.“ Á mennta- skólaárunum bættust í hópinn Hörður Bjarnason og Eggert Óskarsson. Kynntust á Bessastöðum TENGDUST FYRSTU TVEIMUR FORSETUM ÍSLANDS Það var gríðarlega mikil spenna í öll- um þremur leikjum gærkvöldsins í Olís-deild karla í handknattleik. Ak- ureyri og ÍBV gerðu jafntefli norðan heiða og bæði Afturelding og Valur tryggðu sér sigur með marki á loka- sekúndu, hvort í sínum leik. » 2 Þrír háspennuleikir í handboltanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.