Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ
Frekari upplýsingar á vefverslun okkar
www.donna.is
Hjartahnoð og hjartastuðtæki
björguðu lífi mínu
Er næsta hjartastuðtæki
langt frá þér?
Verð frá kr. 199.600
A
llir vita að gleraugun geta
breytt því hvernig við lítum
út. Þykir mörgum gleraugu
gefa eftirsóknarvert útlit, og
gott ef það er ekki í tísku í dag að
vera með umgjörð sem er áberandi
og svipsterk.
Kjartan B. Kristjánsson hjá Opti-
cal Studio bendir hins vegar á að gler-
augun geti haft áhrif á útlit okkar á
aðra vegu, og t.d. mótað það hvernig
við berum okkur. Hann segir ranga
notkun á gleraugum geta breytt því
hvernig við birtumst öðrum.
Aldursmerki sem allir fá
„Það hendir alla að þurfa einhvern
tíma á lífsleiðinni að nota gleraugu til
að sjá betur. Augað er eitt að-
alskynfæri líkamans og breytist lögun
þess á ævi mannsins. Um miðjan ald-
ur taka margir eftir því að þeir eiga
erfiðara með að sjá frá sér og þá að-
allega við lestur og tölvunotkun. Birt-
ast einkennin m.a. í formi þreytu,
minnkuðu úthaldi við nærvinnu, og
eins vilja margir meina að „handlegg-
irnir séu ekki nægilega langir“,“ segir
Kjartan.
Er þetta til marks um að linsan í
auganu er tekin að stífna og algengt
að sjóntæki þurfi um miðjan aldur til
að gera einfalda hluti á borð við að
kíkja á skjáinn á símanum. „Ekkert
stöðvar breytingarnar á linsunni og
við upplifum æ meiri erfiðleika við að
ná fókus með auganu. Breytingarnar
koma að jafnaði fram á tímabili sem
spannar 10-15 ár og kallar á sífellt
sterkari lestrargleraugu.“
En það er hér sem Kjartan biður
lesendur að staldra við og gefa því
gaum hvað getur gerst í fari þeirra ef
lesgleraugun eru ekki notuð rétt. Get-
ur það hent, ef rangt er að farið, að
gleraugun verði til þess að fólk drúpir
höfði, auk þess að höfuðstaðan lækkar
fólk í loftinu, magnar upp undirhök-
una og gefur óeðlilegan augnsvip.
„Þegar þetta gleraugna-háttalag hef-
ur verið ástundað í 5-10 ár þá er birt-
ingin breytt frá því sem áður var, og
jafnvel án gleraugna er höfuðstaðan
orðin önnur.“
Hratt upp plús-skalann
Kjartan segir að réttur styrkur
gleraugnanna sé aðalatriðið, og varar
við notkun staðlaðra lesgleraugna.
„Stöðluð lesgleraugu eru skyndilausn
en koma aldrei í stað optískra gler-
augna sem eru sérsmíðuð fyrir hvern
og einn. Þeim sem venja sig á að
kaupa alltaf stöðluð lesgleraugu og
gera sína eigin sjónmælingu í leiðinni
hættir til að klífa hröðum skrefum
upp „plús“-skalann enda tilhneigingin
rík að velja of sterk gleraugu við hver
kaup. Til að tryggja réttan styrk
verður að fara í sjónmælingu hjá sjón-
tækjafræðingi eða augnlækni.“
Að velja tilbúin, stöðluð lesgler-
augu úti í búð líkir Kjartan við það að
kaupa svokallaða „Kínaskó“ sem skó-
búnað og telja sér trú um að þar sé
komin ódýr og góð lausn á skóþörf-
inni.
Eins er ekki sama hvernig gler-
augun eru notað. Segir Kjartan að
það verði að taka gleraugun af nefinu
þegar litið er upp frá nær-verkefn-
unum. „Slíkt finnst mörgum óþægi-
legt og þreytast á að vera sífellt að
handfjatla gleraugun. Er það þó
skárra en að hneigja sig og beygja í
sífellu með þeim afleiðingum sem áð-
ur var lýst. Margskipt gleraugu eru
lausnin á þessu,“ útskýrir hann. „En
margir kvíða því að nota margskipt
gleraugu og hafa þá heyrt litríkar og
lítt uppörvandi sögur frá notendum
slíkra gleraugna. Er skýringin á sög-
unum sú, að hluta, hversu seint í aldri
notkun slíkra gleraugna á sér stað
hérlendis sé borið saman við hin
Norðurlöndin. Ég mæli eindregið
með því að taka skrefið strax yfir í
margskipt gleraugu þegar fjær-
fókusinn fer að óskýrast, heldur en að
hafa alltaf í fórum sínum tvenn gler-
augu. Margskipt gleraugu eru ekki
gallalaus en besti kosturinn þegar
aldursfjarsýni hefur gert vart við
sig.“
ai@mbl.is
Eru lesgleraugun að lækka þig í loftinu?
Kjartan hjá Optical Studio
segir hætt við því að röng
notkun lesgleraugna breyti
höfuðstöðu fólks. Að velja
stöðluð lesgleraugu getur
verið varasöm skyndilausn.
Morgunblaðið/Eggert
Fagfólk Kjartan (fyrir miðju) ásamt sjóntækjafræðingum sínum í Optical Studio í Smáralind. Kjartan stofnaði sína fyrstu gleraugnaverslun í Keflavík árið 1982. Í dag starfa alls hjá fyr-
irtækinu 35 manns og verslanirnar núna orðnar þrjár talsins. Í versluninni í Leifsstöð vekur oft mikla athygli farþega að þar má fá algengustu gleraugu afgreidd á innan við 15 mínútum.
Það lætur nærri að það sé orðið
rangnefni að tala um að kenna
gleraugu við gler. Segir Kjartan
að í dag heyri til undantekninga
ef sjóngler eru gerð úr gleri.
„Bæði sjóngler og sólgler er nú
til dags oftast úr sérgerðu plast-
efni. Nýju plast-sjónlinsurnar
hafa optísk gæði sem eru fylli-
lega sambærileg við gler en hafa
þann kost umfram glerið að vera
nær óbrjótanleg og mun léttari.“
Plast komið
í stað glers
Prýði Falleg gleraugu geta verið fegrandi fyrir þann sem þau notar.
Blámi Snotur sólgleraugu.
Drama Íburður fyrir dömurnar.