Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 16
Tannburstaframleiðendur senda reglulega frá
sér nýstárlega tannbursta sem titra, snúast og
vísa burstahárunum á þennan eða hinn veginn
til að hreinsa tennur og tannhold betur. Hitt
gerist sjaldnar að farin sé algjörlega ný leið í
hönnun tannburstans, líkt og hefur verið gert
með Issa tannburstanum.
Issa skiptir hárunum út fyrir mjúk sílikón-
blöð sem eiga að fara betur með tennurnar og
tannholdið en ekki sýna óhreinindunum
neina miskunn. Hausinn á Issa er sveigj-
anlegur í allar áttir og kemst þannig vel að
öllum glufum, krókum og kimum í munninum.
Síðan er titrari í handfanginu sem á að vera
hægt að nota í um 360 burstanir á einni
hleðslu.
Er Issa burstinn gerður til að endast og á
burstahausinn að duga í heilt ár áður en þarf
að skipta honum út fyrir nýjan.
Þá er Issa burstinn til í barnaútgáfu með
litlu ljósi sem sýnir broskarl eða fýlukarl eftir
því hvort barnið er búið að bursta tennurnar
sínar eður ei.
Kostar burstinn á bilinu 160 til 200 dali í
bandarískum netverslunum.
ai@mbl.is
Tannheilsan
Tannbursti
framtíðarinnar
16 | MORGUNBLAÐIÐ
Í
janúar fyllast líkamsræktar-
stöðvarnar. Virðist eins og annar
hver maður hafi strengt þess heit
að nota byrjun nýs árs til að kveðja
letina og skvapið, setja á sig hlaupas-
kóna og svitabandið og hefja nýtt og
betra líferni.
Strax í febrúar eru líkamsræktar-
stöðvarnar hins vegar orðnar frekar
tómlegar og hlaupaskórnir komnir
aftur á hilluna.
Hvað er það eiginlega sem gerist í
kollinum á fólki og verður til þess að
heilsuátakið verður svona skammlíft
hjá mörgum?
Helgi Héðinsson er íþróttasálfræð-
ingur og segir marga galla á því
hvernig fólk beitir áramótaheitunum.
„Áreiðanlegar tölur eru ekki á reiðum
höndum en sennilega er það algeng-
ara en ekki að tilraunir fólks til að
hreyfa sig meira og bæta mataræðið
fjari fljótlega út.“
Illa ígrunduð áramótaheit
Ein ástæðan er sú, að mati Helga,
að áramótaheitið er oft skyndi-
ákvörðun og á jafnvel meira skylt við
hópþrýsting sem fólki finnst það
þurfa að fylgja, fyrst allir aðrir eru
hvort eð er að strengja heit í sama
dúr. Hann segir að meðvituð og betur
ígrunduð ákvörðun um bætta heilsu
gæti leitt til betri árangurs.
Svo getur það verið að áramóta-
heitið sé í raun ein tegund frestunar;
að fólk hafi kannski vitað það í sumar
að ærið tilefni var til að byrja að
stunda líkamsrækt og breyta um
stefnu, og áramótin hentug afsökun til
að bíða í nokkra mánuði með að byrja,
hvort sem ákvörðunin er meðvituð eð-
ur ei. „Það eitt að strengja áramóta-
heitið og setja eftirsóknarvert mark-
mið fær fólki til að líða betur. Ef svo
jákvæða breytingin reynist skammlíf,
þá er frestun þegar orðin hluti af
hugarfarinu, og hægt að fresta næsta
átaki fram að næstu áramótum en fá
strax jákvæðu hugsanirnar sem
tengjast markmiðinu.“
Barist við vanann
Umfram allt segir Helgi að ára-
mótaheitin strandi á því að erfitt er
að breyta vananum og að mann-
skepnunni er tamast að gera það sem
er auðveldast til skemmri tíma en slá
því erfiða á frest, jafnvel þótt lang-
tímaafleiðingarnar geti orðið slæmar.
Helgi lumar á nokkrum ráðum sem
ættu að hjálpa til að ná betri árangri.
„Fólk ætti kannski að byrja einu
skrefi framar og huga betur að und-
irbúningnum, áherslunum og ástæð-
unum. Algengt er að þegar áramóta-
heitið er strengt sé það eins og haldið
sé af stað í langferð í flýti, en kemur
svo í ljós þegar lagt er af stað að
vegabréfið gleymdist, leiðin á áfanga-
stað er ekki skýr eða jafnvel ekki ljóst
hvert ferðinni er heitið.“
Er góðs viti, að mati Helga, ef fólk
gefur sér næði til að horfa vel og
vandlega inn á við, skoðar hvað það
langar að gera og hvað skiptir það
máli. „Kannski leiðir þessi skoðun í
ljós að meiri tími með fjölskyldu og
vinum er það sem við viljum setja í
forgang, eða kannski eitthvert áhuga-
málið. Með þessa auknu sjálfsþekk-
ingu að vopni er hægt að fara að setja
markmið sem eru í betri persónu-
legum tengslum við okkur sjálf og
leyfa þeim síðan að smita út frá sér
t.d. til hreyfingar og mataræðis. Að
hitta vinina oftar getur orðið með
þeim hætti að fólk hreyfir sig meira,
og gæðastundir í eldhúsinu með fjöl-
skyldunni eða göngutúrar geta hjálp-
að að koma betra jafnvægi á mat-
aræði og um leið draga úr kyrrsetu.“
Þá eru mistökin nánast tryggð ef
markmiðin eru of háleit eða óljós.
Segir Helgi að nær væri að strengja
heit fyrir hvern mánuð fyrir sig frek-
ar en allt árið. Er þannig hægt að
búta verkefni ársins niður í viðráð-
anlega bita. „Það er mjög mikil
hvatning fólgin í því að ná mark-
miðum sínum og fæst þessi hvatning
með mörgum litlum áföngum í stað
eins stórs verkefnis. Að ætla að setja
markið á einhverja niðurstöðu eftir
12 mánuði er ekki ósvipað og að fara í
þriggja ára háskólanám og fá ekki
fyrr en í lokin nokkra endurgjöf um
það hvernig maður stendur sig í nám-
inu.“
Viðráðanlegir og
sveigjanlegir bitar
Markmiðin þurfa líka að vera
sveigjanleg og segir Helgi að okkur
hætti flestum til að vera vonsvikin í
eigin garð þegar ekki tekst að ná
markmiðunum. Sveigjanleikinn þýðir
að hægt er að ná markmiðum að
hluta og gleðjast yfir þeim fram-
förum sem þó hafa átt sér stað. „Ef
ég væri að þjálfa íþróttamann og
segði honum ekki annað allt árið en
hvað hann væri ómögulegur og að
hann gerði allt vitlaust myndi hann
fljótt gefast upp. Sama gildir með það
sem við segjum okkur sjálfum.“
Þá er best ef markmiðin eru skrif-
leg og leggur Helgi til að festa t.d.
blað á ísskápshurðina með mark-
miðum mánaðarins. „Það er máttur í
pennum og það sem er skriflegt veitir
okkur meira aðhald,“ segir hann. „Er
líka hægt að nota félagslegt eðli okk-
ar og finna annað fólk til að æfa með,
s.s. góðan æfingafélaga, fótboltalið
eða skokkhóp. Við erum hópdýr og
virðumst eiga auðveldara með að
standa við fyrirheitin þegar okkur
finnst við vera skuldbundin hinum
meðlimum hópsins til að skrópa
ekki.“
ai@mbl.is
Hvernig á standa við áramótaheitin?
Margir byrja árið af miklum
metnaði. Nú skal sko taka
á því og segja bless við alla
lestina sem gera okkur löt
og feit. Oftar en ekki fjara
áramótaheitin út á nokkr-
um vikum eða mánuðum
og allt er komið í sama horf
og áður. Hvað er til ráða?
Morgunblaðið/Eggert
Áherslur Helgi Héðinsson segir áramótaheitin oft skyndiákvörðun. Það sé vænlegra til árangurs að taka úthugsaða ákvörðun um heilsubót.
Göngugreining
Pantaðu
tíma
í síma
5173900
Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900
Vandamál sem göngugreining Flexor getur
hjálpað til við að leysa eru til dæmis:
• þreytuverkir og pirringur í fótum
• verkir í hnjám
• sársauki eða eymsli í hælum
(hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.)
• beinhimnubólga
• óþægindi eða verkir í baki
og/eða mjöðmum
• verkir í tábergi og/eða iljum
• hásinavandamál
• óþægindi í ökklum
• þreytu- og álagsverkir
hjá börnum og unglingum