Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 25
Að margra mati er engin betri leið til að bæta þolið en að sippa. Þó sippið virðist bráðeinfalt og auðvelt þá þarf ekki að hoppa svo oft til að hjartað byrji að hamast og svitinn að perla á enninu. Best af öllu er að sippið kallar ekki á flóknar græjur eða mikið pláss. Þarf bara að finna hæfilega stóran gólfflöt, þar sem nógu hátt er til lofts, og svo nægilega langt band af réttri þykkt og þyngd. Nú hefur fyrirtækið Tangram fært sippubandið yfir á næsta stig og búið til sannkallað snjall-sippuband. Sippubandið talar við snjallsímann sem heldur utan um tölfræð- ina og mælir árangurinn. Forritið sem fylgir sippubandinu á að hjálpa til við að hvetja notandann til dáða og gefur „verðlaun“ þegar ákveðnum þröskuldum er náð. Allrasniðugast er að í bandinu sjálfu eru díóður sem blikka á hár- réttum tíma þegar bandinu er sveiflað, svo að fyrir framan notandann birtist, eins og í lausu lofti, teljari sem segir til um hversu oft hefur verið hoppað. Sippubandið frá Tangram er til sölu á store.tangramfactory.com og kost- ar þar tæpa 90 dali. Má velja um nokkra liti og fimm lengdir. ai@mbl.is Er snjallsippuband hið fullkomna æfingatæki? MORGUNBLAÐIÐ | 25 Eitt heitasta líkamsræktar- æðið í dag er sniðugu litlu svamprúllurnar. Á það að vera allra meina bót, og styrkja ótrúlegustu vöðva, að leggja rúlluna á gólfið og renna lík- amanum á henni eftir kúnst- arinnar reglum. Þeir sem hafa haft áhyggjur af að svamprúllan væri of ein- falt æfingatæki geta núna glaðst yfir því að komin er á markaðinn hátækni-rúlla. Græjan hefur fengið nafnið Vyper og er framleidd af Hyperice. Galdurinn á bak við Vyper er öflugur titrari sem hefur verið komið fyrir í rúllunni miðji. Má velja um þrjár hraðastillingar og er titrarinn knúinn áfram af rafhlöðu með tveggja tíma hleðslu. Á titringurinn að gera góða rúllu enn betri, hjálpa til við að nudda vöðvana og slaka. Vyper fæst meðal annars á Amazon.com og kostar þar 199 dali án sendingarkostn- aðar og skatta. ai@mbl.is Konungur rúllanna Svamprúlla sem titrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.