Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2016, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2016, Síða 37
Ertu nákvæmur „pakkari“? „Ég set venjulega allt ofan í tösku sem mögulega gæti nýst, fyrir utan það sem ég gleymi, sem er alltaf eitt- hvað.“ Ertu skipulagður í bókunum eða stekkurðu með litlum fyrirvara? „Með fimm manna fjölskyldu þarf allt að vera vel skipulagt. Svo nota ég ókeypis afbókanir grimmt. Þannig er hægt að bóka hótel og bíla langt fram í tímann og afbóka ef eitthvað breyt- ist.“ Nýtirðu netið til að leita að upplýsingum um veit- ingastaði, hótel og söfn? „Já. Venju- lega eyði ég alltof miklum tíma fyrir ferðir í að finna staði til að heimsækja. Oft eru væntingar svo gríðarlegar eftir óhóflega góðar umsagnir að von- brigði eru óhjákvæmileg. Þá er gott að hafa eina gamaldags ferða- bók í töskunni til að koma sér aft- ur á rétt spor.“ Til hvaða stórborgar myndirðu næst vilja ferðast? „Abu Dhabi.“ Hvað myndirðu vilja gera þar? „Gista á fimm stjörnu hóteli og virða fyrir mér Persaflóann úr sundlaug- inni á þakinu. Svo myndi ég skoða eina stærstu mosku í heimi, aka um á sandöldum í eyðimörkinni og heimsækja Masdar City sem er til- raunaverkefni til að búa til meng- unarlausa borg framtíðarinnar, knúna af vind- og sólarorku. Hvernig mat myndirðu vilja borða? „Ég væri til í að prófa shawarma með kamelkjöti og hummus. Svo skilst mér að þarna sé hægt að fá besta indverska mat utan Indlands og að meðalfjöldi veit- ingastaða á hverju hóteli sé u.þ.b. sjö.“ Ef þú kæmir með eitthvað heim úr ferðinni, hvað yrði það? „Minjagripur. Við reynum að kaupa alltaf styttu af einni byggingu í hverri borg sem við heimsækjum. Nýjasta viðbótin er kastali Þyrnirós- ar frá Disneylandi en uppáhaldið er náttúrulega Hallgrímskirkja, sérstaklega nú þegar við erum búsett í Amst- erdam.“ Ef þú mættir velja einn stað, hvar sem er á jörðinni til að vakna upp á í fyrramálið, hver yrði sá staður? „Kofi á strönd á Ko Lipe fyrir utan Taíland. Ef myndirnar ljúga ekki er hún nálægt því að vera fullkominn staður til að vakna á. Hvernig yrði það frí fullkomið? „Heimamenn slægju upp veislu þar sem Baggalútur léki fyrir dansi.“ Sniðugt að nýta ókeypis afbókanir Abu Dhabi. Shawarma Ströndin á Koi Lipe. FERÐALANGURINN Kristbjörn Helgason býr ásamt fjölskyldu sinni í Amsterdam þar sem hann starfar sem sér- fræðingur í gagnagrein- ingu hjá Booking.com. Kristbjörn er mikill ferðalangur í sér og finnst gaman að skipuleggja ferðir fram í tímann. AFP 7.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Eitt það mikilvægasta á ferðalög- um er að hafa alltaf plan B. Það er martröð hvers ferðalangs að lenda í því að hraðbankinn gleyp- ir kortið þitt og ekkert er eftir í vasanum. Á sumum fáförnum stöðum er þín tegund af kredit- eða debetkorti kannski ekki tek- in og svo einfaldlega týnist kort- ið. Hvernig hljómar þá plan B? Jú, það er að vera alltaf með einhvern pening á sér til að geta reddað sér. Svo ekki sé talað um ef þú ert á leiðinni út á flugvöll og það er enginn tími til að bíða eftir því að einhver komi og veiði kortið úr hraðbankanum. Hins vegar er glapræði að geyma þá alla á einum stað – jafnvel þótt maður telji sig af- skaplega vel settan með glænýjustu gerðina af innanáveski um mittið. Regla númer eitt er að vera með peningana á nokkrum stöð- um. Vera með á sér góða summu í til dæmis góðu veski, einnig seðla í renndum vasa á flíkinni og á hótelinu er gott að geyma líka peninga í öryggishólfi. Margir eiga „sína“ aðferð við að geyma peninga og eggin eiga ekki að fara öll í sömu körfuna. Gott er að hafa fleiri seðla en færri, það er að segja; að verð- gildi hvers þeirra sé ekki það hátt að þú þurfir að láta skipta stórri upphæð og treysta á að nóg sé til í kassanum fyrir skipti- mynt. Þá vekur það óþarfa at- hygli á hvað þú ert með mikið á þér ef þú dregur fram stóra seðla og varast skal líka að draga fram bunka af seðlum á götu- markaðnum. Á sumum stöðum í heiminum er reiðufé í raun eini gjaldmiðill- inn sem hægt er að treysta á. Í Afríku og Asíu eru stór svæði þar sem hvorki er hægt að nota kort né fara í hraðbanka en þá eru líka víðast hvar reglur um hversu mikið reiðufé þú mátt hafa með þér inn í landið. Að lokum, ef gististaðurinn býður ekki upp á öryggishólf og þú ert einn með herbergi er gott að fela einhvern pen- ing í herberginu. Inni í þvotta- poka eða einhverju sem fáum myndi detta í hug að stela. Þetta er ekki það öruggasta en betra en ekkert. Ekki hafa þó háa upphæð á þessum stað. Að ferðast með peninga Jakki með leynivasa. Trefill með leynivasa. Peningabelti. EKKI HAFA ÖLL EGGIN Í SÖMU KÖRFU Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.