Morgunblaðið - 27.02.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.2016, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ólga er meðal starfsmannaMinjastofnunar Íslands útaf áformum forsætisráðu-neytisins að sameina stofn- unina Þjóðminjasafninu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Laga- frumvarp forsætisráðuneytisins um sameininguna var samið án þátttöku fulltrúa stofnunarinnar í fjögurra manna stýrihópi sem settur var á fót í desember til að kanna fýsileika þess að stofnanirnar sameinuðust. Búst er við yfirlýsingu frá starfsfólkinu um málið eftir helgi. Tíu prósent hagræðing Helsta réttlæting þess að sam- eina stofnanirnar tvær er hagræðing og rekstrarsparnaður. Er vísað í fyr- irheit í stjórnarsáttmálanum um aukna skilvirkni stjórnsýslunnar. Á vef forsætisráðuneytisins segir að stýrihópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu „að óhætt sé að setja það fjárhagslega markmið með samein- ingunni að nýrri stofnun takist að ná allt að 10% hagræðingu innan þriggja ára“. Ennfremur að með breyting- unni „skapist tækifæri á að end- urskipuleggja verkaskiptingu, ferla og skipulag verkefna“. Samkvæmt frumvarpinu, sem er í umsagnarferli fram á mánudag, fel- ur sameiningin í stórum dráttum í sér að til verður ný stofnun, Þjóðminja- stofnun, sem tekur við núverandi verkefnum Þjóðminjasafns og Minja- stofnunar. Hún mun hafa stjórnsýslu- hlutverk. Þjóðminjasafnið verður áfram rekið sem höfuðsafn á vegum stofnunarinnar og um það gilda áfram sérlög. Öllu núverandi starfs- fólki beggja stofnana verður boðið starf við hina nýju stofnun. Ráðherra verður heimilað að flytja forstöðu- mann annarrar stofnunarinnar í emb- ætti forstöðumanns Þjóðminjastofn- unar án auglýsingar. Starfsheitið verður þjóðminjavörður. Húsafriðun til forsætisráðherra Meðal þess sem vakið hefur at- hygli í tengslum við þessi áform er að flytja á eitt höfuðverkefni Minjastofn- unar, friðlýsingu húsa, mannvirkja og samstæðu húsa, á skrifstofu forsætis- ráðherra. Alkunna er að þessi mála- flokkur er sérstakt áhugaefni Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hér er annars vegar um að ræða ráðgjöf við sveitarfélög um mótun vernd- arsvæða í byggð og gerð tillagna um að tiltekin svæði verði gerð að vernd- arsvæði. Hins vegar er um að ræða gerð tillagna um að tiltekin hús eða mannvirki verði friðlýst. Í rökstuðn- ingi fyrir þessu í lagafrumvarpinu segir að tilefnið sé að ákvörðunarvald sé í báðum tilvikum á hendi ráðherra og „eingöngu lagður til flutningur á mótun þeirra tillagna sem umræddar Ólga á meðal starfs- fólks Minjastofnunar Minjastofnun Verði af sameiningu er gert ráð fyrir því að hús Minja- stofnunar við Suðurgötu verði selt og starfsemin flutt í Þjóðminjasafnið. ákvarðanir byggjast á“. Nauðsynlegt sé að skapa svigrúm til aukinnar stefnumótunar í málaflokknum af hálfu ráðherra hvað varðar friðlýs- ingu húsa og mannvirkja. Stefnumót- un á þessu sviði hafi hingað til verið brotakennd og mikilvægt að úr því verði bætt. Ólgan á Minjastofnun stafar ekki síst af óánægju með vinnubrögð í málinu. Capacent ráðgjöf hafði hvatt til þess að unnið yrði að sameining- unni í góðri samvinnu og sátt við starfsfólk, enda gæti annað sett fag- legum ávinningi skorður. Fimmtán ár eru síðan safnahlutverk Þjóð- minjasafnsins var aðskilið frá stjórnsýslu- hlutverki þess. Var þá Fornleifavernd rík- isins stofnuð. Starfsemi hennar og Húsafriðunarnefndar var sameinuð þegar Minjastofnun tók til starfa fyrir þremur ár- um. Spurningar hafa vaknað um það hvort fyllilega sé tryggt í lagafrumvarpinu að ekki komi til árekstra á milli stjórnsýsluverkefna hinnar nýju Þjóðminjastofnunar og Þjóðminjasafnsins við endursamein- inguna. Bent er til dæmis á að Landsvirkjun, styrktaraðili Þjóðminja- safnsins, og fasteignafélagið, sem á nýtt varðveislusetur safnsins í Kópa- vogi, hafi þurft að lúta ákvörðunum Minjastofnunar í sambandi við skipulag og framkvæmdir. Hagsmunaárekstrar geta hugsanlega end- urtekið sig á fleiri sviðum. Umræða næstu daga og vikna leiðir í ljós hvernig tekið verður á þessum þætti. Gæti orðið árekstur? STJÓRNSÝSLA 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar auðkýf-ingurinnDonald Trump tilkynnti framboð sitt til for- seta Bandaríkjanna í fyrra töldu vísast til flestir að hann myndi ekki eiga nokkra möguleika á útnefn- ingu Repúblíkanaflokksins. Sum- ir álitsgjafar spáðu því að við lok febrúar yrði allt loftið úr bólginni blöðru Trumps. En tíminn leið og enn er beðið eftir því að blaðran tæmist. Ef eitthvað er virðist sem bæst hafi í hana frekar en hitt, sér í lagi eft- ir að Trump náði að vinna þrenn- ar af fyrstu fernum forkosning- unum. Hann leiddi meira að segja með svo miklum mun í Ne- vada að samanlagt fylgi næstu tveggja manna, öldungadeild- arþingmannanna Marco Rubio og Ted Cruz, hefði ekki dugað til þess að skáka honum. Ástæðurnar fyrir þessu eru margvíslegar og hefur þegar ver- ið bent á þátt fjölmiðla, sem hafa sýnt Trump mun meiri athygli en öðrum frambjóðendum. Fjöl- miðlaathygli ein og sér getur þó ekki útskýrt hvernig maður sem gengst upp í því að setja fram stórfurðulegar og jafnvel hneykslanlegar yfirlýsingar nær að halda fylgi sínu þrátt fyrir að almenn skynsemi kveði á um annað. Nærtækara virðist að benda á að flestir hinir frambjóðendur repúblíkana virðast hafa verið svo vantrúaðir á að Trump gæti borið sigur út býtum að þeir eyddu mest- um tíma sínum ekki í að tækla þau furðu- mál sem hann bar á borð, heldur í að rífa hver annan niður. Fyrir helgi var þó annað uppi á teningnum, þar sem bæði Rubio og Cruz gengu hart að Trump í síðustu kappræðunum fyrir hinn svonefnda „ofurþriðjudag,“ en þá ákveða repúblíkanar í þrettán ríkjum hverjir af frambjóðend- unum fái fulltrúa á flokksþinginu í júlí næstkomandi. Fyrir þá Cruz og Rubio verður árangur á þriðjudaginn ekki ein- vörðungu mældur í því hvort þeir ná að vinna einhver af ríkjunum þrettán, heldur ekki síður hvor stendur sterkari á eftir í barátt- unni gegn Trump. Eftir kosningarnar á þriðju- dag mun þrýstingur aukast á aðra frambjóðendur en þann sem er sigurstranglegastur gegn Trump að draga sig út úr keppn- inni og auka þannig líkurnar á að flokkurinn bjóði fram frambæri- legan frambjóðanda. Geri flokk- urinn það ekki stendur hann frammi fyrir tveimur mögu- legum kostum. Annaðhvort að frambjóðanda flokksins verði hafnað í haust eða, sem væri jafnvel enn verri kostur fyrir flokk sem er í senn annt um land sitt og vill eiga framtíð í stjórn- málum, að koma manni í Hvíta húsið sem er slíkt ólíkindatól að hann gæti stórskaðað hagsmuni Bandaríkjanna. Repúblíkanar gætu staðið frammi fyrir tveimur slæmum kostum í haust} Mikilvægur þriðjudagur Viðhald gatnaborgarinnar ætti að vera sjálf- sagður hlutur en það er öðru nær. Svo virðist sums staðar sem göturnar séu hreinlega að leysast upp og víða er að finna holur sem geta beinlínis skemmt bíla hafi ökumenn ekki varann á. Á nokkrum stöðum hefur verið gripið til holufyllinga til bráða- birgða þegar helstu umferð- aræðar hafa verið orðnar of vara- samar. Annars staðar drabbast göturnar niður smám saman. Nú hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn og flugvallarvinir lagt fram á borgarstjórnarfundi til- lögu um að þegar í stað verði far- ið í viðgerðir á þeim holum í gatnakerfinu sem talið er að myndi slysa- og tjónahættu. Í til- lögunum eru nefndar djúpar hol- ur við Austurberg, Álfabakka, Neshaga og Tungusel og sagt að mörg dæmi séu um að þær hafi valdið tjóni á bifreiðum og skap- að slysahættu. „Það hefur allt of lítið fé verið sett í endurbætur á kerfinu,“ sagði Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, í frétt sem birtist á mbl.is í gær. „Það hefur þær afleiðingar að það verða vandræði eins og við fengum að kynnast síðasta vetur og aftur núna.“ Stjórn borgarinnar er ekki skemmtisigling. Frumskylda meirihlutans er að sjá til þess að grunnþjónustu sé sinnt í borg- inni. Mikill misbrestur hefur orð- ið á því í tíð núverandi meirihluta og virðist sama hvar borið er nið- ur; borgin stenst ekki sam- anburð við önnur stór sveit- arfélög en ætti þó að hafa fjárhagslega burði til þess að standa sig vel í krafti stærð- arinnar. Þegar borgin vermdi botninn annað árið í röð í könnun á þjónustu stærstu sveitarfélag- anna var ákveðið að hlusta ekki á óánægjuraddirnar, heldur gera aðra könnun. Sama afneit- unarhyggja virðist ráða ríkjum þegar kemur að götum borg- arinnar. Þær eru látnar drabbast niður í stað þess að gera við þær. Það er merkilegt að meirihlutinn í borg- inni skuli svo dáð- laus að tillögu frá minnihlutanum þurfi um jafn sjálf- sagðan hlut og við- hald gatna} Götóttar götur M aður nokkur sem bjó austan múrsins í Berlín pantaði sér forláta Volgu með tvígengis- vél. Þegar hann spurði sölu- manninn hvenær hann gæti nálgast bílinn var svarið að hann fengi lyklana að bílnum á þessum sama degi en að tíu árum liðnum. Spurði þá maðurinn hvort það gæti orðið fyrir eða eftir hádegið þann ágæta dag. Sölumaðurinn brást illa við og spurði hvers vegna í ósköpunum það skipti máli, þetta væri eftir tíu ár. Kaupandinn horfði rólegur á sölu- manninn og svaraði því til að hann þyrfti að fá þetta á hreint því að píparinn væri vænt- anlegur upp úr hádeginu. Þó að sagan sé ekki endilega sönn varpar hún nokkru ljósi á afleiðingar þess áætl- anabúskapar sem kommúnistar austantjalds- ríkjanna höfðu innleitt og fengið of marga til að trúa á. Hlutirnir gengu ekki eins og þeir hefðu átt að ganga og margt af því sem hinn frjálsi markaður hefði getað leyst með skjótvirkum og farsælum hætti var hneppt í dróma ríkisafskipta og hugmynda um „áætlunina stóru“. Fyrrnefndri sögu skaut niður í kollinn á undirrituðum þegar hann á dögunum hlýddi á forvitnilegt viðtal við eina fastráðna starfsmann hinnar svokölluðu Stjórn- stöðvar ferðamála. Henni var komið á fót á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnarinnar, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar í október síðastliðnum. Henni er ætlað að starfa til ársins 2020 og að sjá til þess að „næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg eru til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu“. Í viðtalinu sagði starfsmaðurinn meðal annars: „Nú er það þannig að það er kannski erfitt að fara í einhverjar drastískar aðgerðir hvað varðar stýringu ferðamanna á þessu ári, en það er um að gera að fara að vinna í þeim áætlunum.“ Samkvæmt starfsmanninum er því bara „um að gera“ að fara að vinna í áætl- unum. Þess má geta í ljósi þessara ummæla að aðeins frá þeim tíma er stjórnstöðinni var komið á laggirnar hafa á fimmta hundrað þúsund ferðamanna lagt leið sína til landsins. Nýjar tölur frá Hagstofunni, um fjölda gisti- nátta í janúar, benda til að fjölgun ferða- manna verði umfram það sem spár gerðu ráð fyrir og því munu að öllum líkindum um 1,6 milljónir ferðamanna koma hingað á árinu 2016. Ísland er með öðrum orðum að drukkna í ferðamönnum og inn- viðir landsins eru ekki undir það búnir. Þeir sem bera ábyrgð á því að ferðaþjónustan fari ekki úr böndunum, og þar vísa ég til ráðuneytisins sem um málið fjallar, Ferðamálastofu, Ferðamálaráðs, Samtaka ferðaþjónustunnar og Íslandsstofu, verða nú að taka sig taki og upplýsa almenning um það hvernig eigi að bregð- ast við. Þar dugar ekki að segja „um að gera“ að fara að hugsa út í hlutina. Ef hlutirnir verða keyrðir áfram á því hugarfari mikið lengur verða þeir sem ábyrgðina bera efni í skemmtisögur framtíðarinnar, rétt eins og bíla- sölumaðurinn í Austur-Berlín þarna um árið. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Bara „um að gera“ ferðaþjónusta STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.