Morgunblaðið - 27.02.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016
KONUNGLEG SKEMMTUN
„Fáránlega skemmtileg og snjöll ...
Dásamleg lítil bók. Lesið hana. “
Þorgeir Tryggvason, gagnrýnandi Kiljunnar
Hveragerðis, fengust þær upplýs-
ingar að aðalskipulagi hefði verið
breytt „til að undirbúa jarðveginn,
þannig að allt sé tiltækt þegar menn
fara að teikna hús“. „Það eru komin
frumdrög að útliti og skipulagi húss-
ins,“ segir Guðmundur og bendir á
að vinna við deiliskipulag eigi eftir
að fara fram. Raunhæft sé að því
ferli verði lokið í byrjun næsta árs.
Hér fyrir ofan má sjá yfirlit yfir
hótel í Hveragerði. Samantektin er
lausleg og er byggð á auglýsingum á
vefjunum booking.com og hotels.-
com. Skal tekið fram að hér er ein-
göngu miðað við hótel og gististaði
sem eru skráðir í Hveragerði. Á
vefnum booking.com eru til dæmis
tugir gististaða skráðir í nágrenn-
inu. Þá er hér látið ógert að fjalla um
uppbyggingu hótela og gististaða á
Selfossi. Má þar nefna að unnið er að
fjölgun herbergja á Hótel Selfossi
um 40 og verða þau alls um 140.
Ingi Þór Jónsson, markaðsstjóri
Heilsustofnunar NLFÍ, segir málið í
vinnslu. Unnið sé að hönnun hótels
og heilsulindar og mótun hug-
myndafræðinnar að baki þjónust-
unni sem þar verður veitt.
„Náttúrulækningafélag Íslands
vinnur ötullega að því að hefja upp-
byggingu á heilsutengdri ferðaþjón-
ustu, til hliðar við heilsustofnunina í
Hveragerði. Það verður byggt á
vandaðri þjónustu fyrir skilgreinda
heilsuferðamenn.“
Bæta við lúxusíbúðum
„Sú breyting hefur orðið í hönn-
unarferlinu að nú er t.a.m. gert ráð
fyrir rúmgóðum og vel búnum íbúð-
um með spa. Það er ákveðinn mark-
hópur sem vill vera út af fyrir sig í
lúxusaðstöðu. Slíkar íbúðir voru ekki
í upphaflegum teikningum.“
Ingi Þór segir heilsutengda ferða-
þjónustu í sókn. Fyrst og fremst sé
horft til Bandaríkja- og Evrópu-
markaðar. Um allan heim sé fólk í
auknum mæli að huga að heilsu-
samlegum lífsstíl. Það vilji tengja
saman upplifun, ferðalög og heilsu-
þjónustu. „Heilsutengd ferðaþjón-
usta skiptist í lækningaþjónustu og
vellíðunarþjónustu. Það er enginn að
blanda þessu tvennu saman á Ís-
landi. Við munum hins vegar gera
það,“ segir Ingi Þór.
800 munu geta gist í Hveragerði
Áformað er að bæta við 60 herbergjum á Hótel Örk í Hveragerði Einnig í undirbúningi að reisa
100 herbergja heilsuhótel á lóð NLFÍ Með þessum viðbótum yrðu 380 hótelherbergi í Hveragerði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hótel Örk á sumardegi Á þessari loftmynd frá ágúst 2013 má sjá að nóg pláss er fyrir nýja álmu.
Tölvuteikning/Tark arkitektar/Birt með leyfi
Nýtt útlit Unnið er að því að endurnýja móttökuna á Hótel Örk.
Tölvuteikning/Tark arkitektar/Birt með leyfi
Hver Restaurant Svona mun nýi veitingastaðurinn á Hótel Örk líta út.
Hótelherbergi í
Hveragerði
*Sagt rúma 8 gesti. Hér er það umreiknað í fjögur
herbergi.
**Sagt rúma 6 gesti.
***Sagt rúma 4 gesti.
Heimildir: Talsmenn félaganna, vefsíður hótelanna,
bókunarvefurinn booking.com.
Fjöldi
herbergja
Hótel Örk eftir stækkun
(nú eru 85 herbergi)
145
Hugmynd að hóteli
á lóð við NLFÍ
100
Hótel Eldhestar 26
Hjarðarból Guesthouse 24
Frost og funi hótel 21
Hótel Hlíð 21
Frumskógar Guesthouse 9
Gljúfurbústaðir 8
Iceland’s Guesthouse 8
Brúarhvammur 3* 4
Birkimörk Apartments** 3
Ás Guesthouse 3
Varmi Guesthouse
Apartments
2
Klukka Apartment*** 2
Guesthouse Inga 2
Samtals 378
Fjöldi gesta miðað
við tvo í herbergi 756
Sigríður Helga Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hót-
els Hjarðarbóls, segir hótelið geta hýst allt að 64
gesti í 24 herbergjum. Þau séu dreifð um gömlu úti-
húsin. Hótelið er mitt á milli Hveragerðis og Selfoss
og við rætur Ingólfsfjalls.
Reksturinn hófst árið 2012 og segir Sigríður
Helga að eftirspurnin sé vaxandi.
Hugmyndir séu um að fjölga herbergjum á hót-
elinu. Þau áform séu á teikniborðinu. „Mínir helstu
viðskiptavinir eru erlendir ferðamenn og erlendir
skólahópar, mest breskir skólahópar,“ segir Sigríð-
ur Helga sem telur skólahópana sækja í sveitina.
Íhuga stækkun á Hjarðarbóli
ERLENDIR SKÓLAHÓPAR SÆKJA Í SVEITINA
Sigríður Helga
Sveinsdóttir
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hótelherbergjum í Hveragerði gæti
fjölgað um 160 á næstu misserum ef
áform fjárfesta ganga eftir. Með
þeim yrðu hátt í 400 hótelherbergi í
Hveragerði og næturgestirnir farnir
að nálgast 800 á háannatíma.
Annars vegar eru hugmyndir um
að byggja nýja álmu við Hótel Örk í
Hveragerði. Rætt hefur verið um 60
herbergi, en með þeim yrðu alls 145
herbergi á hótelinu.
Jakob Arnarson, hótelstjóri á
Hótel Örk, segir enga ákvörðun hafa
verið tekna um framkvæmdir. „Við
erum að endurnýja móttökuna og
ætlum að opna nýjan og glæsilegan
veitingastað, Hver Restaurant. Við
ætlum að leggja áherslu á hráefni úr
nágrenninu,“ segir Jakob.
Spurður um eftirspurnina eftir
gistingu á hótelinu segir Jakob að
þegar sé orðið vel bókað sumrin
2016 og 17. Síðustu mánuði hafi
hann orðið var við þá breytingu að
bókað sé lengra fram í tímann.
„Stærstu kaupendurnir eru farnir
að reyna að tryggja sér herbergi
lengra fram í tímann. Það hefur líka
orðið mikil aukning yfir veturinn.
Tímabilið frá febrúar og út október
er orðið vel bókað. Desember er líka
ágætur, enda erum við sterkir í jóla-
hlaðborðum. Við höfum ekki yfir
neinu að kvarta nú orðið.“
Suðurstrandarvegur hjálpar
Rekstrarfélagið Cabin ehf. á
reksturinn á Hótel Örk, Hótel Cabin
og Hótel Kletti.
Jóhann Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Hótel Cabin, segir
Suðurstrandarveginn hafa hjálpað
mikið til við rekstur Hótel Arkar.
„Við höfum rekið Hótel Örk frá
2004. Fyrstu árin gekk okkur ekki
jafn vel að selja sumarið eins og
mörgum öðrum hótelum. Við vorum
það nálægt Reykjavík, sem var
gjarnan fyrsti dvalarstaður hópa, að
það hentaði ekki að taka næstu nótt í
Hveragerði. Með tilkomu Suður-
strandarvegar hefur fyrsta nóttin,
og jafnvel sú síðasta, verið tekin hjá
okkur. Þá er ekki stoppað í Reykja-
vík. Það var upphafið að auknum
viðskiptum á sumrin. Við það bætist
aukin umferð ferðamanna. Það
hjálpar að við höfum tvö vinsæl hótel
í Reykjavík. Við getum því boðið upp
á pakka fyrir gesti,“ segir Jóhann.
Hins vegar eru hugmyndir um 100
herbergja heilsuhótel á lóð Náttúru-
lækningafélags Íslands (NLFÍ).
Hjá Guðmundi F. Baldurssyni,
skipulags- og byggingarfulltrúa
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, segir
mikilvægt að Íslendingar sem sjáv-
arútvegsþjóð haldi þeim rétti til
streitu að nýta alla nytjastofna, þar
á meðal hvali, á meðan það sé gert
með sjálfbærum og hagkvæmum
hætti.
„Það er auðvitað þjóðhagslegt tap
að missa af þessum tekjum sem út-
flutningur á hvalaafurðum hefur
gefið okkur og auðvitað er það einn-
ig tekjutap þeirra sem hafa unnið að
hvalveiðum og vinnslu hjá Hval hf.
bæði fyrir einstaklinga og sam-
félög,“ sagði Sig-
urður Ingi. „Það
er auðvitað mjög
mikilvægt fyrir
okkur sem sjáv-
arútvegsþjóð að
við höfum verið
að nýta tvær
hvalategundir
með sjálfbærum
hætti. Við höfum
nýtt innan við 1%
af þeim algjör-
lega í anda og skipulagi allra al-
þjóðasáttmála. Það er mikilvægt fyr-
ir okkur að halda þeim rétti okkar til
streitu að nýta alla nytjastofna, á
meðan við gerum það með sjálfbær-
um og hagkvæmum hætti,“ sagði
hann. Spurður hvort hann teldi að
gert yrði tímabundið hlé á stórhvala-
veiðum, eða hvort þeim þætti í út-
gerðarsögu Íslendinga væri lokið:
„Það er auðvitað ljóst að meðan við-
skiptaaðferðir Japana eru með þeim
hætti sem raun ber vitni, þá hef ég
fullan skilning á því að Hvalur hf. sé
að gefast upp á þessum viðskiptum.
En ef það verður breyting þar á, er
væntanlega ekkert því til fyrirstöðu
að þessi starfsemi haldi áfram á nýj-
an leik,“ sagði Sigurður Ingi. Hann
kveðst telja mikilvægt að þessum
rétti til hvalveiða sé viðhaldið, m.a.
til þess að tryggja að ákveðnu jafn-
vægi í hafinu sé viðhaldið.
Réttur til að nýta alla nytja-
stofna á Íslandsmiðum
Kveðst hafa skilning á því að Hvalur hf. hætti hvalveiðum
Sigurður Ingi
Jóhannsson