Morgunblaðið - 27.02.2016, Blaðsíða 1
Bjó í sömugötu ogBreivik
Spinnurglæpavef
Åsne Seierstad fær loffyrir bók sína umfjöldamorðingjannAnders BehringBreivik. Hún segisttrúa á staðreyndir, efeitthvað sé skilið eftir ískugga og myrkri fariorðrómurinn af staðog samsæris-kenningarnar. 14
28. FEBRÚAR 2016SUNNUDAGUR
Hálsinn er viðkvæmur
Næsta verkefnileikstjórans Bald-vins Z er gerðspennuþátta þarsem barnsráner
gru
Sjúkraþjálfari segir teygjur áhálsi ekki gera neinum gott 32
Tvítugurum áttrættHlaupársbörn sem eiga afmæli á mánudag segjast ánægðmeð þennan einstaka dag þrátt fyrir að geta aðeins fagnaðfæðingu sinni á fjögurra ára fresti 18
í for-
nni 52
L A U G A R D A G U R 2 7. F E B R Ú A R 2 0 1 6
Stofnað 1913 48. tölublað 104. árgangur
Íslenskur byggingariðnaður,
skipulagsmál og mannvirkjagerð
Laugardalshöll 3.–6. mars
Stórsýningin
Verk og vit
2016
Misstu ekki
af glæsilegri
sýningu!
PO
RT
HÖ
NN
UN
www.verkogvit.is
KRISTÍN OG
ÞRÁÐURINN
Í LISTINNI
ÓPERAN DON
GIOVANNI
Í HÖRPU
FRUMSÝNING 47MANNSLÍKAMINN 10
Slátrun er að komast í fullan gang í laxasláturhúsi Arnarlax hf. á Bíldudal.
Sláturhúsið er það fyrsta hérlendis sem byggt er upp að norskri fyrirmynd
þar sem laxinn er fluttur lifandi úr sjókvíum í land. Auk þess er notaður
búnaður til að kæla laxinn strax niður, með aðferðum svonefndrar ofur-
kælingar. Laxinum er dælt úr sjókvínni í tanka brunnbáts. Mikill atgangur
er þegar þrengt er að fiskinum svo hann rati í rörið, eins og sést á mynd-
inni. Laxinn er geymdur yfir nótt í bátnum og slátrað morguninn eftir.
Afurðirnar fara samdægurs með flutningabíl áleiðis á markaði. »18
Slátrun hafin í nýtísku
laxasláturhúsi á Bíldudal
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sýður og kraumar í kvínni
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fjárfestar áforma nokkurra millj-
arða króna fjárfestingu í hótelum í
Hveragerði á næstu árum. Gangi
áformin eftir munu Hvergerðingar,
sem eru um 2.400 talsins, geta hýst
að minnsta kosti 800 næturgesti.
Eigendur Hótels Arkar eru að
endurnýja innviði á hótelinu og
íhuga að byggja við það álmu með 60
herbergjum. Með því yrðu alls 145
herbergi á Hótel Örk.
Tvö sumur orðin vel bókuð
Jakob Arnarson, hótelstjóri á
Hótel Örk, segir að í fyrsta sinn á
þessum árstíma séu tvö sumur bók-
uð fram í tímann. Nær allt árið sé
orðið vel bókað á hótelinu.
Jóhann Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Hótel Cabin og rekstrarfélags-
ins sem rekur Hótel Örk, segir
Suðurstrandarveg hafa breytt miklu
fyrir reksturinn í Hveragerði, sem
sé í mörgum tilvikum orðin fyrsti og
síðasti áfangastaður ferðamanna.
Höfða til efnafólks
Skammt frá Hótel Örk eru aðrir
fjárfestar að undirbúa byggingu um
100 herbergja hótels og heilsulindar
á lóð sem er við hlið heilsustofnunar
Náttúrulækningafélags Íslands.
Sú breyting hefur orðið í
hönnunarferlinu að búið er að teikna
lúxusíbúðir fyrir efnaða ferðamenn
sem munu hafa laugar út af fyrir sig.
Mun heilsuhótelið koma til viðbót-
ar fyrirhuguðu 150 herbergja lúxus-
hóteli og baðlóni við Skíðaskálann í
Hveradölum, vestur af Hveragerði.
Sigríður Helga Sveinsdóttir,
framkvæmdastjóri Hótel Hjarðar-
bóls, segir stíganda í eftirspurn eftir
gistingu. Af þeim sökum sé í undir-
búningi að stækka hótelið. »4
Milljarðar í
hótelherbergi
í Hveragerði
Fjárfestar áforma fjölgun gistirýma
Tvö heilsutengd hótel eru í pípunum
Hópur sem Jó-
hannes Stefáns-
son veitinga-
maður, kenndur
við Múlakaffi, og
Jón Axel Ólafs-
son útvarps-
maður eru hluti
af hefur uppi
áform um að
opna háloftaveit-
ingastað á
Klambratúni í
sumar. Hefur hópurinn tryggt sér
leyfi til þess að opna staðinn, sem
þekktur er undir vörumerkinu
Dinner in the Sky og á rætur að
rekja til Belgíu. Að sögn Jóns Axels
er verkefnið í ferli í borgarkerfinu
þar sem tilheyrandi leyfi þurfa að
fást áður en hægt er að hefja rekst-
ur. Sambærilegir staðir eru í 53
borgum um allan heim. Gestir eru
festir með beltum og hífðir upp í
allt að 45 metra hæð. »6
Vilja hífa gesti með
krana í 45 m hæð
Í París Dinner in
the Sky er í 53
borgum.
Stóll sem húsgagnahönnuðurinn
Hjalti Geir Kristjánsson teiknaði
árið 1963 er nú framleiddur í 170
eintökum fyrir nýtt íslenskt hótel
sem rís á svokölluðum Hljóma-
lindarreit í maí.
Hótelið rís einmitt við hlið skrif-
stofu Hjalta Geirs við Laugaveg, á
sama reit og faðir hans, Kristján
Siggeirsson, rak um árabil eigin
húsgagnaverslun og framleiðslu.
Stólarnir fyrir hótelið eru fram-
leiddir hérlendis í húsgagnavinnu-
stofunni Grein á Vatnsleysuströnd.
„Það er alltaf verið að reyna að
fá þá sem standa í framkvæmdum
til að nota íslenskt,“ segir Hjalti
Geir, sem lítur á þetta sem hvatn-
ingu fyrir alla íslenska hönnun og
segir ánægjulegt að hönnunin
standist tímans tönn. »Sunnudagur
20
Íslenskur stóll frá
sjöunda áratugnum
á nýju hóteli
Stóll Hönnun Hjalta er frá árinu 1963.
Þingvallanefnd hefur hafnað beiðni
eldri íslenskra hjóna um að fá að
selja sumarbústað sem þau eiga í
landi Kárastaða á Þingvöllum til
bandarískra hjóna.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins gerðu bandarísku
hjónin tilboð í bústaðinn sem hljóð-
aði upp á nálægt 35 milljónum
króna.
Ástæða synjunar Þingvallanefnd-
ar var sú, samkvæmt því sem Sig-
rún Magnúsdóttir, umhverfisráð-
herra og formaður Þingvalla-
nefndar, segir í samtali við Morgun-
blaðið, að bandarísku hjónin búa
ekki á Evrópska efnahagssvæðinu,
auk þess sem það
er yfirlýst stefna
Þingvallanefnd-
ar að fækka
sumarbústöðum
innan þjóðgarðs-
ins. Nefndin
heimilar aðeins
að bústaðir séu
seldir ættingjum,
eða renni til erf-
ingja.
Nefndin hefur ekki fjármagn til
þess að nýta sér forkaupsrétt í öll-
um tilvikum. Nefndin vill standa
vörð um þennan helgistað þjóðar-
innar. »16
Fá ekki að selja út-
lendingum bústað
Þingvallanefnd hafnaði beiðninni
Þingvellir eru
helgur staður.