Morgunblaðið - 26.02.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.02.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2016 Að vinna með okkur er krefjandi, skemmtilegt og árangursríkt. Nolta Okkar megin áherslur eru: ◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni og önnur persónuleg þróun ◆ Stefnumótun og umbótastarf Sigurjón Þórðarson Sími: 893 1808 • sigurjon.thordarson@nolta.is Friðfinnur Hermannsson Sími: 860 1045 • fridfinnur.hermannsson@nolta.is Ráðgjöf og þjálfun nolta.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þeir Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti, Ólafur Steinar Björnsson, bóndi í Reyni, og Gísli Guð- bergsson, bóndi á Lækjarbakka, festu í gær upp tvö aðvörunarskilti í Reynisfjöru. Fjöldi ferða- manna hefur lagt leið sína um fjöruna til að virða fyrir sér fallegt stuðlaberg í fjörunni, margir án vitneskju um að öldugangur getur valdið lífshættu. Nýlega drukknaði ferðamaður í Reynisfjöru þegar alda hreif hann með sér. Öryggi í Reynisfjöru aukið með merkingum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ferðamenn varaðir við leyndum hættum á fjölsóttum stað Guðni Einarsson gudni@mbl.is Dræmlega horfir með útflutning á þurrkuðum fiskhausum, hryggjum og afskurði, til Nígeríu. Þar er gjald- eyriskreppa og kaupendur fá ekki gjaldeyri til að borga fyrir vöruna. Hér starfa um 20 verkanir sem þurrka fiskafurðir og við þennan iðn- að vinna í kringum 500-600 manns. „Ástandið í Nígeríu hefur skelfileg áhrif fyrir okkur,“ sagði Víkingur Þ. Víkingsson, framkvæmdastjóri Haustaks hf. Það er eitt stærsta fisk- þurrkunarfyrirtæki landsins og framleiðir um 3.800 tonn á ári. Þar vinna 55 manns á Reykjanesi og Eg- ilsstöðum. „Menn reyna að draga úr fram- leiðslunni eins og þeir geta og birgð- ir safnast upp,“ sagði Víkingur. Hann sagði að markaðurinn og þörf- in fyrir afurðirnar væri enn til staðar í Nígeríu en kaupendurnir hefðu ekki gjaldeyri. „Þeir þurfa að kaupa dollarana á svörtu gengi, sem er mun hærra en skráð gengi. Svartamark- aðsgengið hefur stöðugt hækkað.“ Haustak hefur ekki sagt upp fólki en ef ekki rætist úr markaðsmálun- um þarf líklega að draga úr starf- seminni, að sögn Víkings. Þeir eru nú að flytja út um 20% af framleiðsl- unni. Hitt fer á lager en farið er að þrengjast um geymslupláss. Markaðurinn á eftir að ná sér „Nígeríumarkaður er mjög erfið- ur núna og verður líklega í lægð næstu mánuði en hann á eftir að ná sér. Nígería hefur áður farið í lægð en rifið sig upp úr henni,“ sagði Katrín Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar hf. á Dalvík. Hún flytur út þurrkaðar fiskafurðir fyrir ýmsa framleiðend- ur. Katrín sagði að í fyrra hefðu ver- ið flutt út um 21.000 tonn til Nígeríu og útflutningsverðmætið var um 13 milljarðar króna. „Verksmiðjurnar hafa dregið all- verulega úr framleiðslunni og mínir framleiðendur hafa ekki hugsað sér að framleiða á lager. Þeir draga úr og jafnvel stoppa og bíða þetta af sér,“ sagði Katrín. „Það eru mjög mörg störf í kringum þetta og þetta er verðmæt iðja. Til að vinna 21.000 tonn af vöru þarf yfir 100.000 tonn af hráefni. Það er ekkert lítilræði. Hausinn er um þriðjungur af hverj- um fiski og svo er hryggurinn og af- skurðurinn. Það eru mikil verðmæti í þessu og mikilvægt að geta unnið vöru úr hráefninu. Það er landinu gríðarlega mikilvægt að Nígeríu- markaðurinn jafni sig.“ Kreppan í Nígeríu bítur illa  Kaupendur fá ekki gjaldeyri til að kaupa þurrkaðar fiskafurðir  Framleið- endur draga úr eða framleiða á lager  Gríðarlega miklir hagsmunir eru í húfi Ljósmynd/Haustak hf. Haustak hf. Þar eru þurrkaðir fisk- hausar, hryggir og fiskikótelettur. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hæstiréttur Íslands sló því föstu í dómi sínum í gær að endur- upptökunefnd innanríkisráðuneyt- isins sé óheimilt að fella dóma úr gildi sem áður hefur verið fjallað um í Hæstarétti. Það fari í bága við meginreglu 2. gr. stjórnarskrár- innar um skiptingu valds milli lög- gjafar-, framkvæmdar- og dóms- valdsins. Í dómnum segir að þótt endur- upptökunefnd sé í lögum um með- ferð sakamála fengin viðfangsefni, sem varða úrlausn dómsmála, fái það því ekki breytt að dómstólar eigi að fara eftir meginreglu 60. gr. stjórnarskrárinnar um ákvarðanir nefndarinnar. Að sögn Jóns Steinars Gunn- laugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, kemur ekki á óvart að Hæstiréttur komist að þessari niðurstöðu. Það hafi blasað við alla tíð að ekki fengi staðist að fela stjórnsýslunefnd það vald sem henni er falið í lögunum. Í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi sagðist Ólöf Nordal innan- ríkisráðherra ekki geta tjáð sig um dóminn fyrr en hún hefði kynnt sér niðurstöðu hans. Geirfinnsmálið ekki í uppnámi Í ráðherratíð sinni skipaði Ög- mundur Jónasson, þingmaður VG, starfshóp um Guðmundar- og Geir- finnsmálið svonefnda, en málið var endurupptekið í kjölfarið. Í samtali við mbl.is í gær, sagðist hann telja að niðurstaðan setti málið ekki í uppnám. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi sakborninga í málinu, segir nið- urstöðu Hæstaréttar engu breyta í málinu. Guðmundar- og Geirfinns- málið hafi ekki hlotið sömu með- ferð hjá endurupptökunefnd og það mál sem dómur Hæstaréttar í gær hvað gildi niðurstöðunnar varðar. Andstætt stjórnarskránni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hæstiréttur Nefndinni er óheimilt að ógilda dóma Hæstaréttar.  Endurupptöku- nefnd má ekki ógilda dóma Hæstaréttar Breyttir tímar eru í náttúruvá að sögn Magnúsar Tuma Guðmunds- sonar jarðeðl- isfræðings. Flutti hann, ásamt fleir- um, erindi á mál- þingi Rót- arýklúbbs Rangæinga í Gunnarsholti í gær. Að hans sögn eru aðstæður nú breyttar að tvennu leyti miðað við fyrri ár og áratugi. Annars vegar hafi hlýnun jarðar haft áhrif. „Ég kom m.a. að því að það eru breytingar í náttúrunni sem þarf að fylgjast stöðugt með. Það eru jökla- breytingar sem valda því að ár breyt- ast. Svo er sú hætta fyrir hendi að þegar jökulþekja bráðnar af jöklum geti orðið stórgos í þessum eld- stöðvum þegar kvikuhólf komast úr jafnvægi,“ en þar á Magnús Tumi meðal annars við Kötlu og Grímsvötn. Hann segir líklegt að 100-200 ár muni líða þar til slíkar aðstæður skapist. Hins vegar segir Magnús Tumi að dreifing fólks um landið með auknum flaumi ferðamanna hafi sitt að segja. Á áhættusvæðum þurfi sífellt að huga að endurnýjun rýmingarverkferla komi skyndilega til náttúruvár. jbe@mbl.is Breyttar aðstæður í náttúruvá Magnús Tumi Guðmundsson  Aukin hætta á stórgosum og slysum Lítið miðar í rannsókn tveggja kyn- ferðisbrota sem beindust gegn konu í Móabarði í Hafnarfirði. Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. „Við rannsökum alla mögu- leika og okkur hafa borist ýmsar ábendingar sem því miður hafa ekki leitt okkur áfram,“ segir Árni. Í tilkynningu frá lögreglu segir að konunni og fjölskyldu hennar hafi verið komið fyrir á öruggum stað. Árásarmaðurinn er sagður hafa villt á sér heimildir með því að segj- ast vera á vegum veitufyrirtækis. Að sögn Sigrúnar Viktorsdóttur, forstöðumanns hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sýna viðskiptavinir Veitna ohf. meiri varkárni nú en áður. „Viðskiptavinir okkar hringja í auknum mæli og óska eftir því að lesa á mælana sjálfir,“ segir Sigrún. Lítið miðar í rann- sókn Móabarðsmála

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.